Valdefling í verki - Geðheilbrigðisdagar

Hér á landi eru sveitarfélögin í landinu að gera ýmislegt í góðu samstarfi við ríki og félagasamtök. Eitt af því sem er á döfinni eru fræðsludagar um geðheilbrigðismál sem eru á vegum Hlutverkaseturs og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, í samstarfi við Svæðisskrifstofu Reykjaness og kragasveitarfélögin, Mosfellsbæ, Álftanesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi.

Fræðsludagarnir verða haldnir 20. og 21. nóvember undir: Valdefling í verki. Fjölmörg áhugaverð erindi verða flutt og má sjá nánari upplýsingar um námsstefnuna með því að smella hér á auglýsingu og einnig á http://www.hugarafl.is/ og http://www.smfr.is/

Fræðsludagarnir verða haldnir í Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði og eru þeir öllum opnir og aðgangur er ókeypis.

valdeflingiverki2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband