Í tilefni dagsins

Til hamingju með daginn sjálfstæðismenn.

Fyrir nokkrum vikum síðan tók ég að mér á fundi hjá Sjálfstæðisfélaginu í Mosfellsbænum að leiða umhverfisverkefni og var fyrsti í átaki í kvöld. Það var gaman hjá okkur sjálfstæðismönnum við að týna rusl í móanum. Ég er farin að halda að ruslið vaxi þarna með lúpínunni, en við uppskárum við marga poka af sjoppurusli. Sannreyndi Daníel það að ruslatýnsla getur borgað sig, en hann fann vel veðraðan þúsundkall sem hefur kannski fengið óvænta ferð út um bílglugga með kókdós eða hamborgarabréfi.

x_DSC02373

Það var ýmislegt skrafað og ræddum við m.a. tímamótauppgötvun forsætisráðherra, sem var að átta sig á því núna að ríkisstjórnin stæði frammi fyrir erfiðum verkefnum. Ja ekki kom það mér á óvart, en eitthvað er þetta greinilega að verða óþægilegt fyrir stjórnarflokkana. Það er nefnilega þannig að það er ekki alltaf hægt að vera í vinsæla liðinu.

Annars er mikið á döfinni hjá okkur sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ í júní. Annað hreinsunarátak og þá með þátttöku stóra XD hópsins sem endar á fjölskyldugrillveislu og svo er það útilega.

Ég læt nokkrar myndir fylgja með, en eitthvað af fólkinu var farið þegar hópmyndin var tekin.

 x_DSC02329

Ragnheidur rikhardsdottir

x_DSC02374


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn áttatíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með OKKUR, greinilega alltaf stuð í Mosó.  Kær kveðja héðan.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband