Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44.369 akvæði og 16 þingmenn

Nýjasti þingmaðurinn er Jón Gunnarsson úr Kraganum, en við síðustu tölur kom hann inn og munaði 32 atkvæðum á honum og 10 manni Framsóknar á landsvísu. Þetta var ekki ólík atburðarrás og þegar Ragnheiði Ríkharðsdóttir vinkona mín komst inn á síðustu tölunum 2007 og hélst spennan líka þá til síðustu talna.

Ég held að það sé óhætt að segja að Kosningabaráttan hafi verið svona "öðruvísi" og niðurstaðan einnig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7% atkvæða og 16 þingmenn, tapaði 9 og sem er sögulegt lágmark í fylgi við flokkinn.  

Það er búinn að vera stígandi í baráttunni og óhætt að segja að þegar farið var að ræða málefnaskrár og stefnumálin hafi gengið betur hjá okkur Sjálfstæðismönnum, en því miður vannst ekki mikill tími til þess.

Ég er búin að tala við fjölmarga í kosningabaráttunni og eins í prófkjörinu um daginn og voru margir góðir og gegnir flokksmenn sem ætluðu að sitja heima og flengja flokkinn sinn með því. En suma þeirra hitti ég samt í kosningakaffinu hjá okkur í gær. En vissulega voru margir sem skiluðu auðu, eða 6226 manns sem gerir 3,2% þeirra sem greiddu atkvæði og eru þar á meðal eflaust margir þeirra reiðir og sárir Sjálfstæðismenn, því miður. Eins voru margir sem átti erfitt vegna Evrópumálanna og voru sárir yfir landsfundarsamþykktinni og hafa aflaust margir þeirra kosið eitthvað annað, og enn segi ég því miður.

Þetta stutta kjörtímabil hefur einkennst af óróa og hefur mér orðið tíðrætt um það. Stór þingflokkur Samfylkingar og Sjálfstæðismanna gaf einstaka þingmönnum "aukið svigrúm" til orða og athafna, októberhrunið, formenn flokkanna veiktust, stríðsástand á götum og endaði þetta náttúrulega sögulega með því að Samfylkingin klauf sig frá Sjálfstæðisflokki og myndaði minnihlutastjórn vinstri manna með stuðningi Framsóknar. Það var svo merkilegt að sjá hvað gerðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við. Ég upplifði verkstjórn Jóhönnu sem svona millibilsreddingu, útskriftargjöf út kjörtímabilið, en það sem gerðist hins vegar var að hún styrkti stöðu sína innan flokksins og varð límið sem þurfti og flokkurinn efldist. Enda er Jóhanna eldri en tvævetra. En nú verður gaman að vita hvað gerist varðandi stjórnarmyndun. Ljóst er að VG hefur ekki jafn sterka stöðu og boðað var og Evrópumálin órædd.

En flokknum mínum Sjálfstæðisflokki bíður verkefni, að endurreisa innviði og byggja upp traust þjóðarinnar aftur. Mögrum urðu á mistök og ætla ég ekki að draga úr því, en margt gott var gert í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og verðum við að halda því til haga. Nýjum formanni bíða mörg krefjandi verkefni og er ég til í að taka þátt í endurreisnarstarfinu og held ég meira að segja að í mótlætinu hafi okkur tekist að virkja fleiri nýja í starfið og því óttast ég ekki framtíð flokksins, þvert á móti.

 

 

 

 


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband