Með blóðbragð í munninum eftir prófkjör

crop_260x

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi fékk afgerandi kosningu í fyrsta sæti i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fór í gær. Hún hlaut 707 atkvæði í fyrsta sætið og sá sem lenti í öðru sæti fékk 330 atkvæði í fyrsta og annað sæti.

Hjartanlega til hamingju með sigurinn frú bæjarstjóri.

Frábær þátttaka var í prófkjörinu. 72,5% þeirra 1500 sem voru á kjörskrá tóku þátt og vona ég að svo verði einnig í Mosfellsbænum í prófkjörinu okkar sem fram fer í lok janúar eða byrjun febrúar. Hægt er að segja að listi Seltirninga sé nokkuð náttúrulegur fléttulisti á ferð, eða þrjár konur og fjórir karlar í sjö efstu sætunum.

Maður varð aðeins var við leiðindi út í Ásgerði í fjölmiðlum að undanförnu, en sem betur fer sér fólk í gegnum slíkt, enda er hún búin að vera virk í íþróttamálunum, hefur lengi unnið af krafti að bæjarmálunum á Nesinu og mikill reynslubolti. Vonandi fór prófkjörsbaráttan í heildina vel fram milli frambjóðenda, enda oft frekar kappsamir stuðningsmenn í spuna og niðurrifi en frambjóðendur sjálfir. Ég vona að þessum frambærilega hópi á Seltjarnarnesi beri gæfu til að ganga sem einn maður til kosningabaráttunnar vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí. 

Niðurrifsstarfsemi og skítkast út í mótframbjóðendur virðist því miður vera fylgifiskur prófkjara. Slíkt veldur sárindum eftir prófkjörin og kemur það þá eðlilega líka niður á starfinu eftir kosningar. Í mínum huga verður að hugsa þetta alla leið, enda flestir að gefa kost á sér af heilindum til að vinna að málefnum samfélagsins. Ég mun í það minnsta halda mínu striki og held í mitt lífsmottó sem er að segja ekki neitt um neinn, sem ég ekki get sagt beint við viðkomandi. Einhverjir segja eflaust að það sé nú frekar barnalegt, dæmigerð kona, að halda að hægt sé að ná árangri án þess að sýna hörku og rífa hina niður. Ég er löngu búin að gera þetta upp við mig. Ef það verður til þess að ég næ ekki þeim árangri í prófkjörum sem ég stefni að, þá verður bara að hafa það. En ég mun í það minnsta eiga auðvelt með að horfa framan í mótframbjóðendur mína, með góðri samvisku, án blóðbragðs í munninum.

Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér í prófkjörinu á Seltjarnarnesi í gær og fóru atkvæði þannig hjá sjö efstu:

1. Ásgerður Halldórsdóttir 707 atkvæði í 1. sæti

2. Guðmundur Magnússon 330 atkvæði í 1-2.sæti

3. Sigrún Edda Jónsdóttir 450 atkvæði í 1-3. sæti

4. Lárus B. Lárusson 552 atkvæði í 1-4.sæti

5. Bjarni Torfi Álfþórsson 599 atkvæði í 1-5. sæti

6. Þór Sigurgeirsson 636 atkvæði í 1.-6.sæti

7. Björg Fenger 521 atkvæði í 1-7. sæti


mbl.is Ásgerður sigraði á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki kjósandi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi en varð nú ekki vör við leiðindi í garð Ásgerðar í fjölmiðlum. Þú getur kannski bent á slíkt?

Það kom fram einhver umfjöllun um þá staðreynd að síðan hún tók við starfi bæjarstjóra hafa allir þrír framkvæmdastjórar bæjarins annað hvort sagt upp eða eru alvarlega að íhuga uppsögn. Er það ekki frétt?

Þú flokkar það hins vegar undir leiðindi og maður hlýtur að spyrja sig hvort fólk sem starfar í pólitík ætti ekki að finna sér nýjan vettvang ef það þolir ekki að störfum þess sé velt upp á eðlilegum umræðugrundvelli.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heil og sæl Guðrún

Ég var nú með hugleiðingar um prófkjör almennt. Hvað varðar leiðindi út í Ásgerði þá var ég nú meira með ekki frétt af ÍNN fréttaþætti og umræður í tengslum við það í huga, en ekki starfsmannamál á Seltjarnarnesi. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.11.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mér eru prófkjörsmál á Seltjarnarnesi ekki óskyldari en svo að ég les pistil sem fjallar um "Blóðbragð í munninum eftir prófkjör" þar með nokkurri athygli.

Sýnist þó þarna vera einhver úlfur ! úlfur ! á ferð.  

Viltu ekki vera svo væn að útskýra "blóðbragðið", eða hugsanlegt "blóðbað" í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðismanna á Nesinu aðeins nánar fyrir treggáfaðri sveitungum þínum, ágæta Herdís ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.11.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Mér sýnist ég verða að aftengja hugleiðingar mínar prófkjörinu á Seltjarnarnesi. Það vill þannig til að þetta var fyrsta prófkjörið af fjölmörgum og því var ég að velta þessu fyrir mér í dag þegar ég setti þetta niður.

Ég veit ekki nema prófkjörið á Seltjarnarnesi hafa farið vel fram og því enginn úlfur úlfur hér á ferð.

Ég tel mig ekki þurfa að útskíra neitt frekar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.11.2009 kl. 22:28

5 identicon

Ásgerður Halldórsdóttir er klárlega framtíðar varaformaður Sjálfstæðisflokksins í stað Þorgerðar Katrínar sem er líklega að syngja sitt síðasta.

Stefán (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband