Krossað við Mosfell

Jæja við tengdó skelltum okkur á Mosfell eftir hádegið í dag með Sædísi Erlu, sem er ótrúlega dugleg í fellagöngu. Við byrjuðum á að fara á markaðinn í dalnum, fengum okkur hindberjasósu (með ísnum á eftir) og besta pikkles í heimi frá Gunnu í Dalsgarði. Svo máttum við til að fá okkur kaffi, djús og deildum risasmáköku.

Síðan héldum við á Mosfellið. Upp, upp mín sál.....

Á uppleið

Við stelpurnar héldum upp frá Mosfellskirkju, sem leið lá upp á fellið. Sædís Erla varð að skoða blómin (næstum öll) tína strá og hvíla sig á mosaþúfum á uppleið. Þegar upp var komið gengum við vörðu frá vörðu og nutum útsýnisins og stúderuðum fuglaskít og sungum "sjáðu spóa". Mamman hafði lánað göngumyndavélina og því voru góð ráð dýr. Myndavélin á símanum var notuð og var meira að segja hægt að taka panorama W00t.

Litlu panorama þríburarnir

Þegar við sáum niður að Mosfellskirkju sáum við straum af bílum og héldum að þar væri komin móttökusveitin... en þegar niður áttuðum við okkur á því að þarna voru komnir gestir á leið í brúðkaup, allir sælir og ánægðir í góða veðrinu.

Amma og Sædís Erla á Mosfelli

Sædís Erla í sprungunni

Sædís Erla og mamma

Við komum við hjá Gunnu á heimleiðinni og fékk Sædís Erla að tuskast með hvolpana og vildi ekki fara heim fyrr en talað var um ísinn í Snælandi.

 Sædís Erla að hvolpast

Ísinn var keyptur og heit súkkulaðisósa  til að fullkomna málið. Svo héldum við heim með ísinn, en var hann ekki alveg jafn "ferskur" og til stóð því við bökkuðum á bíl á bílastæðinu og urðum að gera skýrslu og tilheyrandi. En loksins gátum við farið heim með ísinn, hálf sjeikaðan,  en ljúffengan .... 

Pabbinn var að vonum sæll og ánægður að fá uppáhalds hjúkrunarkonurnar sínar heim, en hann er þó farinn að hoppa inn og út karl druslan. Hann hoppaði yfir til Halla þegar við fórum, til að taka út sólhúsframkvæmdirnar og fékk þessi elska umönnun hjá Sigrúnu og Önnu Ólöfu í fjarveru okkar hinna. . Í gær var hálf gatan að aðstoða Rituhöfðafjölskyldunni á 4 við að koma upp körfuboltakörfu sem keypt var slysadaginn mikla. En hún beið í búðinni uns Tóti sótti hana og svo mættu þeir Pétur, Halli og Raggi til að setja hana upp. Við erum svo rík að eiga svona góða vini Heart

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnaður er þetta að rigsa upp á fjall, en mikið held ég að það hafi verið gaman.  Flottar myndir.  Vertu svo ekstra góð við kall greyið, erfitt að standa í þessu, eða liggja í svona blíðu Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæl herdís, ég er í vandræðum með tölvuna mína hún fæst ekki til að senda g-mail og ég ekki nógu klár að laga það. gætir þú sent fyrir mína hönd staðfestingu á því að ég ætli á Reykjaskóla hátíðina...viltu láta mig vita ef það gengur...

ég finn heldur ekki bréfið sem við fengum sent...þannig að þú ert nærtækust..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.7.2008 kl. 02:47

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Flottar fjallageitur...eða ætti ég að segja fellageitur? ;-)

Vilborg Traustadóttir, 20.7.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Ketilás

Í fylgd með fullorðnum, mundu það...

Ippa :-)

Ketilás, 21.7.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband