Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Lögreglan sýnilegri

motmaeli

Ţađ eru hálf ömurlegar fréttir sem mađur les ađ heiman, rán, líkamsárásir, fíkniefni, ölvun viđ akstur, en lögreglan virđist vera ađ standa sig vel viđ eftirlit og um allt land og er mun sýnilegri.

Hér í Kaupmannahöfn voru mótmćli í miđbćnum gćr. Ţetta voru mest ungir krakkar sem voru ađ mótmćla og fylltist bćrinn á örskotsstundu af lögreglumönnum. Ţađ er ljóst ađ lögreglan hér í landi tekur enga áhćttu ţegar kemur til mótmćla eftir ţađ sem gerđist viđ Ungdomshuset. Lögreglan var mjög sýnileg hérna í Kaupmannahöfn í gćr og hefur líka veriđ ţađ heima. Bćđi á höfuđborgarsvćđinu og einnig á öđrum stöđum á landinu eftir breytingar á skipan lögreglumála í landinu. 

Ég er ég ekki í vafa um ađ sýnileiki skiptir miklu máli og einnig ađ upplýsa fólk um ţađ sem gerist líkt og gert var í ţessari frétt, en vítin eru svo sannarlega til ađ varast ţau. 


mbl.is Lokkađur inn í húsasund og rćndur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rigning rigning rigning

 

 

Í dag

 

Á morgun

 

Mánud.

K.höfn

17°/11° 16°/11° 18°/12°
Akureyri / / 10°/
Reykjavík / / /
New York 28°/23° 26°/23° 27°/23°
Egilsst. / / /
London 15°/12° 12°/ /

Ég hef oft sagt frá ţví ađ veđriđ er sérstakt áhugamál hjá mér. Viđ hjónin ákváđum ađ skella okkur til kóngsins könben í frí og ákvađ ég ađ skođa ekki veđurspá áđur en viđ fćrum. En ţađ rigndi í gćr ţegar viđ komum og líka í dag og ţví ákvađ ég ađ skođa framtíđarspána á mbl. Veđurspáin hljóđar upp á rigningu, rigningu og svo rigningu. En karlinn fer svo heim á ţriđjudaginn, en ég verđ á neyđarvarnafundi fram ađ helgi og er ég full bjartsýni um ađ sólin muni eitthvađ sýna sig. 

Ţetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur, nema kannski ţví ađ mađur nennir ekki ađ fara í Tívolíiđ í rigningu. Viđ fórum til ađ mynda út ađ borđa í dag, sannir Íslendingar og sátum undir regnhlíf međ teppi eins og reykingarfólkiđ. Viđ fórum líka á Strikiđ og sáum Kaupmannahafnar karnivaliđ. Ţađ var gaman ađ sjá en samt ekki eins mikiđ í ţessi atriđi lagt og áGay pride í Reykjavík, en ţarna var mikiđ af dansatriđum. Ţađ voru greinilega margir dansskólar sem tóku ţátt og fullt af glöđum dönsurum sem sýndu margir hverjir góđa takta. Ţarna sáust fjölmargar konur í efnislitlum búningum í kuldanum og liggja ţćr líklega núna undir sćng međ rautt nef, í ullarsokkum međ fjallakakó.

Dansarar í karnivali í Köben      IMG_2129    IMG_2115

IMG_2137    IMG_2132    IMG_2150 

IMG_2157     IMG_2094    IMG_2154

Elli minn í Köben


Ný ríkisstjórn tekin viđ

428886A

Ţađ var mikiđ um ađ vera á Bessastöđum í dag. Haldinn var síđasti ríkisráđsfundur fráfarandi ríkisstjórnar og lauk ţar međ farsćlu 12 ára samstarfi Sjálfstćđisflokks og Framsóknar. Síđan var haldinn fyrsti fundur hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar og tekur nokkurn tíma ađ venjast nýja munstrinu, en stjórnarsáttmálinn lofar góđu. Ţađ var sérstakt ađ horfa á ráđherra Framsóknar mćta á sinn síđasta fund og klikkađi Guđni Ágústsson ekki á tilsvörum frekar en fyrri daginn og gekk út af fundinum óbeislađur og hnakklaus ađ eigin sögn.

Einn nýr ráđherra kemur inn fyrir Sjálfstćđisflokkinn eđa Guđlaugur Ţór Ţórđarson, heilbrigđisráđherra. Sex nýir ráđherrar Samfylkingarinnar taka nú viđ embćtti eđa ţau; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráđherra, Kristján Lúđvík Möller, samgönguráđherra, Jóhanna Sigurđardóttir, félagsmálaráđherra, Össur Skarphéđinsson, iđnađarráđherra, Björgvin G. Sigurđsson, viđskiptaráđherra, og Ţórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráđherra. Fyrir eru í stjórn sem fyrr; Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráđherra, Björn Bjarnason, dómsmálaráđherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráđherra og Einar Kristinn Guđfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra.


Nýtt fólk hefur tekiđ viđ lyklavöldum í sjö ráđuneytum og Jóhanna Sigurđardóttir komin aftur í félagsmálaráđuneytiđ eftir 13 ára hlé. Ţađ verđur mjög vel fylgst međ störfum nýju ríkisstjórnarinnar nćstu árin, enda vill fólkiđ í landinu eđlilega láta verkin tala. Stjórninni hefur veriđ spáđ langlífi, en mun tíminn einn leiđa í ljós hvort ţađ gengur eftir, en ég er ađ minnsta kosti full bjartsýni.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekur viđ völdum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siglfirđing í samgöngumálin

428898A

Já merkilegt međ ţessa Siglfirđinga, ţeir eru alls stađar, eins og mađurinn sagđi um áriđ "Siglfirđingum fćkkar ekkert ţeir búa bara annars stađar." Ég hef stundum sagt ađ ţađ hafi veriđ pólitík í kalda vatninu ţví á Laugarveginum, ţessari litlu götu bjuggu auk mín, Kristján L. Möller, Sigríđur Anna Ţórđardóttir, Birkir jón Jónsson og Illugi Gunnarsson.

Ég var nokkuđ viss um ađ Kristján Lúđvík Möller yrđi ráđherra, en var ekki alveg búin ađ gera ţađ upp viđ mig hvađa ráđuneyti hann fengi. En samgönguráđuneytiđ varđ ţađ og afhenti Sturla Böđvarsson honum lyklavöldin í dag. Hann Kristján er líka ráđherra sveitarstjórnamála eftir breytingar, en flytjast sveitarstjórnamálin ţangađ frá félagsmálaráđuneytinu. Hann hefur góđa reynslu af sveitarstjórnarmálum sem mun nýtast honum vel í nýja starfinu.


mbl.is Kristján: Samgönguráđuneytiđ skriđţungt skip
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tóm hamingja

525_stefania%20um%20rikisstjorn

Ég hlustađi á ţau Geir H. Haarde, formann Sjálfstćđisflokksins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, kynna stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Ég verđ ađ segja ađ ég er mjög sátt viđ ţađ sem ég heyrđi ţar og fékk stađfestingu á ţví sem ég nefndi á bloggi mínu í gćr međ velferđarstjórnina. Ég er ekki hissa á ţví vegna áherslna beggja flokka fyrir kosningar og ţví enginn ágreiningur ţar. Ég var líka mjög ánćgđ međ ađ halda á áfram ađ lćkka skatta á einstaklinga og fyrirtćki og jafnframt taka á stimpilgjöldunum og afnema ţau á kjörtímabilinu, taka á tekjutengingum og óbeinum sköttum og aukin ađstođ viđ einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lágar tekjur. Guđlaugur Ţór fćr verđug verkefni ný rekstrarform, og kostnađargreiningu á heilbrigđisţjónunni og ţónokkrar jákvćđar breytingar ţar sýnist mér. Evrópumálin voru afgreidd snyrtilega og verđur haldiđ áfram ađ leggja áherslu á EES og ţví ađ fylgjast međ ţróun mála í álfunni. Ekkert ađ ţví í sjálfu sér. Ég er líka ánćgđ međ innflytjendamálin sem og ţá miklu áherslu sem lögđ er á umhverfismál, rannsóknir og menntamál og ţótti mér afar vćnt um ţegar talađ var um áframhaldandi, en ekki eins og ónefndir flokkar töluđu í kosningabaráttunni eins og veriđ vćri ađ hefja ţessa stórsókn núna, enda höfum viđ veriđ ađ vinna ađ öllum ţessum málaflokkum af krafti á liđnum árum.

Ţegar á heildina er litiđ er ég mjög ánćgđ međ ţessa stefnuyfirlýsingu og lít bjartsýn fram á veginn og sé ekki annađ en framundan séu bjartir tímar fyrir okkur Íslendinga.

,,Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar - Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar 2007

Ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar endurspeglar sögulegt samstarf tveggja stćrstu stjórnmálaflokka landsins. Ţessir flokkar hafa einsett sér ađ mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikiđ efnahagslíf, öfluga velferđarţjónustu, bćttan hag heimilanna og aukna samkeppnishćfni atvinnulífsins. Ríkisstjórnin mun áfram kappkosta ađ virkja kraftinn í menningarlífi landsmanna ţví ađ menning er í senn vaxandi atvinnugrein, aflvaki nýsköpunar og mikilvćgur hluti af sjálfsmynd ţjóđarinnar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á ađ jafnrétti í reynd verđi leiđarljós í allri stefnumótun hennar og stefnir ađ ţví ađ skapa jöfn tćkifćri allra landsmanna, óháđ kyni, búsetu, uppruna og félagslegri stöđu. Árangur og hagsćld undanfarinna ára hefur skapađ tćkifćri til enn frekari framfara og Ísland á ađ vera áfram í fararbroddi ţeirra ţjóđa sem búa viđ best lífskjör. Málefni yngstu og elstu kynslóđanna eru forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hún mun leggja áherslu á ađ auka jöfnuđ međ ţví ađ bćta kjör ţeirra hópa sem standa höllum fćti. Hún mun vinna ađ víđtćkri sátt í samfélaginu um ađgerđir á sviđi efnahags- og félagsmála, um náttúruvernd og auđlindanýtingu og stöđu Íslands í samfélagi ţjóđanna. Ríkisstjórnin mun leitast viđ ađ eiga gott samstarf viđ alla flokka á Alţingi og standa vörđ um sjálfstćđi Alţingis og eftirlitshlutverk ţess.

Traust og ábyrg efnahagsstjórn

Kraftmikiđ efnahagslíf er forsenda ţess ađ hćgt sé ađ halda áfram uppbyggingu í menntamálum, samgöngumálum og í heilbrigđis- og félagsmálum. Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er ađ tryggja stöđugleika í efnahagslífinu í ţágu heimila og atvinnulífs. Markmiđ hagstjórnarinnar er ađ tryggja lága verđbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvćgi í utanríkisviđskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöđu ríkissjóđs. Stórframkvćmdir, skattkerfisbreytingar og ađrar hagstjórnarađgerđir verđa tímasettar í ljósi ţessara markmiđa. Tryggja verđur ađ íslensk fyrirtćki búi viđ bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrđi sem völ er á. Mikilvćgt er ađ rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtćkja tryggi vöxt ţeirra og lađi ađ starfsemi erlendis frá. Settur verđi á laggirnar samráđsvettvangur milli ríkisins, ađila vinnumarkađarins og sveitarfélaga um ađgerđir og langtímamarkmiđ á sviđi efnahags-, atvinnu- og félagsmála.

Kraftmikiđ atvinnulíf

Íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mćli af ţekkingarsköpun og útrás. Samstarf atvinnulífsins og íslensku háskólanna er lykill ađ bćttum árangri og nýsköpun í atvinnurekstri. Ríkisstjórnin mun styđja menningu og listir sem mikilvćgan hluta af ađdráttarafli landsins og vaxandi uppsprettu útflutningstekna. Íslensk fyrirtćki eru í harđnandi samkeppni viđ erlend fyrirtćki, bćđi heima og heiman, og á nćstu árum mun hugvit og tćkni- og verkţekking ráđa úrslitum um velgengni íslenskra fyrirtćkja. Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrđi fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtćkja, m.a. međ ađgerđum til ađ efla hátćkniiđnađ og starfsumhverfi sprotafyrirtćkja, svo sem međ eflingu Rannsóknasjóđs og Tćkniţróunarsjóđs. Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á undanförnum árum felst međal annars aukiđ vćgi ýmiss konar alţjóđlegrar ţjónustustarfsemi, ţar á međal fjármálaţjónustu. Ríkisstjórnin stefnir ađ ţví ađ tryggja ađ slík starfsemi geti áfram vaxiđ hér á landi og sótt inn á ný sviđ í samkeppni viđ önnur markađssvćđi og ađ útrásarfyrirtćki sjái sér áfram hag í ađ hafa höfuđstöđvar á Íslandi. Áhersla verđur lögđ á ađ efla Fjármálaeftirlitiđ til ţess ađ íslenski fjármálamarkađurinn njóti fyllsta trausts. Tímabćrt er ađ leysa úr lćđingi krafta einkaframtaksins svo ađ íslensk sérţekking og hugvit fái notiđ sín til fulls í útrás orkufyrirtćkja. Mikilvćgt er ađ heilbrigđ samkeppni og eđlileg verđmyndun ţrífist á öllum sviđum atvinnulífsins og ađ neytendur njóti góđs af ţeirri samkeppni. Efla skal samkeppniseftirlit í ţví skyni. Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvćgi öflugs landbúnađar og hágćđaframleiđslu á matvćlum í landinu. Unniđ verđi ađ endurskođun landbúnađarkerfisins međ ţađ fyrir augum ađ auka frelsi, bćta stöđu bćnda og lćkka verđ til neytenda. Tryggja skal stöđugleika í sjávarútvegi. Gerđ verđur sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu viđ stjórn fiskveiđa og áhrifum ţess á ţróun byggđa. 

Hvetjandi skattaumhverfi

Stefnt skal ađ frekari lćkkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, međal annars međ hćkkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna ađ endurskođun á skattkerfi og almannatryggingum til ađ bćta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Fyrirtćki skulu búa viđ stöđugt og örvandi skattaumhverfi. Á kjörtímabilinu verđur leitađ leiđa til ađ lćkka frekar skatta á fyrirtćki. Ţá skal stefnt ađ ţví ađ umhverfisţćttir fái aukiđ vćgi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virđisaukaskatts, verđi endurskođađ. Stimpilgjald í fasteignaviđskiptum verđi afnumiđ á kjörtímabilinu ţegar ađstćđur á fasteignamarkađi leyfa.

Markviss ríkisrekstur

Unniđ verđi ađ einföldun og nútímavćđingu stjórnsýslunnar, aukinni notkun á upplýsingatćkni til ađ bćta opinbera ţjónustu, auka skilvirkni og einfalda samskipti milli almennings og stjórnvalda. Verkaskipting ráđuneyta verđi endurskipulögđ og ráđherrum, alţingismönnum og stjórnsýslu ríkisins settar siđareglur. Eftirlaunakjör alţingismanna og ráđherra verđi endurskođuđ og meira samrćmi komiđ á í lífeyrismálum ráđamanna og almennings. Ríkisstjórnin leggur áherslu á ađ ýtrasta ađhalds sé gćtt í rekstri hins opinbera ţannig ađ fjármunir skattgreiđenda séu nýttir sem best. Ráđdeild og varfćrni í fjármálum hins opinbera er höfuđnauđsyn og áríđandi ađ hlutur opinberrar starfsemi af ţjóđarframleiđslunni vaxi ekki umfram ţađ sem nú er. Gera skal rammafjárlög til fjögurra ára í senn. Ţar verđi sett fram meginstefna í hagstjórn, viđmiđ um tekjuöflun og útgjöld ríkissjóđs. Jafnframt verđi ţjónustuverkefnum og framkvćmdum ríkisins forgangsrađađ. Tekju- og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verđi endurskođuđ međ ţađ ađ markmiđi ađ efla sveitarstjórnarstigiđ.

Barnvćnt samfélag

Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir markvissum ađgerđum í ţágu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Í ţví skyni verđi mótuđ heildstćđ ađgerđaáćtlun í málefnum barna og ungmenna er byggist međal annars á rétti ţeirra eins og hann er skilgreindur í barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna. Tannvernd barna verđi bćtt međ gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnarađgerđum og auknum niđurgreiđslum á tannviđgerđum barna. Barnabćtur verđi hćkkađar til ţeirra sem hafa lágar tekjur og nemendur í framhaldsskólum fái stuđning til kaupa á námsgögnum. Sérstaklega verđi hugađ ađ stuđningi viđ börn innflytjenda í skólakerfinu. Jafnframt verđi aukinn stuđningur viđ langveik börn, börn međ hegđunarvandamál, geđraskanir og ţroskafrávik. Ţegar í stađ verđi gripiđ til ađgerđa til ađ vinna á biđlistum á ţví sviđi. Hugađ verđi ađ foreldraráđgjöf og -frćđslu. Forvarnastarf gegn kynferđislegu ofbeldi verđi eflt og stuđningur viđ fjölskyldur ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu, aukinn. Fćđingarorlofiđ verđi lengt í áföngum.

Bćttur hagur aldrađra og öryrkja

Ríkisstjórnin leggur áherslu á ađ styrkja stöđu aldrađra og öryrkja. Unniđ verđi ađ einföldun almannatryggingarkerfisins. Samspil skatta, tryggingabóta, greiđslna úr lífeyrissjóđum og atvinnutekna einstaklinga verđi skođađ sérstaklega til ađ tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnađar. Hrađađ verđi uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldrađa og einbýlum fjölgađ. Sólarhringsţjónusta verđi efld og einstaklingsmiđuđ ţjónusta aukin. Dregiđ verđi úr tekjutengingum og skerđingum bóta í almannatryggingakerfinu. Stefnt verđi ađ hćkkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri viđ lífeyri almannatrygginga verđi ađ fullu afnumin sem og skerđing tryggingarbóta vegna tekna maka. Skođađ verđi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóđstekjum eldri borgara skerđingum í almannatryggingakerfinu. Jafnframt skal stefnt ađ ţví ađ ríkissjóđur tryggi ellilífeyrisţegum lífeyri ađ lágmarki 25 ţúsund krónur á mánuđi frá lífeyrissjóđi. Almennt skerđingarhlutfall í almannatryggingakerfinu lćkki í 35%. Fylgt verđi eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhćfingu og nýtt matskerfi varđandi örorku og starfsgetu. Jafnframt verđi komiđ til móts viđ ţann hóp sem er međ varanlega skerta starfsgetu. Stefnt verđi ađ ţví ađ fćra ábyrgđ á lögbundinni ţjónustu viđ aldrađa og fatlađa frá ríki til sveitarfélaga.

Jafnrétti í reynd

Gerđ verđi áćtlun um ađ minnka óútskýrđan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt ađ ţví ađ hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin vill koma á samvinnu ađila vinnumarkađarins og hins opinbera um ađ leita leiđa til ađ eyđa ţessum launamun á almennum vinnumarkađi. Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum ţeirra stétta ţar sem konur eru í miklum meirihluta. Stefnt skal ađ ţví ađ jafna stöđu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöđum á vegum ríkisins. Tryggđur verđi réttur launafólks til ađ skýra frá launakjörum sínum ef ţađ svo kýs. Trúfélögum verđi veitt heimild til ađ stađfesta samvist samkynhneigđra.

Menntakerfi í fremstu röđ

Ríkisstjórnin setur sér ţađ markmiđ ađ allt menntakerfi ţjóđarinnar, frá leikskóla til háskóla, verđi í fremstu röđ í heiminum. Framfarir og hagvöxtur komandi ára verđa knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi ţjóđarinnar. Áhersla verđur lögđ á gćđi, sveigjanleika og fjölbreytni í námsframbođi ţannig ađ allir geti fundiđ nám viđ sitt hćfi. Fjölgađ verđur námsleiđum og áhersla aukin á valfrelsi nemenda og einstaklingsmiđađ nám, međal annars til ađ draga úr brottfalli nemenda á framhaldsskólaaldri. Efla skal list- og verkmenntun á öllum skólastigum og auka náms- og starfsráđgjöf. Lögđ verđur áhersla á ađ skapa ný tćkifćri til náms fyrir ţá sem hafa eingöngu lokiđ grunnskólaprófi og efla fullorđinsfrćđslu innan skólakerfis og á vinnumarkađi. Stefnt skal ađ auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstćđi skóla og minni miđstýringu. Unniđ verđi ađ lengingu og aukinni fjölbreytni í kennaranámi. Lög um Lánasjóđ íslenskra námsmanna verđi endurskođuđ međ ţađ ađ markmiđi ađ bćta kjör námsmanna enn frekar.

Örugg heilbrigđisţjónusta og vímuefnavarnir

Stefna ríkisstjórnarinnar er ađ á Íslandi sé veitt heilbrigđisţjónusta á heimsmćlikvarđa. Leggja á stóraukna áherslu á forvarnir á öllum sviđum og stuđla ađ heilbrigđari lífsháttum. Leita á leiđa til ađ lćkka lyfjaverđ og einfalda greiđsluţátttöku hins opinbera. Kostnađargreina á heilbrigđisţjónustuna og taka upp blandađa fjármögnun á heilbrigđisstofnunum ţar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Ţannig fái heilbrigđisstofnanir fjármagn í samrćmi viđ ţörf og fjölda verka. Skapađ verđi svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigđisţjónustu, m.a. međ útbođum og ţjónustusamningum, en jafnframt tryggt ađ allir hafi ađ henni jafnan ađgang, óháđ efnahag. Nauđsynlegt er ađ bregđast hart viđ aukinni vímuefnavá međ öflugri frćđslu og forvörnum, stuđningi viđ fjölskyldur í vanda, fjölbreyttum međferđarúrrćđum og hertri löggćslu. Ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á ađ međferđarúrrćđi séu nćgjanleg fyrir ţá sem ánetjast vímuefnum og tryggt sé ađ ţjónusta á ţessu sviđi sé samţćtt og markviss og gagnist öllum hópum sem á ţurfa ađ halda. Fylgja ţarf eftir áćtlunum um uppbyggingu fangelsa.

Landiđ verđi eitt búsetu- og atvinnusvćđi

Stefna skal ađ ţví ađ allir landsmenn eigi greiđan ađgang ađ menntun, atvinnu og ţjónustu óháđ búsetu og fái notiđ sambćrilegra lífskjara. Skilgreind verđi ţau störf á vegum ríkisins sem hćgt er ađ vinna án tillits til stađsetningar og ţannig stuđlađ ađ fjölgun starfa á landsbyggđinni. Í rammafjárlögum fyrir nćstu fjögur ár verđi lögđ mikil áhersla á eflingu innviđa samfélagsins á sviđi samgangna og fjarskipta. Úrbćtur í samgöngum eru lykilatriđi til ađ stuđla ađ jafnvćgi í byggđ landsins og lćkka flutningskostnađ. Styttri vegalengdir milli byggđakjarna og öruggari vegir skapa möguleika á stćrri og lífvćnlegri atvinnu- og búsetusvćđum. Ráđist verđi í stórátak í samgöngumálum og aukin áhersla lögđ á umferđaröryggi og almenningssamgöngur. Ríkisstjórnin mun beita sér sérstaklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuđborgarsvćđisins. Tryggja ber ađ landsmenn hafi allir fćri til ađ nýta sér ţá byltingu sem orđin er í gagnaflutningum. Ríkisstjórnin vill tryggja öryggi í gagnaflutningum til og frá landinu međ nýjum sćstreng og sömuleiđis ađ flutningshrađi gagna aukist í takt viđ ţá ţróun sem á sér stađ. Góđ gagnasamskipti auka mjög ađgengi ađ menntun og ţjónustu, óháđ landfrćđilegri stađsetningu, og fela auk ţess í sér tćkifćri til nýsköpunar.

Í sátt viđ umhverfiđ

Ríkisstjórnin einsetur sér ađ Ísland verđi í fararbroddi ţjóđa heims í umhverfismálum. Íslensk stjórnvöld, fyrirtćki og menntastofnanir eru í einstakri stöđu til ţess ađ láta til sín taka á alţjóđavettvangi í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauđlinda. Ríkisstjórnin stefnir ađ ţví ađ ná víđtćkri sátt um verndun verđmćtra náttúrusvćđa landsins og gera skýra áćtlun um samdrátt í losun gróđurhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin hyggst efla skógrćkt og landgrćđslu međal annars í ţeim tilgangi ađ binda kolefni í andrúmsloftinu. Einnig verđi skipulega unniđ ađ aukinni notkun vistvćnna ökutćkja, m.a. međ ţví ađ beita hagrćnum hvötum. Til ađ skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvćđa er mikilvćgt ađ ljúka rannsóknum á verndargildi ţeirra og gildi annarrar nýtingar. Sérstök áhersla verđi lögđ á ađ meta verndargildi háhitasvćđa landsins og flokka ţau međ tilliti til verndar og orkunýtingar. Stefnt verđur ađ ţví ađ ljúka vinnu viđ rammaáćtlun fyrir lok árs 2009 og leggja niđurstöđuna fyrir Alţingi til formlegrar afgreiđslu. Ţar til sú niđurstađa er fengin verđi ekki fariđ inn á óröskuđ svćđi án samţykkis Alţingis, nema rannsóknar- eđa nýtingarleyfi liggi fyrir. Nokkur svćđi, sem talin eru mikilvćg út frá verndunarsjónarmiđum af stofnunum umhverfisráđuneytisins, verđi undanskilin nýtingu og jarđrask ţar óheimilt ţar til framtíđarflokkun hefur fariđ fram í samrćmi viđ stađfestar niđurstöđur hinnar endurskođuđu rammaáćtlunar. Slík svćđi eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kverkfjöll og Torfajökull. Vatnasviđi Jökulsár á Fjöllum verđi bćtt viđ Vatnajökulsţjóđgarđinn og tryggt ađ ekki verđi snert viđ Langasjó í virkjanaskyni. Stćkkun friđlandsins í Ţjórsárverum verđi tryggđ ţannig ađ ţađ nái yfir hiđ sérstaka votlendi veranna.

Umbćtur í innflytjendamálum

Mikilvćgt er ađ stjórnvöld, atvinnulífiđ og samfélagiđ allt taki saman höndum viđ ađ berjast gegn fordómum gagnvart minnihlutahópum, hvort sem ţeir fordómar byggjast á uppruna eđa öđrum ţáttum. Unnin verđi heildstćđ framkvćmdaáćtlun í málefnum innflytjenda sem hafi ţađ markmiđ ađ betur verđi tekiđ á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og ţví auđveldađ ađ verđa virkir ţátttakendur í íslensku samfélagi og rćkta menningu sína. Tryggt verđi ađ útlendingar á vinnumarkađi njóti sambćrilega réttinda og íslenskt launafólk og ađ allar ráđningar erlends verkafólks séu í samrćmi viđ gildandi kjarasamninga. Komiđ verđi í veg fyrir félagsleg undirbođ á vinnumarkađi. Átak verđi gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Frumkvćđi í alţjóđamálum

Mannréttindi, aukin ţróunarsamvinna og áhersla á friđsamlega úrlausn deilumála verđa nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu. Ný ríkisstjórn harmar stríđsreksturinn í Írak og vill leggja sín lóđ á vogarskálar friđar í Írak og Miđausturlöndum, m.a. međ ţátttöku í mannúđar- og uppbyggingarstarfi. Íslendingar eiga ađ stefna ađ ţví ađ taka forystu í baráttunni gegn mengun hafsins og alţjóđlegu starfi til ađ bregđast viđ loftslagsbreytingum. Ađ öđru leyti byggist stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum á ţeim gildum sem legiđ hafa til grundvallar samvinnu vestrćnna lýđrćđisríkja, norrćnu samstarfi og viđleitni ţjóđa heims til ađ auka frelsi í alţjóđlegum viđskiptum. Ríkisstjórnin mun fylgja markađri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráđsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál. Ríkisstjórnin leggur áherslu á ađ allar meiriháttar ákvarđanir um utanríkismál verđi teknar í samráđi viđ utanríkismálanefnd Alţingis.

Opinská umrćđa um Evrópumál

Ríki Evrópusambandsins eru mikilvćgasta markađssvćđi Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ (EES) hefur reynst ţjóđinni vel og hann er ein af grunnstođum öflugs efnahagslífs ţjóđarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verđi grundvöllur nánari athugunar á ţví hvernig hagsmunum Íslendinga verđi í framtíđinni best borgiđ gagnvart Evrópusambandinu. Komiđ verđi á fót föstum samráđsvettvangi stjórnmálaflokka á Alţingi sem fylgist međ ţróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráđ viđ innlenda sérfrćđinga og hagsmunaađila eftir ţörfum.

Endurskođun stjórnarskrár

Haldiđ verđur áfram endurskođun á stjórnarskrá lýđveldisins. Áhersla verđur lögđ á ađ leiđa til lykta ágreining um ţjóđareign á náttúruauđlindum í ljósi niđurstöđu sérnefndar um stjórnarskrármál um ţađ atriđi á síđasta ţingi."  

 


mbl.is „Vonast til ađ ný stjórn leiđi erfiđ deilumál til lykta"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glćsilegt

Guđlaugur Ţór heilbrigđisráđherra

Guđlaugur Ţór Ţórđarson verđur heilbrigđisráđherra í nýrri Ţingvallastjórn. Ég átti alveg eins von á ţví ađ ţađ yrđu fleiri nýir ráđherrar í röđum Sjálfstćđismanna, en svo kom á daginn ađ hann verđur eini nýi ráđherrann og verđur faliđ ađ stýra ráđuneyti sem Sjálfstćđismenn hafa mikiđ rćtt um ađ undaförnu ađ mikilvćgt sé ađ fá ađ stýra.

Ţađ er ljóst er ađ hann ţarf ađ taka til hendinni í heilbrigđiskerfinu og er ég sannfćrđ um ađ nýja heilbrigđisráđherranum muni farast ţađ starf vel úr hendi á komandi árum.


mbl.is Guđlaugur Ţór: Hlakka til ađ takast á viđ verkefniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sátt

428665A

Ţá er biđin á enda og ljóst hverjir sitja í ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar.

Geir H. Haarde, forsćtisráđherra

Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráđherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráđherra
Björn Bjarnason, dómsmálaráđherra
Einar Kristinn Guđfinnsson, landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra
Guđlaugur Ţór Ţórđarson, heilbrigđisráđherra

Ég verđ ađ segja ađ ég er mjög sátt viđ ţetta val á ráđherrum og hrókeringu verkefna milli ráđuneyta. Ég átti aldrei von á ţví ađ ţađ yrđu fleiri konur í ríkisstjórninni en Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, varaformađur Sjálfstćđisflokksins. Hún verđur áfram menntamálaráđherra eins og ég var ađ vona og Árni M. Mathiesen fjármálaráđherra, sem kom mér skemmtilega á óvart, en hann vann flottan kosningasigur í Suđurkjördćminu. Nýr í ráđherraembćtti er Guđlaugur Ţór heilbrigđisráđherra og er ánćgjulegt ađ Sjálfstćđismenn hafa nú fengiđ ţađ ráđuneyti í sinn hlut eftir allt of langan tíma og er ég viss um ađ hann á eftir ađ standa sig vel sem heilbrigđisráđherra. Björn Bjarnason verđur áfram dómsmálaráđherra og veit ég ađ ţađ verđa ekki fáir sem gleđjast međ mér yfir ţví. Einar K. Guđfinnsson verđur ráđherra nýs ráđuneytis landbúnađar og sjávarútvegs sem verđa sameinuđ enda löngu tímabćr breyting og var mikiđ rćtt um slíka breytingu í kosningabaráttunni. Sturla Böđvarsson verđur forseti Alţingis og Arnbjörg Sveinsdóttir mun áfram gegna embćtti ţingflokksformanns.

En ţá ađ ráđherrum Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formađur Samfylkingarinnar verđur utanríkisráđherra og ekkert sem kom á óvart ţar, en Ágúst Ólafur Ágústsson varaformađur mun stýra innra starfi flokksins eins og Ingibjörg orđađi ţađ í viđtali í kvöld. Kristján Lúđvík Möller, Siglfirđingur verđur samgönguráđherra og var veriđ ađ grínast međ ţađ í kvöld ađ nú yrđu Héđinsfjarđargöngin tvöfölduđ, Össur Skarphéđinsson iđnađarráđherra, Ţórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráđherra, Björgvin G. Sigurđsson verđur viđskiptaráđherra og Jóhanna Sigurđardóttir  kvenskörungur og kona sem ég ber mikla virđingu fyrir verđur félagsmálaráđherra og má ţví svo sannarlega segja ađ hennar tími sé nú loksins kominn.

Nú er bara ađ bíđa eftir stjórnarsáttmálanum. Hann verđur án efa velferđarmiđađur, enda ţau mál á oddinum í kosningabaráttu beggja flokka og hćpiđ ađ um verđi ađ rćđa neina árekstra ţar. En spennandi verđur ađ vita hvernig tekiđ verđur á Evrópumálum, sem og virkjunum og fleiri málum sem ljóst er ađ flokkarnir verđa ađ semja um. En ţetta kemur allt í ljós á morgun og lítiđ annađ ađ gera en ađ bíđa.
mbl.is Ţrjár konur og ţrír karlar ráđherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veđurfrćđingar ljúga

nt_chancesnowpartlycloudy

Viđ Íslendingar erum mikil veđuráhugaţjóđ og ég ekkert undanskilin í ţví sambandi. Ţegar ég tala viđ foreldra mína á Siglufirđi ţá spyr ég ţau alltaf um veđriđ, nema náttúrulega ţegar ţađ er bongóblíđa á Sigló og pabbi verđur fyrri til ađ hringja í mig. Pabbi er mjög veđurglöggur mađur og var yfir 40 ár til sjós og ţar lengst af sem skipstjóri og líkt og međ ađra sjómenn ţurfti hann ađ stóla á sig sjálfan líkt og ađrir sjómenn í gegnum aldirnar. Ég hef gaman ađ velta veđrinu fyrir mér og er óhćtt ađ segja ađ einhćfni sé ekki orđiđ ţegar rćtt er um veđur á Íslandi.

Ég hef oft rćtt um veđuráhuga Íslendinga á ráđstefnum erlendis og eru erlendir samstarfsmenn undrandi yfir öllum ţessum áhuga og ađgengilegum upplýsingum. Ţegar ég fer síđan ađ rćđa allar náttúruhamfarirnar sem viđ getum átt von á hérna á Íslandi nćr fólk ţví ekki hvernig okkur dettur yfir höfuđ í hug ađ búa hérna á ţessu landi elds og ísa. 

Ţegar ég bjó í Ameríku ţá komst ég ađ ţví mér til mikillar undrunar ađ ţar hafđi fólk ekki áhuga á veđrinu og var slétt sama um veđurspár og ţótti allt ţetta tal um veđur og framtíđarspár algjör tímaeyđsla, ţađ vćri hvort eđ er ekkert hćgt ađ breyta veđrinu. Hér á Íslandi aftur á móti er veđriđ máliđ og ef viđ ćtlum í útilegu ţá leitum viđ bara uppi hagstćđustu veđurspána og öfugt ef viđ nennum ekki og syngjum svo bara hástöfum međ Bogomil Font lagiđ "Veđurfrćđingar ljúga" og látum sem ekkert sé. Viđ kippum okkkur heldur ekki upp viđ svona snjókomu eins núna 21. maí, getum viđ ekki bara litiđ á ţetta sem svona smá túristavetur líkt og međ Heklugosin.

 


mbl.is Esjan komin í hvítan kufl ađ nýju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samkvćmisleikurinn, hver verđur ráđherra?

428471A

Ég get ekki neitađ ţví ađ hugurinn hefur oft leitađ til Ţingvalla undanfarna daga. Ég verđ líka ađ viđurkenna ađ ég er ekki alveg búin ađ venjast ţessari mynd af ţeim Geir og Ingibjörgu Sólrúnu, en ţađ gerist örugglega međ tímanum.

Samkvćmisleikurinn, hver verđu ráđherra? er mikiđ spilađur ţessa dagana. Litiđ er til efstu manna í kjördćmum, ţeirra sem hlutu góđa kosningu, landsbyggđarsjónarmiđa, en ađ mínu mati er alveg ljóst ađ ekki verđur kynjahlutfalliđ jafnt í Ţingvallarstjórninni. Ég sá eina fćrslu ţar sem búiđ var ađ taka saman atkvćđamagn ađ baki ţingmanna og ef viđ lítum 10 efstu hjá Sjálfstćđisflokknum ţá er stađan ţessi (ţessir feitletruđu eru fyrstu ţingmenn sinna kjördćma):

 • 1. Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir 19.307 Suđvestur
 • 2. Geir H. Haarde 13.841 Reykjavík Suđur
 • 3. Guđlaugur Ţór Ţórđarson 12.760 Reykjavík Norđur
 • 4. Bjarni Benediktsson9.654 Suđvestur
 • 5. Árni M. Mathiesen 9.120 Suđur
 • 6. Björn Bjarnason 6.921 Reykjavík Suđur
 • 7. Kristján Ţór Júlíusson 6.522 Norđaustur
 • 8. Ármann Kr. Ólafsson 6.436 Suđvestur
 • 9. Guđfinna S. Bjarnadóttir 6.380 Reykjavík Norđur
 • 10. Sturla Böđvarsson5.199 Norđvestur

Hér er sami listi fyrir Samfylkinguna og eru ţessir feitletruđu oddvitar sinna kjördćma.

 1. Gunnar Svavarsson (S)12.845 Suđvestur
 2. Össur Skarphéđinsson (S)10.248 Reykjavík Norđur
 3. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)10.233 Reykjavík Suđur
 4. Björgvin G. Sigurđsson (S) 6.783 Suđur
 5. Katrín Júlíusdóttir (S) 6.423
 6. Jóhanna Sigurđardóttir (S) 5.124
 7. Ágúst Ólafur Ágústsson (S) 5.117
 8. Kristján L. Möller (S) 4.840 Norđaustur
 9. Ţórunn Sveinbjarnardóttir (S) 4.282
 10. Guđbjartur Hannesson (S) 3.793 Norđvestur

Hvernig lítur ykkar drauma Ţingvallastjórn út?


mbl.is Fundur stendur enn yfir á Ţingvöllum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Reykfylltu bakherbergin

428471A

Spennandi dagur, Uppstigningardagurinn 2007, hugsanlega ný ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar í burđarliđnum.

Ţađ var stórmerkilegt ađ horfa á Kastljósiđ áđan. Ingibjörg var ísköld í stöđunni og komst vel frá sínu og rćddi m.a. um ađ ekki hefđi komiđ til greina fyrir Vinstri grćn ađ mynda ríkisstjórn međ Framsókn. Ţađ var svo stađfest í viđtalinu viđ ţá Steingrím J. og Guđna Ágústsson, en ţegar ţeir fóru ađ rćđa stöđuna var ýmislegt sem kom fram. Steingrímur vildi senda Framsókn í endurhćfingu, en var tilbúinn ađ hleypa ţeim svo um borđ í ríkisstjórnina ţegar ţeir vćri búnir ađ ná sér. Ţeir Steingrímur og Guđni vildu báđir gefa eftir forsćtisráđherraembćttiđ til ISG. Mikiđ var rćtt um baktjaldamakk Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks og Guđni talađi um trúnađarbrest milli stjórnarflokkanna og Baugsríkiđ. En trúlega hafa ekki veriđ haldin nein kaffibođ hjá Kaffibandalaginu nýlega fyrst Ingibjörg Sólrún sagđist hafa heyrt ţađ í fyrsta skipti frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, í fjölmiđlum nú síđdegis ađ hann teldi ađ Samfylkingin ćtti ađ fá umbođ til ađ mynda vinstristjórn. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn međ Framsóknarflokki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband