Prófkjör Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fer fram 6. febrúar 2010

Jæja þá er komin dagsetning á prófkjör okkar Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ vegna sveitarstjórnar-kosninganna 2010.  Í gær auglýsti Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ er búið að auglýsa eftir framboðum til prófkjörs sem fram fer 6. febrúar 2010.

í tilkynningu frá Magnúsi Sigsteinssyni formanni kjörnefndar kemur fram að framboð skal vera bundið við flokksbundinn einstakling. Frambjóðenda ber honum að skila inn skriflegu samþykki um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Með framboði skal skila mynd af frambjóðanda á tölvutæku formi og stuttu æviágripi.

Frambjóðendur eiga að vera búsettir í Mosfellsbæ og vera kjörgengir í næstkomandi bæjarstjórnarkosningum. Hverjum frambjóðanda ber að skila inn lista með nafni 20 flokksbundinna sjálfstæðismanna sem búsettir eru í Mosfellsbæ. Enginn flokksmaður getur skrifað sem meðmælandi hjá fleiri en 7 frambjóðendum á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast hjá Sjálfstæðisfélaginu.  

Um framkvæmd prófkjörsins vísast til prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins. 

Frambjóðendum ber að skila framboðum sínum til kjörnefndar í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Háholti 23, milli klukkan 11.00 og 12.00 á gamlársdag, 31. desember.

Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar öðrum frambjóðendum eftir að framboðsfresti lýkur.

Að lokum leggur kjörnefnd ríka áherslu á að væntanlegir frambjóðendur gæti hófs í kostnaði við prófkjörið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband