Rokk og pönk í Rituhöfðanum

Rituhöfðingjar

Í gær var haldið hið árlega Rituhöfðagrill og mikið um dýrðir að vanda. Tjaldið var sett upp hjá Gilla og Ástu (ár eftir ár eftir ár....). Það má segja að allt hafi verið eins og venjulega þ.e. Gilli með kokteilinn bláa í djúsvélinni, hin árlega flottasta grillið keppni, trampólínin fjögur fyrir krakkana, góða skapið á sínum stað.

Kjörtímabil nefndarinnar, þeirra Gilla Ástu og Palla Döggu var liðið og fengu þeir og ekki síst konurnar þeirra sem gerðu boðsbæklinginn og ýmislegt annað á tímabilinu mikið klapp fyrir frábært starf. Bryngeir diskóngur Rituhöfða og Pétur á sex voru kosnir eftir harða kosningabaráttu sem var sérstaklega erfið fyrir Pétur sem var staddur í Portúgal. En hann og Sigga keyptu sér ferð til Portúgal á Rituhöfðagrilltíma í ölæði fyrir nokkru og því þurfti að hringja í hann og tilkynna sigurinn.

IMG 0032

Þema ársins var rokk og pönk og misstum við Elli okkur aðeins í pönkinu. Ég fór í netasokkabuxur, latexstígvél og svart svart og Elli í rifnar gallabuxur. Svo var það svarti Eylinerinn og gel í hárið og þá vorum við tilbúin. Við brunuðum í grillveisluna og var ég nokkuð viss um að ég hefði náð pönklúkkinu þegar pabbarnir sögðu við unglingsdætur sínar  "sjáðu svona voru stelpurnar" LoL... Það má segja að pönkið hafi haft vinninginn í gær og vakti Sigrún verðskuldaða athygli meðal unga fólksins, en hún var með hring í nefinu og keðju yfir í eyrað. En það mátti samt sjá netta Hollýtakta hjá sumum og voru þau Bryngeir og Helga sérstaklega flott í diskógallanum. Bryngeir var meira að segja með hárkollu til að fullkomna lúkkið.

IMG 0050

Krakkarnir voru með hina árlegu leiksýningu og svo var haldin spurningakeppni kynjanna. Stelpurnar unnu náttúrulega með yfirburðum þrátt fyrir að bleiku spurningarnar (íþrótta) hefðu verið notaðar óspart til að hjálpa strákunum Wink.

Við Bryngeir unnum "missa sig í þemanu" keppnina í ár og vorum útnefnd Diskókóngur og Pönk drottning Rituhöfða og erum afar stolt af því. Við að vísu klikkuðum á því að drekka verðlaunin með gestunum eins og okkur var uppálagt (a.m.k. ég Blush, Bryngeir hefur kannski bjargað mér) en ég sofnaði með Sædísi Erlu rétt um miðnætti.... fékk mér bara "smá" kríu með lillunni og vaknaði í morgun.

DSC08663

 

Sem sagt frábært götugrill með Rituhöfðingjum eins og vanalega og munum við mæta að ári hress og kát í boði þeirra Bryngeirs og Péturs.

Hér eru nokkrar myndir frá götugrillinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þið eruð suggalega getnaðarleg hjónin!!! ;-) :-)

Vilborg Traustadóttir, 18.8.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband