Einhver fór inn á kynlífsstefnumótasíðu í nafni dóttur minnar

16 ára dóttir mín lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu um páskana. Við fjölskyldan vorum úti á landi en var hjá ömmu sinni og hafði skroppið heim að horfa á sjónvarpið því hún vildi horfa á eitthvað annað en amman.

Þegar hún var ein heima fékk hún sms í símann sinn frá manni sem spurði hana hvort hún væri hún og hvort hún hefði verið inni á ákveðinni heimasíðu undir x dulnefni og verið að spjalla við sig. Hún sendi til baka að svo hefði ekki verið og þá baðst hann afsökunar og sagði að einhver hefði verið þar inni og boðið honum í "heimsókn". Þetta var greinilega vanur maður, því hann var sem sé að fullvissa sig um að hún væri hún áður en hann færi heim til hennar.

Ég fæ hroll þegar ég hugsa til þess sem hefði getað gerst ef hann hefði mætt á tröppunum og tilbúinn í "slaginn".

En ég vissi ekki einu sinni að þessi síða væri til, en ég sá þegar ég fór inn á hana að það voru fjölmargir sem vissu af tilveru hennar. Ég fór þar inn undir dulnefni þeirrar sem þóttist vera dóttir mín og fékk þvílík tilboð frá einhverjum sem voru greinilega tilbúnir í kynlíf með börnum. Mér tókst að ná sambandi við manninn sem var "svikinn" um heimsóknina heim til mín og varð honum um og ó þegar hann komst að því að þetta var ekki barnið heldur mamman sem hann spjallaði við.

Við erum búin að kæra þetta atvik og er víst lang líklegast að þetta sé einhver sem þekkir hana, sem er hræðilegt til að hugsa.  Þetta er hættulegur leikur hafi þetta átt að vera grín og skrifa ég þetta blogg til að þeir sem lesa geti farið yfir þessa hluti með börnunum sínum.


mbl.is Kynlífsfíklum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl kæra GRANNA

þetta er mjög slándi frásögn og aldeilis víti til varnaðar....

Vona svo sannarlega að upp komist um sögudólgin.

Kv. Rituhöfði 12 271 Mosó

Anna Ólöf (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er algjörlea hrikalegt, rosalega yrði ég bjráluð. Ég veit að þið munduð taka vel á þessu máli og vernda hana nöfnu mína. Ég náði ekki í þig á sunnudeginum á Landsfundi, langaði að segja þér hvað mér fannst skvísan flott í Gettu betur. Knús á ykkur öll.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er full ástæða til að loka þessum síðum undir eins og lögsækja þá sem reka þær.

Hilmar Gunnlaugsson, 2.5.2009 kl. 14:54

4 identicon

Hilmar: Þá værir þú að hengja bakara fyrir smið. Þeir sem reka viðkomandi stefnumótasíður hafa í þessu tilfelli ekki gert neitt rangt, og að kæra þá fyrir þetta tilvik væri líkt og að þú myndir kæra bifreiðarframleiðanda fyrir að Jón Jónsson ók of hratt á bíl frá þeim.

J (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:55

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þeir vita vel hvað gerist á þessum síðum og bera ábyrgðina skv. lögum J.

Hilmar Gunnlaugsson, 2.5.2009 kl. 20:02

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Mér var bent á að Pressan er búin að taka bloggið mitt og slá því upp sem frétt og DV svo eftir Pressunni og lét sem ég hefði verið í viðtali hjá Pressunni ....  hálfgerð gúrku fréttamennska verð ég að segja.

Ég undirskrika að það sem ég tel ekki síður alvarlegt í þessu öllu saman, en það er þáttur manneskjunnar sem var inni á síðunni á spjalli við manninn og sendi hann í "heimsókn" til dóttur minnar, en það er sá aðili sem líklegast þekkir til dóttur minnar, svo hræðilegt sem það nú hljómar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.5.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er því miður ekki einsdæmi Herdís, þó svo að stærsti hluti þeirra sem verður fyrir kynferðisofbeldi verði fyrir því af hálfu ættingja, sem er ekki síður óhuggulegt, börnin virðast hvergi geta verið óhult.  Sem betur fer þá slapp dóttir þín og vonandi verður hægt að sækja þennan mann til saka.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.5.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Einar Sveinn Ragnarsson

Þetta er ömurlegt að heyra að dóttir þín sé notuð af einhverjum en ég verð að segja að eftir að hafa lesið svörin við blogginu þínu hérna þá blöskrar mér.  Að Hilmari skuli detta þetta í hug finnst mér svo kjánalegt að ég á ekki orð.  Dettur helst í hug mál blaðakonunnar, eða blaðsins sem hún vann fyrir og Geira. (Svona svo að maður nefni ekki of mikið).   Ef að ég myndi nú setja inn fundardagskrá fyrir barnaklámshring eða efni sem tilheyrði svoleiðis löguðu inn á bloggið mitt, ætti þá að loka mbl.is undir eins og lögsækja eigendur?? Auðvitað er svarið nei.  Ég væri sá sakhæfi en ekki eigandinn.

Ábyrgðin er því ekki á eiganda síðunar því eflaust þarf að setja inn einhvers konar persónuupplýsingar til að geta stofnað svona auglýsingu. 

Svo er það Hrafnhildur sem vonar að hægt verði að sækja þennann "mann" til saka.  Það má vel að ég sé að bíta þetta bara svona í mig og vissulega sagði Hrafnhildur ekki "karlmann" en mig langar að benda á að þarna er greinilega einhver sem þekkir til dóttur þinnar.  Veit hvar hún á heima, hvað hún heitir, veit símanúmerið hennar, hvernig hún lítur út og á jafnvel mynd af henni ef að svo hefur verið við auglýsingu hennar á þessari síðu.  Ég vil því benda á möguleika eins og vinkonur, skólafélaga, nágranna og ættingja sem sökudólga.

Einar Sveinn Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 07:36

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Umræðan er komin í marga hringi sé ég og varð ég ótrúlega óhress með að Pressan skyldi hafa tekið bloggið mitt og sett inn sem frétt frá fyrstu hendi. Svo kom DV og át þetta upp eftir Pressunni og vitaði í viðtal pressunnar við mig.

Þetta eru margir kæruliðir, en við erum búin að kæra atvikið til að komast að því hver þetta er sem fór inn á þessa spjallsíðu og þóttist vera dóttir mín (sem hafi ekki verið þarna inni og ekkert sem tengdist henni á neinn hátt).

Maður sendi henni sms og kannaði hvort hún væri ekki hún og var tilbúinn í heimsón til 16 ára. Hann hefur ekki verið kærður sérstaklega.

Einhver rekur spjallsíðu og það alvarlegasta er að hún var sögð auglýst á leikjasíðu. Ég fór þar inn og fann það ekki, en ég læt lögregluna um þá rannsókn.

En atvikið í heild sinni veðrur rannsakað og skrifaði ég þessa færslu til að foreldrar gætu farið yfir þessa hluti með börnunum sínum. En persónulega hafði ég ekki hugmyndaflug í slíka fræðslu, því ég vissi ekki að svona síður væru til.

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.5.2009 kl. 10:48

10 Smámynd: Jón Svavarsson

Það sorglegt habð menn geta lagst lágt og reynt að þröngva sér inn á börn og unglinga, menn eiga að halda sig við sína líka og leyfa börnunum að þroskast í friði. Það er með ólíkyndum hvað svona menn sleppa alltaf annað hvort alveg eða bara með skell á handabakið.

Jón Svavarsson, 3.5.2009 kl. 15:08

11 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta átti að vera "Það er sorglegt hvað menn geta..."

Jón Svavarsson, 3.5.2009 kl. 15:10

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Skil ekki hvað þú ert að fara Einar, ég sagði mann af því að Herdís sjálf sagði frá því að þetta væri "maður" ég geri ráð fyrir því að hún hafi eitthvað fyrir sér í því.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.5.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband