Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, 500 atkvæði

Gylfi búinn að kjósa Herdísi

Það var vissulega gaman að taka þátt í miðstjórnarkjörinu. Ég tók ákvörðun um að bjóða mig fram til setu í miðstjórnSjálfstæðisflokksins því mig langaði til að vinna með flokknum mínum að endurreisn og eflingu hans á landsvísu. Ég hef ýmsar hugmyndir að breytingum á skipulaginu og hvernig hægt er að efla aðildarfélög hans, sem ég tel vera ónýtta auðlind.  Ég vil líka breyta kosningareglunum í miðstjórninni og tel að allir eigi að kjósa 11 manns, ekki 5-11 eins og það er í dag. Ég heyrði að heilu kjördæmin kustu bara fulltrúa síns kjördæmis, enda eru fulltrúar í miðstjórn fulltrúar alls landssins.

En vonandi gengur þetta bara betur næst og mun ég klárlega fylgjast MJÖG náið með starfi miðstjórnar og ætla að koma með öðrum hætti að uppbyggingarstarfi Sjálfstæðisflokksins, trúið mér :)

Það var gaman að prófa þetta og taka slaginn. Stysta kosningabarátta hingað til, heilir tveir sólarhringar og á ég Þór félaga mínum mikið að þakka varðadi prentunina, sem ég var á síðustu stundu með þar sem ég var hætt við að taka þátt. Það sérstaklega gaman að fara milli borða og tala við fólk. Ég hitti fók alls staðar að landinu og fékk ég góðar undirtektir í mínu gamla kjördæmi, Norðausturkjördæmi.

Mér fannst frábært hvað Sigrún Björk bæjarstjóri á Akureyri fékk góða kosningu, enda er hún vel að því komin. Öflug kona, eldklár og dugleg sveitarstjórnarkona og var ég satt best að segja farin að hlakka til að fá að vinna með henni og öllum hinum í miðstjórninni. Það er kannski ekki alslæmt að verða númer 12 af 34, en ég ætla ekki að leyna því að ég hefði viljað vera meðal hinna 11 sem komust inn. En ég segi bara eins og Jóhanna... Minn tími mun koma!

Úrslit í miðstjórnarkjöri

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, 831 atkvæði.

Ásthildur Sturludóttir, kynningarstjóri, 642 atkvæði.

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri, 637, atkvæði.

Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona, 628 atkvæði.

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, 612 atkvæði.

Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri, 527 atkvæði.

Edda Borg Ólafsdóttir, skólastjóri, 525 atkvæði.

Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar, 524 atkvæði.

Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, 520 atkvæði.

Guðjón Hjörleifsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, 509 atkvæði.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, 505 atkvæði.

Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis og auðlindafræðingur, 500 atkvæði


mbl.is Nýliðun í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Æji Herdis þetta tókst ekki nuna við vi mitt borð braiðholtil lusum þig öll/Kveðja ekki gefast upp /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.3.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband