Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Kæru vinkonur

sol med gleraugu

Erfiður dagur í dag! Var að kveðja kæra samstarfskonu og vinkonu í dag, hana Önnu Ingadóttur sem er að hætta og flytja til Danmerkur. Við vorum ágætar vinkonurnar í dag, sniffandi í eldhúsinu hjá Gullu, vissum ekki hvort við áttum að hlæja eða gráta, enda erfitt að kveðja góða vini. Það verður líka erfitt að kveðja hana Lindu mína Ósk sem byrjaði um leið og ég fyrir tæpum níu árum síðan og höfum við fylgst að síðan þá, en hún hættir í næstu viku. Síðan fékk ég þetta sent frá Jóhönnu, enn einni kærri sem mun kveðja okkur í haust og setti ég þetta inn fyrir ykkur stelpur og náttúrulega allar aðrar vinkonur, stóru systur mína og bloggvinkonur. 


Ég er bara eins sterk og kaffið sem ég drekk, hárspreyið sem ég nota Og vinirnir sem ég á.


Til allra kvenna sem snert hafa líf mitt. Þú ert ein af þeim!


Spanish flea

Ég fékk e-mail áðan frá krökkunum mínum. Þau voru þá búin að búa til Simson teiknimynd ásamt Kidda vini sínum og skella á youtube.com

Sjáið afraksturinn LoL http://www.youtube.com/watch?v=7I1l2qf75gM


Æi hvað ég varð glöð

Magni

Mikið varð ég glöð í morgun þegar ég las viðtalið við foreldra Magna litla sem var bjargað úr sundlauginni á Akureyri í fyrradag. Hann er eldhress og þakkar Jóni Knutsen sjúkraflutningamanni og Jónu Birnu konu hans sem er hjúkrunarfræðingur lífsbjörgina. Ég bloggaði einmitt um slysið og hvatti fólk til að fara á skyndihjálparnámskeið.

Mér þótti óborganleg frásögnin frá því þegar hann bað mömmu sína um að hringja í kennarana sína og láta vita að hann hafi dottið í vatnið og ekki komist upp úr. Þegar manna hans hváði, þá sagði sá stutti "nú þarft þú ekki að láta vita þegar þú kemst ekki í vinnuna".


mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of lítið stuð í NY

umhverfisvaen-orka

Já mann setur hljóðan, 500.000 manns. Fór að ganni inn á Hagstofuvefinn og sá að samkvæmt mannfjöldaspám verða Íslendingar bara 353.416 árið 2045 Crying


mbl.is Hundruð þúsunda án rafmagns í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúpína til uppgræðslu

lupina

Ég man þegar mamma var formaður Garðyrkjufélagsins á Siglufirði fyrir hart nær þremur áratugum, þá var farið í átak til að græða hlíðar fjallanna með Alaska lúpínu, sumum lúpínuandstæðingum til mikillar armæðu, en flestum til ánægju og yndisauka. Uppgræðslan tókst vel enda er lúpínan harðger planta sem undirbýr jarðveginn fyrir aðrar plöntur og nýtist mjög vel í uppgræðslu. Það virðist sem hægt sé að loka söndum og örfoka landi með því að nota lúpínuna og eigum við enn eftir nokkrar eyðimerkur til að græða upp hér á landi.

Eitthvað er farið að reyna að halda henni í skefjum, enda veður þessi fallega planta stjórnlaust um allt land. Neikvæðu fréttirnar eru þær, eins og kemur fram í fréttinni að í kjölfar lúpínunnar kemur skógarkerfillinn og fallegu bláu breiðurnar verði hvítar. Ég held að kerfillinn sé einmitt ástæðan fyrir hvítu skellunni sem ég var að undra mig á í Esjunni, sem lítur út eins og kalsár og er ekki fjarska fallegt að mínu mati.


mbl.is Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt að þetta væri rangt

429968B

Mér var tjáð um daginn að börn mættu fara ein í sund 8 ára og hélt ég að þetta væri einhver misskilningur hjá viðkomandi. Ég skoðaði svo málið betur og komst að því að þetta er rétt. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að senda átta ára gamalt barn eitt í sund, þau eru varla synd þessi grey.


mbl.is Börn undir 8 ára verða að vera í fylgd með ábyrgðarmanni í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hingað og ekki lengra

c_documents_and_settings_herdis_my_documents_my_pictures_0.jpg

Góð þátttaka var í göngunni gegn slysum og er ég viss um að það voru fleiri en ég sem hefðu viljað vera með en átti þess ekki kost.

Þetta er gott framtak hjá hjúkrunarfræðingunum á Landspítala háskólasjúkrahúsi sem höfðu forgöngu um að gönguna og vakti það verðskuldaða athygli. Þetta var gert til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðinni og sýna samhug og samstöðu með þeim sem slasast hafa alvarlega. Markmiðið er að vekja þjóðina til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Táknrænt var að hjúkrunarfræðingarnir báru rauðar blöðrur en sjúkraflutningamenn svartar, 31 talsins, sem tákn fyrir þá sem létust í umferðinni á síðasta ári og var þeim sleppt á áfangastað. Sorgleg staðreynd, en því miður sönn og segi ég bara líka "hingað og ekki lengra kæru ökumenn, sjúkrahúsin vilja ekki fleiri viðskiptavini".



 


mbl.is Góð þáttaka í fjöldagöngum gegn slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsfaraldur inflúensu og fuglaflensa

Ég hef verið svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari áætlanavinnu sem almannavarnadeildin leiðir. Það er ekki lítið verk að tengja saman svo marga og ólíka viðbragðsaðila eins og í þessari áætlun sem nær allt frá viðbúnaði við fuglaflensu til heimsfaraldurs inflúensu og munu þúsundir manna hafa hlutverk í heildaráætluninni og er þarft að æfa hlutverk hvers og eins líkt og gera á í haust í skrifborðsæfingunni. 

fuglar

Fólk verður að gera greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er fuglasjúkdómur sem berst á milli fugla og er möguleiki að fólk sýkist ef það er í náinni snertingu við sýkta fugla eða saur og aðra líkamsvessa (t.d. blóð eða slím). Heimsfaraldur inflúensu getur hins vegar brotist út ef fuglainflúensan stökkbreytist og fer að smitast manna á milli. 

Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um fuglaflensu og heimsfaraldur inflúensu, en þetta efni fékk ég að láni á vef landlæknisembættisins.

Fuglainflúensa

Fuglainflúensa er sjúkdómur í fuglum, orsakaður af inflúensuveirum sem eru náskyldar þeim veirum sem valda inflúensu í mönnum. Afleiðingar fuglainflúensu eru alvarlegar þegar hún greinist í alifuglabúum með gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Í stöku tilfellum berst fuglainflúensa úr fuglum í menn og veldur alvarlegum veikindum. Einungis í undartekningartilfellum og við mjög náin samskipti er vitað til að fuglainflúensa hafa smitast manna á milli.
 Lesa nánar

Heimsfaraldur inflúensu

Heimsfaraldur inflúensu verður þegar nýr inflúensuveirustofn sem almenningur hefur enga mótstöðu fyrir breiðist út um heiminn. Nýr stofn getur orðið við stökkbreytingu fuglainflúensuveiru eða við samruna fuglainflúensuveiru og inflúensuveiru A sem veldur sýkingu í mönnum. Á síðustu öld gengu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir; sá fyrsti var nefndur spánska veikin 1918-1919,  næsti heimsfaraldur sem fékk heitið Asíuinflúensan gekk yfir 1957-1958,  sá síðasti árin 1968-1969 var kenndur við Hong Kong. Talið er mögulegt að H5N1 fuglainflúensa geti orsakað næsta heimsfaraldur inflúensu með stökkbreytingu eða samruna.
 Lesa nánar


mbl.is Skrifborðsæfing vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyndihjálp bjargar mannslífum

Rauði krossinn

Enn og aftur sjáum við hvernig rétt viðbrögð bjarga mannslífi. Lífgunartilraunir skiluðu árangri og vonar maður að þessi fyrstu viðbrögð stubbsins gefi góðar vonir um að hann nái sér að fullu. Það er rétt að svona slys gerast á augabragði og gerðist slíkt atvik einnig í Lágafellslauginni í Mosfellsbæ um daginn. Þá var það ungur starfsmaður sundlaugarinnar sem blés líf í ungan dreng sem líkt og þessi var á botni svokallaðrar lendingarlaugar sem er við rennibrautirnar. Sá starfsmaður var ný búinn að fara á námskeið fyrir starfsmenn sundlauga og kunni upp á hár réttu viðbrögðin og bjargaði með því lífi barnsins.

Ég hvet alla sem eru farnir að ryðga í skyndihjálpinni eða hafa aldrei farið á námskeið að gera slíkt hið fyrsta.  Hér getur þú kannað skyndihjáparþekkingu þína.


Rauði krossinn hefur þjálfað fólk í skyndihjálp í um 80 ár og býður félagið upp á  vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og fyrirtækjastarfsmanna, bæði hvað varðar lengd og efnistök. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar.


mbl.is Sex ára dreng bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamfarir í Evrópu

Cam19

Það er ekki gott ástand  þarna í Sheffield og er enn úrhellisrigning og stormur sem gengur yfir England og Wales. Fréttir herma að þarna sé allt rafmagnslaust, vegir víða ófærir og hefur mörgum skólum verið lokað. Björgunaraðilar eru að bjarga fólki út um allt og hafa hundruð manna þurft að yfirgefa heimili sín. Það er ljóst að félagar mínir hjá breska Rauði krossinum eru örugglega að störfum núna, líkt og væri með okkur hjá Rauða krossi Íslands, ef svona neyðarástand skapaðist hér á landi.

Ég sit hér og horfi með öðru auganu á þátt um náttúruhamfarir í heiminum. Talað var um vaxandi flóðahættu í heiminum var farið yfir varnir London og var áhugavert að sjá hvernig Thames lokan og varnargarðar eru hannaðir til að verja borgina. Alltaf er samt verið að byggja íbúahúsnæði á þekktum flóðasvæðum og þar að leiðandi er bæði hættan meiri og eins er mun meiri fólksfjöldi sem þarf að takast á við vandamálið og bjarga komi til flóða. 

Ég hef líka farið á ráðstefnur þar sem Rauða kross fólk í Evrópu hefur verið að segja frá hitabylgjum og flóðum sem þessum, sem þó nokkuð hefur verið um á liðnum árum. Til að mynda var hitabylgjuna í Evrópu sumarið 2003. Í París dó 3000 manns á einni nóttu af völdum hitans og var algjört neyðarástand og ásakanir á báða bóga. Yfirvöld gagnrýnd af almenningi fyrir að grípa ekki fyrr inn í og aðvara fólk og almenningur svo ásakaður af yfirvöldum fyrir að hugsa ekki betur um aldraða ættingja sína sem varð verst úti í hitabylgjunni.


mbl.is Hundruð manna föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband