Fræðslu- og forvarnadagur Bólsins í Mosfellsbæ - Framtíðin og Þú!

49c9fb39bdb75

Í dag verður haldinn fræðslu-og forvarnadagur Bólsins, félagsmiðstöðvar mosfellskra barna fyrir krakka í 8.-10. bekk, undir yfirskriftinni Framtíðin og Þú! Kemur það til m.a. til vegna aukinnar umræðu um stöðu unglinga í Mosfellsbæ varðandi vímuefnanotkun, einelti og hegðunarvantamál.

Dagskráin fer fram í Lágafellskóla og íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Byrjar dagurinn á smiðjum upp úr hádegi og eru það m.a. íþrótta-, dans og listasmiðjur. Guðmundur Sigtryggsson okkar kæri forvarnarfulltrúi lögreglunnar talar við krakkana á sal og einnig Magnús Stefánsson, hinn sívinsæli áfengis og vímuefnaráðgjafi frá Maríta. Þar fá krakkarnir tækifæri til að eiga gagnvirk samskipti við þá Guðmund og Magga eins og þau kalla hann um vímuefni og forvarnir.

Í kvöld verða svo haldnir stórtónleikar í Lágafellsskóla þar sem meðal annars hip-hop hetjurnar í Forgotten Lores koma fram auk hljómsveitarinnar 32C sem ætla sér að sigra Íslandið á næstu mánuðum.

Frábært starf hjá Bólinu. Það er nákvæmlega svona sem best er að ná til krakkanna, að þau átti sig á því sjálf á því hvernig er hægt að bæta samfélagið. Ég er líka súperánægð með það sem foreldri að vera komin á e-mail listann hjá Bólinu og fæ þannig reglulega fréttir af starfinu og get minnt unglinginn minn á það sem er í boði og er viðræðuhæf um málin.

Fyrir skömmu síðan ræddum við fulltrúar í forvarnahópi Mosfellsbæjar um ýmsar leiðir og fór Teitur þá m.a. yfir starf Bólsins og hugmyndir hans og starfsmanna um leiðir til að virkja krakkana betur.  Nú er forvarnadagurinn orðinn að veruleika og best að hætta þessum skrifum og drífa sig upp í Lágafellsskóla til að skella í vöfflur og kakó fyrir sísvanga unglinga.

Til hamingju Teitur og aðrir starfsmenn Bólsins með framtakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Glæsilegt framtak hjá Bólinu og mikil þörf á nú þegar kanabissreykingar fara vaxandi. Verst að ég vissi ekki um þetta fyrr svo ég hefði getað látið fósturdóttur mína vita en ég hringi þó í hana og læt hana vita af tónleikunum í kvöld

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband