Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

Krikaskólaskóflustunguskóflur

Mynd_skoflustunga_krikaskoli_

Í gćr tókum viđ Halli, Kalli og leikskólakrakkar í Brekkukoti, sem fara í Krikaskóla á nćsta ári fyrstu skóflustungurnar ađ Krikaskóla. Ţetta var skemmtilegt og ekki var verra ađ ekki rigndi og var meira ađ segja sól, sem ekki hefur nú ekki sést mikiđ ađ undanförnu.

Ţetta var alveg yndislegt og ekki síst fyrir ţćr sakir ađ krakkarnir nutu sín í botn og fóru ţau bara nokkuđ langt međ grunninn ;). Ţrúđur skólastjóri Krikaskóla sagđi ađ ţau vćru ađ hugsa um ađ bjóđa upp á skóflustunguţjónustu í hverfinu. Ađ taka fyrstu skóflustungur ađ ţeim húsum sem byggđ verđa í Helgafellshverfi á nćstunni ... enda eiga ţau ţessar flottu skóflustunguskóflur.

Hér er einn gullmoli frá ţví í gćr.

Valtýr Elliđi, 4 ára: Ég er ađ moka.

Sólveig Kr. Bergmann: Af hverju?

valtyr_ellidi_krikaskoli_001

Valtýr Elliđi: Af ţví ég ćtla ađ byggja skóla.


mbl.is Skóli frábrugđinn öđrum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Náttúruhamfarir - hvađ svo? Vísindakaffi miđvikudaginn 24. september

Í kvöld, miđvikudaginn 24. september mun ég taka ţátt í skemmtilegum viđburđi. En  mun ég ásamt ţeim Dr. Guđrúnu Pétursdóttur forstöđumanni Stofnunar Sćmundar fróđa, Dr. Berglindi Guđmundsdóttur sálfrćđingi hjá áfallaţjónustu LSH, Ragnhildi Guđmundsdóttur og Eddu Björk Ţórđardóttur frá Miđstöđ í lýđheilsuvísindum viđ HÍ kafa ofan í snjóflóđ og undir jarđskorpuna og velta upp sálfrćđilegum áhrifum náttúruhamfara. Umrćđuefniđ er Náttúruhamfarir - hvađ svo?

Ég hvet alla til ađ mćta í vísindakaffiđ og spjalla viđ okkur stöllur og ná í einn kaffibolla í Vísindavökustelliđ. Kaffibođiđ fer fram á kaffistofu Listasafns Reykjavíkur frá kl. 20:00-21:30.

Náttúruhamfarir - hvađ svo?

Ţegar náttúruhamfarir ríđa yfir er strax brugđist viđ međ leit og björgun, áfallahjálp, opnun fjöldahjálparstöđva,  hreinsun rústa og fleiri ađgerđum. En hvađ tekur svo viđ? Hvađ ber ađ gera nćst? Hver á ađ gera ţađ? Hvernig verđur samfélaginu komiđ aftur á réttan kjöl? Hvernig mun ţolendum reiđa af? Hver eru langtíma áhrif áfalla? Hvađ er best ađ gera? Getur reynslan af fyrri áföllum kennt okkur eitthvađ um ţađ?

Ţetta er viđfangsefni Vísindakaffis Rannís sem haldiđ verđur í Listasafni Reykjavíkur miđvikudaginn 24. september 2008 kl. 20:00. Ţar koma saman fimm konur sem hafa rannsakađ frá ýmsum sjónarhornum langtíma afleiđingar náttúruhamfara og viđbrögđ viđ ţeim.

Guđrún Pétursdóttir og Herdís Sigurjónsdóttir segja frá rannsókn og greiningu á verkefnum sem sveitarfélög ţurftu ađ sinna eftir snjóflóđin á Vestfjörđum 1995 og jarđskjálftana á Suđurlandi sumariđ 2000. Edda Björk Ţórđardóttir og Ragnhildur Guđmundsdóttir segja frá rannsóknum sínum á sálrćnum og heilsufarslegum afleiđingum snjóflóđanna á Vestfjörđum 1995 og tsunami-flóđbylgjunnar í Suđaustur-Asíu 2004. Berglind Guđmundsdóttir segir frá yfirstandandi rannsókn á reynslu Sunnlendinga eftir jarđskjálftana 29. maí 2008.  Ađ auki verđur  Dr. Benedikt Halldórsson jarđeđlisfrćđingur og jarđskjálftaverkfrćđingur hjá Rannsóknarmiđstöđ Háskóla Íslands í jarđskjálftaverkfrćđi á Selfossi til stađar í salnum ef upp koma spurningar varđandi jarđskjálftana sjálfa.  

Nánar um vísindamennina:

Dr. Guđrún Pétursdóttir er dósent viđ Hjúkrunarfrćđideild H.Í. og framkvćmdastjóri Stofnunar Sćmundar fróđa um sjálfbćra ţróun og ţverfrćđilegar rannsóknir. Hún lauk BA námi í sálarfrćđi viđ HÍ, meistaraprófi í lífeđlisfrćđi viđ Oxford háskóla og doktorsprófi í taugalífeđlisfrćđi frá Háskólanum í Osló. Undanfarin 15 ár hefur hún stýrt ţverfrćđilegum rannsóknarstofnunum viđ H.Í. og fjölbreyttum rannsóknarverkefnum á ţeirra vegum.

Herdís Sigurjónsdóttir er bćjarfulltrúi í Mosfellsbć og fyrrum verkefnisstjóri neyđarvarna og neyđarađstođar hjá Rauđa krossinum. Hún er lífeindafrćđingur og stundar nú meistaranám í umhverfis- og auđlindafrćđum viđ H.Í., ţar sem hún rannsakar stjórnsýslu og viđbrögđ viđ náttúruhamförum.

Dr. Berglind Guđmundsdóttirsálfrćđingur hjá Sálfrćđiţjónustu /Áfallamiđstöđ LSH. Berglind stundar rannsóknir viđ Sálfrćđiţjónustu LSH og  Rannsóknarstofu í slysa-, ofbeldis- og bráđafrćđum á Slysa- og bráđasviđi Landspítala en ţar undir falla Áfallamiđstöđin og Neyđarmóttaka vegna kynferđislegs ofbeldis. Helsta rannsóknarverkefni Berglindar um ţessar mundir er rannsókn á áhrifum jarđskjálftans 29. maí 2008 á íbúa á Suđurlandi.

Ragnhildur Guđmundsdóttir
er doktorsnemi viđ Miđstöđ í lýđheilsuvísindum viđ Háskóla Íslands og rannsakar langtímaheilsufarsafleiđingar náttúruhamfara. Hún lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands og lýkur M.Sc. prófi í klínískri sálfrćđi, tölfrćđi og ađferđafrćđi frá Universiteit Leiden í Hollandi nú í ár, ásamt sérnámi í hugrćnni atferlismeđferđ á vegum Félags um hugrćna atferlismeđferđ og Oxford Cognitive Therapy Centre. Hún tók hluta af námi sínu og starfsţjálfun viđ Universität Basel í Sviss og hefur unniđ viđ sálfrćđimeđferđ, rannsóknir og kennslu.

Edda Björk Ţórđardóttir er framhaldsnemi viđ Miđstöđ í lýđheilsuvísindum viđ Háskóla Íslands. Hún lauk B.A. gráđu í sálarfrćđi frá Háskóla Íslands ţar sem hún rannsakađi langtímaeinkenni áfallastreituröskunar hjá ţolendum snjóflóđsins í Súđavík.

Hér er meira um Vísindavöku 2008

Í ađdraganda Vísindavöku er hellt upp á fjögur Vísindakaffi 22., 23., 24. og 25. september. Ţar kynna nokkrir af fćrustu vísindamönnum ţjóđarinnar rannsóknir sínar fyrir almenningi, og gefst fólki kostur á ađ spyrja ţá spjörunum úr. Einnig er blásiđ til teiknisamkeppni og ljósmyndasamkeppni fyrir börn og ungmenni, auk ţess sem RANNÍS veitir árlega viđurkenningu fyrir vísindamiđlun.

Vísindavaka 2008 verđur föstudaginn 26. september í Listasafni Reykjavíkur kl. 17:00-22:00. Á Vísindavöku gefst almenningi kostur á ađ hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viđfangsefnum ţeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvađ viđ sitt hćfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi og í ár er samstarfsađilum á landsbyggđinni bođiđ ađ vera međ og kynna rannsóknir og frćđi um allt land.

 


Fyrsti jafnréttisdagur Mosfellsbćjar 18. september 2008

Fjölskyldunefnd Mosfellsbćjar stendur fyrir jafnréttisţingi sem haldiđ verđur í Hlégarđi í Mosfellsbć fimmtudaginn 18. september 2008. Ţingiđ er haldiđ til heiđurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu viđ Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands.

Helga J. Magnúsdóttir fćddist 18. september 1906, en bćjarstjórn Mosfellsbćjar hefur samţykkt ađ fćđingardagur hennar verđi árlegur jafnréttisdagur í bćjarfélaginu. Á ţessu ári eru 50 ár síđan Helga settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbć. Hún lét međal annars málefni kvenna sig varđa, var formađur Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formađur Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síđan í ađalstjórn ţess og formađur 1963-1977.

 

 

Dagskrá:

13:00     Setning. Jóhanna B. Magnúsdóttir, formađur fjölskyldunefndar

13:10     Ávarp. Haraldur Sverrisson, bćjarstjóri Mosfellsbćjar

13:20     Hver var Helga J. Magnúsdóttir? Salóme Ţorkelsdóttir, fyrrverandi fulltrúi í hreppsnefnd Mosfellsbćjar, fyrrverandi alţingismađur og forseti Alţingis

13:40     Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag?  Sigurlaug Vilborg, forseti       Kvenfélagasambands Íslands

14:00    Áhrif kvenna í sveitarstjórn.  Guđrún Helga Brynleifsdóttir, bćjarfulltrúi Seltjarnarness

Fyrirspurnir

14:20    Kaffi

14:40    Hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum. Auđur Styrkársdóttir, forstöđumađur Kvennasögusafns Íslands.

15:00     Konur í verkum Halldórs Laxness. Dagný Kristjánsdóttir prófessor

15:20     Fyrirspurnir og umrćđur

15:30     Afhending jafnréttisviđurkenningar Mosfellsbćjar

15:40 -17:00       Móttaka í bođi Mosfellsbćjar


Hann pabbi minn á afmćli í dag

Pabbi, mamma, Kristín, Jóhann og Herdís Jóhann bróđir, pabbi, ég, mamma og Kristín systir

Pabbi minn, Sigurjón Jóhannsson er áttrćđur í dag, 8. september og vil ég fyrir hönd allra afkomenda sem ganga undir nafninu Sigló Group óska afa á Sigló til hamingju međ daginn.

Hann pabbi er alveg einstakur mađur. Ég er yngst og var hann viđstaddur fćđingu mína, sem var ekki algengt á ţeim tíma, en ég fćddist heima á Laugarveginum ţegar Kristín systir var sjö og Jóhann bróđir nýorđinn fimm ára. Ég hef nú alltaf veriđ pabbastelpa og ţegar pabbi kom í land ţá hékk ég í honum og ţvćldist međ honum niđur á bryggju, inn í bústađ og út um allt og voru skemmtilegar ferđirnar hjá okkur ţegar viđ fórum međ klinkiđ í sjoppuna til Matta Jóhanns til ađ spila í Rauđa kross kassanum. Pabbi á ţađ til ađ vera međ hvíta lygi, svona rétt til ađ láta fólki líđa betur. Ég man til dćmis eftir ţví ţegar ég kom heim frá Agnesi međ appelsínugult, rautt og hvítt hár, eđa kannski var ţađ ţegar ég kom burstaklippt heim, en ţađ hlógu allir ađ mér og ég varđ vođa sár og ţá kom pabbi og sagđi "ef ţetta hefđi veriđ í móđ í gamla daga hefđi ég örugglega líka veriđ svona" LoL... og ég nćstum trúđi ţví, en a.m.k. ţá leiđ mér betur á ţeirri stundu.

Ţađ er ótrúlegt hvađ pabbi hefur upplifađ miklar samfélagsbreytingar og er gaman ađ hlusta á sögurnar hans. Sögur frá ţví ađ hann var barn og unglingur í Fljótunum, frá sjómennsku, skotveiđi, mannbjörg og lífsháska. Hann bjó í Vestmannaeyjum til 5 ára aldurs, en fćddist samt á Siglufirđi ţegar amma var á ferđalagi. Svo flutti fjölskyldan í Vík ţar sem ţeir Steini ólust upp í Haganesvíkinni og sprelluđu ýmislegt saman brćđurnir og fóru svo báđir í stýrimannaskólann. Svo flutti pabbi á Siglufjörđ og ţar kynntist hann mömmu og hafa ţau búiđ ţar alla tíđ, utan viđ veturinn á Raufarhöfn. Ţá var ég fjögurra ára og pabbi var skipstjóri á togara ţar. Ţađ var viđburđarríkur vetur, viđ sigldum Austur í haugasjó og ég sat í brúnni hjá pabba og horfđi á fuglana međ gula nefiđ, alsćl á međan allir ađrir fjölskyldumeđlimir lágu í koju hund sjóveikir. En ég var ekki eins hress í annađ sinn sem hann fór međ mig á sjóinn. Ég varđ svo veik ađ hann hélt ađ ég vćri međ botlangakast og fór hann međ mig í land, mér til mikillar hrellingar og skammađist ég mín ekkert lítiđ, en trúlega var ţetta gubbupest, ţví ég hef ekki orđiđ sjóveik, hvorki fyrr né síđar.

Pabbi var stýrimađur og skipstjóri í hálfa öld og var m.a. á Margréti, Hafliđa, Elliđa og Sigluvík frá Siglufirđi, Ólaf bekk frá Ólafsfirđi og fleiri togara og skip. Hann var fiskinn karlinn og svo finnst mér alltaf mikiđ til um björgunarsögurnar og sé ég ţetta alveg fyrir mér, enda las ég ćvintýrabćkurnar sem krakki og elska spennusögur og ekki er verra ţegar ţćr enda vel. ÉG var ađ telja ţađ saman ađ pabbi hefur tekiđ ţátt í björgun á 47 mönnum. Hann stakk sér til sunds úti á rúmsjó og bjargađi einum manni sem fór fyrir borđ. Hann bjargađi tveimur í höfninni á Keflavík ásamt félaga sínum. Tók ţátt í björgun á Havfrúnni fćreysku ásamt fleirum, skútu sem fórst viđ Almenningana heima og náđu ţeir 11 manns í land viđ erfiđar ađstćđur. Svo bjargađi hann einum manni í höfninni á Ísafirđi, en sá lamdi í skipshliđina ţar sem pabbi var í koju og náđi pabbi honum upp. Pabbi var fyrsti stýrimađur á Hafliđa ţegar ţeir voru höfđu legiđ í vari í brćlu. Ţeir fóru svo út og köstuđu á svipuđum tíma og Fylkir, en ţegar pabbi ćtlađi ađ fara ađ hífa sá hann fallhlíf í fyrsta sinn, neyđarskeyti og fóru ţeir og björguđu áhöfninni. Ţar björguđu ţeir 32 manns og af ţeim voru 26 af félögum pabba, en hann hafđi sjálfur veriđ á Fylki tveimur árum áđur.

Hann pabbi elskar ađ veiđa, fiskur, selur og skotveiđar á haustin. Gćsir og rjúpur og segi ég stolt ađ ég sé af mikilli rambófjölskyldu og skal, skal, skal, bráđum ná ţví ađ fara sjálf á gćs, enda búin ađ vera međ byssuleyfi í rúm tíu ár og á alveg sjálf tvćr haglabyssur. Pabbi hefur verkađ hákarl og heima var sođin hin heimsfrćga hákarlastappa ... og var húsiđ algjörlega dauđhreinsađ á eftir. En í seinni tíđ hefur stappan veriđ gerđ "ađ heiman"  mmmmmmm, ég fć vatn í munninn bara viđ ţađ ađ hugsa um stöppuna.

Mamm og pabbi

Afi og amma á Sigló hafa veriđ gift i rúm fimmtíu ár, hálfa öld InLove, og eiga ţau nú ţrjú börn, tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Svo ekki sé nú talađ um öll skábörnin og barnabörnin ţeirra Kristínar og Dodda, strákana í Hjarđarhaga og strákana Balda og Gróu, sem allir hafa fyrir löngu fengiđ barnabarnastatus.... ţvílíkt ríkidćmi. Hann pabbi líka hvert bein í mörgum af ţeim strákum sem voru međ honum til sjós og koma enn margir í heimsókn á Laugarveginn ţegar ţeir eiga leiđ um og heilsa upp á Budda skipstjóra.

Baldi og pabbi Baldi og pabbi á gćs

 


Endurreisn samfélags eftir náttúruhamfarir, fundur í HÍ 4. september

Ţađ var hnútur í maganum í gćr ţegar Gustav nálgađist New Orleans. Ég fór ţangađ á náttúruhamfararáđstefnu fyrr á ţessu ári og sá međ eigin augum hvađ endurreisn samfélagsins ţar hefur gengiđ hćgt fyrir sig. Ţađ hefđi ţví verđ hörmulegt fyrir íbúa svćđisins ef Gustav hefđi skiliđ eftir sig "sviđna" jörđ eins og Katrín og Ríta gerđu fyrir ţremur árum síđan. Flóđvarnargarđarnir 30 héldu núna, en byggđin er undir sjávarmáli eins og flestir vita og vegna rigninga eru allar dćlur á fullu ađ dćla rigningarvatni upp úr dćldinni í ţessum skrifuđ orđum.

Nćstkomandi fimmtudag, 4. september verđur haldin opinn fundur í hátíđarsal Háskóla Íslands og verđ ég međ erindi á ţeim fundi. Ţar mun rannsóknarhópurinn sem ég hef starfađ međ síđastliđin tvö og hálft ár kynna niđurstöđur rannsókna okkar um endurreisn samfélags eftir náttúruhamfarir. Verkefniđ heitir Langtímaviđbrögđ viđ náttúruhamförum og er fyrri hluti meistaraverkefnis míns Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, partur af rannsókninni. Ég greindi ţau lög, reglugerđir og sjóđi sem gilda á neyđar og endurreisnartímum og eins samskipti og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í kjölfar náttúruhamfara. Ein afurđ rannsóknarinnar eru leiđbeiningar fyrir sveitarfélög sem viđ höfum gert, sem er áćtlun sem ţau geta stuđst viđ eftir náttúruhamfarir, en ţađ eru sveitarfélögin sem leiđa endurreisnarstarf eftir slík áföll. Hef ég veriđ ađ vinna međ sveitarfélögum á Suđurlandi eftir jarđskjálftana ţar í sumar, en ţau tóku nýttu sér ţessa vinnu okkar og hafa ađlagađ ađ sínu stjórnkerfi og var ţađ mikil og góđ reynsla.

Ég hvet alla áhugasama til ađ koma og hlusta á niđurstöđur okkar á fundinum sem hefst kl.13.15.

Stofnun Sćmundar fróđa viđ Háskóla Íslands og ráđgjafastofan Rainrace ehf

bjóđa til fundar um

Endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir

í Hátíđarsal Háskóla Íslands

fimmtudaginn 4. september 2008 kl.13:30 - 17:00.

Kynntar verđa niđurstöđur verkefnisins

Langtímaviđbrögđ viđ náttúruhamförum,

sem fjölmörg sveitarfélög, ráđuneyti, ríkisstofnanir, félagasamtök, ásamt íbúum hamfarasvćđa og sérfrćđinga á sviđi áfallastjórnunar hafa komiđ ađ. 

Međal afurđa verkefnisins eru leiđbeiningar um endurreisn, sem sveitarfélög á Suđurlandi vinna nú eftir.

Dagskrá

Setning: Guđrún Pétursdóttir, framkvćmdastjóri Stofnunar Sćmundar fróđa.

Ávarp: Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, sem jafnframt er formađur almannavarna og öryggismálaráđs.

Erindi flytja:

Ásthildur Elva Bernharđsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sólveig Ţorvaldsdóttir, kynna niđurstöđur rannsóknarinnar Langtímaviđbrögđ viđ náttúruhamförum.

Halldór Halldórsson, bćjarstjóri á Ísafirđi og formađur Sambands íslenskra sveitarfélaga og mun hann m.a. fjalla um endurreisn samfélags eftir náttúruhamfarir.

Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri ţjónustumiđstöđvar almannavarna á Suđurlandi, hann mun fjalla um starfsemi ţjónustumiđstöđvarinnar sem opnuđ var í kjölfar jarđskjálfta á Suđurlandi í maí 2008.

Ragnheiđur Hergeirsdóttir, bćjarstjóri í Árborg sem fjallar um viđbrögđ sveitarfélags eftir náttúruhamfarir.

Fundurinn er opinn og allir velkomnir

Hér er meira um verkefniđ.

Á fundinum verđur gerđ grein fyrir meginniđurstöđum verkefnisins Langtímaviđbrögđ viđ náttúruhamförum. Verkefniđ tekur á endurreisn, sem er ţáttur í starfi almannavarna sem lítiđ hefur veriđ rannsakađur til ţessa hér á landi. Niđurstöđur sýna mikilvćgi ţess ađ undirbúa markvisst endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir og önnur áföll.

Kynnt verđur afurđ verkefnisins sem eru almennar leiđbeiningar sem sveitarfélög geta nýtt sér til ađ útbúa viđbragđsáćtlun um viđbrögđ vegna neyđarađstođar og endurreisnar í kjölfar náttúruhamfara. Ráđist var í verkefniđ vegna ţess ađ reynsla af fyrri áföllum hefur sýnt ađ slíkra leiđbeininga er ţörf. Leiđbeiningarnar eru byggđar á greiningu á margţátta reynslu sem safnast hefur vegna afleiđinga snjóflóđa og jarđskjálfta hér á landi undanfarin ár, einnig á greiningu á lögum og reglum sem varđa náttúruhamfarir, úttekt á mögulegri fjárhagsađstođ til ţolenda, og upplýsingum um áfallahjálp og ađkomu hjálparsamtaka, einkum Rauđa kross Íslands.

Í leiđbeiningunum felst tillaga ađ tímabundnu starfsskipulagi sveitarfélaga í kjölfar áfalla sem hvert sveitarfélag í landinu getur notađ til ađ útbúa sértćkar leiđbeiningar fyrir sig. Hveragerđi og Árborg nýttu ţessar leiđbeiningar í notkun viđ uppbyggingu eftir jarđskjálfta 29. maí s.l. og verđur sú reynsla kynnt á fundinum.

Verkefniđ hefur veriđ unniđ sl. 2 ár í samvinnu Stofnunar Sćmundar fróđa og ráđgjafastofunnar Rainrace ehf., međ ađstođ fjölmargra sveitarfélaga, ráđuneyta, ríkisstofnana, félagasamtaka, ađ ógleymdum íbúum hamfarasvćđa og ýmsum sérfrćđingum í viđlagamálum.


mbl.is Gustav reyndist veikari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband