Ljós í myrkri

Ég fékk þessa ágætu hugmynd frá einni Siglufjarðarsystur minni, henni Bjarkeyju Gunnars og ákvað að koma henni hér á framfæri, ykkur til ánægju og vonandi eftirbreytni.

Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Hvetjum alla til að taka þátt í -Ljósi í myrkri-.  

Ljós í myrkri yrði í fyrstu einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja til nágrannans. Þetta yrði í raun byrjun á ljósaskreytingum aðventunnar, en væntanlega meira með hvítum ljósum sem eru kannski síður tengd sjálfum jólunum. Stígandi yrði svo í þessu. Við byrjum á fallegu kertaljósi í glugga en endum á fallegum velupplýstum gluggum á aðventunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirtaks hugmynd!

Agla (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála.  Búinn að setja kerti út í glugga. 

Marinó Már Marinósson, 8.11.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ekki skrítið að góðar hugmyndir komi frá Siglufirði. Er búin að kveikja á kerti og geri það daglega héðan af.

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

ekki spurning vinkona skelli einu í gluggann

Guðrún Indriðadóttir, 10.11.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband