Flogið í útileguna og Reykjafell í Mosfellsbæ

Um síðustu helgi fór ég á eftir Ella og krökkunum í útilegu til Akureyrar. Hann fór á fimmtudeginum því hann átti að keppa með UMFUS á föstudeginum og brunaði hann með allt liðið og fellihýsið. Mamman skrifaði og skrifaði og síðan á laugardeginum hélt ég þetta ekki út lengur og flaug í útileguna eftir hádegi. Ég náði góðum sólarhring með þeim á Akureyri og skruppum við í kaffi til mömmu og pabba á Sigló á heimleiðinni.

Göngufólkið á toppnum

Sturla og Sædís Erla eru heima á daginn að snúllast, en hann er í vist hjá okkur og passar litlu systur sína eins og sjáaldur augna sinna þessi elska. Ég reyni að vera mest heimavið og í dag fór ég heim  snemma, eftir að hafa fundast í bænum. Við skelltum okkur í Bónus og keyptum nesti, fórum og náðum í tengdó og skelltum okkur á Reykjafellið. Á leiðinni niður lentum við í skemmtilegum ævintýrum, hittum hesta og fengum að láni tvo rabbabara sem gerðu mikla lukku. Þetta var yndislegur göngutúr og voru allir sáttir og sársvangir þegar heim var komið.

Sædís Erla á uppleið

Tengdó, Sædís Erla og Herdís

Sturla Sær on the top of Reykjafell

Sædís Erla og Rauður

Stulli rabbabari

Varúð vegavinna framundan

Sædís Erla og Stulli með rabbóhatt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þetta hefur verið frábær dagur hjá ykkur flottur rabbbbarbarrrisjáumst

Guðrún Indriðadóttir, 9.7.2008 kl. 22:53

2 identicon

Já, hvað eru þessi fell mörg Herdís mín? ..........bara svona ef mér dettur hug að labba þau þegar ég kem að norðan?

Koma svo, upp með nöfnin og hvaðn maður á að labba!

knús og love you :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir, mikið held ég að það sé gaman hjá ykkur. Njótið helgarinnar 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:21

4 identicon

Hæhæ takk fyrir innlitið :)

Nei sú stutta lætur enn ekkert kræla á sér, ég var nú að vona að þetta færi að koma barasta! Núna er bara að anda inn, anda út.. í rólegheitunum!!

Ohh mig langar svo í fjallgöngu...

 Kveðja Birna 

Birna (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband