Það er gefandi að vera sjálfboðaliði

Þetta eru góðar fréttir og veit ég fyrir víst að stjórnir deilda um allt land munu nýta fjármagnið vel og eiga sjálfboðaliðar Rauða krossins eftir að aðstoða fjölda manns fyrir jólin. Rauða kross deildir um allt land eru þátttakendur í samstarfi við sveitarfélög og aðila á hverjum stað um þessar mundir, vegna fjármálakreppunnar. Hér í Mosfellsbænum hefur Kjósarsýsludeild verið með opið hús og einnig hafa þau boðið upp á námskeið í sálrænum stuðningi, fólki að kostnaðarlausu og eru virkir aðilar í ráðgjafarteymi Mosfellsbæjar, sem m.a. heldur úti Ráðgjafartorgi á netinu. 

fatagamur_gjotuhrauni

Ég starfaði fyrir Rauða krossinn í níu ár og var alltaf ákveðin í því að gerast sjálfboðaliði þegar ég myndi hætta. Nú ég stóð við það og starfa í rekstrarstjórn fatasöfnunar. Það hefur verið mjög gefandi og ekki síst því ég tók þátt í því að starta verkefninu í upphafi, þegar ég var svæðisfulltrúi á hörfuðborgarsvæðinu um árið. Það eru forréttindi að fá að starfa með þeim Sigrúnu og Erni Ragnars sem halda utan um verkefnið og öllu því góða fólki sem gefur vinnu sína og tíma í þágu góðs málefnis.

Mikið safnast af fötum og eru fötin m.a. seld í verslunum Rauða krossins sem eru á Laugavegi 12, ein í Strandgötu 24 í Hafnarfirði og svo er nýjasta verslunin á Laugavegi 116, í glæsilegu húsnæði við Hlemm. Þar fer líka fram úthlutun á fatnaði. Úthlutun fer fram á miðvikudögum, frá kl.10-14 og er gengið inn af bílastæði Grettisgötumegin. Þegar ég kíkti í nýju verslunina á Laugaveginum um daginn hitti ég nokkra nýja sjálfboðaliða, konur á öllum aldri sem voru að byrja að vinna í búðinni. Hver veit nema ég eigi líka eftir að taka eina og eina vakt, eða starfa við fataflokkun já eða eitthvað annað gott verkefni hjá Rauða krossinum. Ef þeir sem lesa þetta hafa áhuga á að taka þátt í fataverkefninu, að vinna í búðunum, við fataflokkun eða eitthvað annað verkefni er hægt að skrá sig á vef Rauða krossins og þá mun fulltrúi Rauða krossins hafa samband.

 


mbl.is Rauði krossinn aðstoðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Yndislegt að svona starfsemi sé til ... þökk sé þeim sem halda utan um  hana.

Gylfi Björgvinsson, 6.11.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Frábær leið í atvinnuleysinu og gott fyrir sálina að láta gott af sér leiða.

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband