Master disaster og jarðskjálftar 29. maí

29_mai_2009_499964

Enn skalf jörð þann 29. maí og nú í Grindavík. Við fundum skjálftann hér í Mosfellsbænum, en það var samt ekki mjög greinilegt, meira svona eins og rok.

Það er ekki að ástæðulausu að ég Íslendingurinn valdi hamfarafræðin. Nú er ég orðin master disaster og sérfræðingur í viðbrögðum sveitarfélaga eftir náttúrhamfarir og önnur samfélagsáföll. Svo er ég lögð af stað í doktorinn og verð vonandi orðin doktor disaster fyrir fimmtugt og þá búin að skoða stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og greina viðbrögð eftir hamfarir liðinna áratuga. 

Maður trúir því varla að komið sé ár frá jarðskjálftunum á Suðurlandi. Í dag er nákvæmlega ár frá því að ég sat í Öskju á ráðstefnu um stjórnun þjóðgarða og hristist ærlega þegar sá stóri reið yfir. Þá fórum við LVN rannsóknarhópurinn með lokafurð okkar,  almennar leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð og endurreisn eftir náttúruhamfarir. Í sveitarfélögunum Árborg, Ölfus og Hveragerði urðu miklar skemmdir og hefur til þessa dags verið unnið mikið og gott starf á þessum stöðum við endurreisn sveitarfélaganna eftir jarðskjálftana.

Hveragerði og Árborg samþykktu að nota leiðbeiningarnar og vann LVN hópurinn með Hveragerði við gerð sértækra leiðbeininga vegna endurreisnarstarfsins. Ég hef aðstoðað Árborg við áætlunargerðina og hafa fjölmargir komið að þeirri vinnu og eru forréttindi að vinna með Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra og því starfsfólki sem ég hef starfað með. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Það er mjög ólíkt að gera áætlun um viðbrögð fyrirfram, eða þegar hamfarir hafa orðið eins og 29. maí í fyrra og fólk er að vinna í ferlinu samhliða áætlunargerðinni.  Fyrir vikið er hægt að skrá ferlið samhliða og aðlaga að raunveruleikanum og nýta þá þekkingu sem fæst.

Mér varð hugsað til Kristínar og fjölskyldu í Grindavík áðan þegar jörð tók að skjálfa. Eins varð mér hugsað til þeirra á Suðurlandi og ekki síst þeirra sem misstu heimili sín. Ég get ekki ímyndað mér að stórir jarðskjálftar séu eitthvað sem fólk venst bara, að minnsta kosti ekki fólk sem hefur séð skemmdir og skelfingu sem slíkar hamfarir geta valdið. En það er hægt að undirbúa sig fyrir slíka atburði og veit ég að sveitarfélögin á Suðurlandi eru betur undirbúin nú, en þau voru fyrir jarðskjálftana 2000 og afmælisskjálftana 29. maí 2008. 


mbl.is Jörð skalf við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband