Bloggfćrslur mánađarins, október 2009

Siđareglur sveitarstjórnarmanna

DSC01670

Siđareglur hafa veriđ mótađar af mörgum starfsstéttum og hefur nokkuđ veriđ fjallađ um gerđ siđareglna fyrir stjórnmálamenn.

Á landsţingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008 var lýđrćđishópi sambandsins faliđ ađ gera tillögur ađ siđarreglum fyrir sveitarstjórnarmenn áriđ 2009. Ţá var mikil umrćđa um ţađ hvort lögfesta ćtti gerđ slíkra siđaregna eđa hvort sveitarstjórnum ćtti ađ vera frjálst ađ setja slíkar reglur á grundvelli leiđbeininga eđa fyrirmyndar sem sambandiđ gćfi út. Einnig var fólk líka ađ velta ţví fyrir sér hvernig málsmeđferđ ćtti ađ vera ef slíkar reglur yrđu brotnar og hvađa viđurlög ćttu ađ vera.

Í ágúst 2009 kynnti formađur nefndarinnar, Dagur B. Eggertsson, tillögur sínar á málţingi í Háskóla Íslands sem haldiđ var í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufrćđa. Málţingiđ bar yfirskriftina "Aukiđ lýđrćđi í sveitarfélögum" og ţar.

Siđareglur

  • Siđareglur eru safn leiđbeininga um rétta breytni og veita leiđsögn um hvernig bregđast skuli viđ ţegar siđferđileg álitamál koma upp í starfi.
  • Ţćr hvetja ţannig til faglegra vinnubragđa
  • Draga úr vandkvćđum viđ matskenndar ákvarđanir og auka traust á stjórnsýslu og stjórnmálum.

"Lýđrćđishópurinn mćlir međ ţví ađ í lögum verđi kveđiđ á um meginatriđi og tilgang siđareglna sveitarfélaga og ađ ráđuneyti sveitarstjórnarmála stađfesti siđareglur ţeirra á sama hátt og samţykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaga til ađ tryggja ađ siđareglur séu í samrćmi viđ ákvćđi laga."

Siđareglur

  • Mćlt er međ ţví ađ ábyrgđ vegna brota á siđareglum verđi eingöngu pólitísk en ekki lagaleg, sbr. álit umbođsmanns Alţingis.
  • Ef mál er alvarlegt og hefur valdiđ sveitarfélagi eđa almenningi skađa sé ţó eđlilegt ađ sveitarstjórn vísi máli til opinberrar rannsóknar.
  • Lýđrćđishópurinn mćlir međ ţví ađ skilyrđi um kjörgengi, sbr. 3. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, og hćfi, sbr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, verđi endurskođuđ í tengslum viđ fyrirhugađa endurskođun sveitarstjórnarlaga til ađ skerpa á ábyrgđ sveitarstjórnarmanna gagnvart íbúum.
  • Sérstök siđanefnd fyrir sveitarstjórnarstigiđ verđi sett á laggirnar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún kveđi upp leiđbeinandi álit í ágreiningsmálum.
  • Nánar verđi kveđiđ á um stöđu hennar og hlutverk í sveitarstjórnarlögum.

Sambandiđ lét á sínum tíma ţýđa siđareglur Sveitarstjórnarţings Evrópuráđsins fyrir kjörna fulltrúa á sveitar- og hérađsstjórnarstigs sem fjallađ var um á landsţingi 2006 og sendar sveitarstjórnum. Ég man ađ á ţeirri ráđstefnu kom fram ađ Reykjavíkurborg vćri búin ađ móta drög ađ siđareglum fyrir kjörna fulltrúa, sem samţykktar voru í borgarstjórn í gćr. 

Í siđareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir m.a.: "Markmiđ reglnanna er ađ skrá og skilgreina ţá háttsemi sem kjörnir fulltrúar vilja sýna af sér viđ öll sín störf. Í ţeim er m.a. fjallađ um starfsskyldur kjörinna fulltrúa, valdmörk, hagsmunaárekstra, gjafir, fríđindi og trúnađ. Međ undirskrift sinni undirgangast fulltrúarnir siđareglurnar og lýsa ţví ţar međ yfir ađ ţeir ćtli ađ hafa ţćr ađ leiđarljósi í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg."

Kópavogsbćr var ţó fyrstur allra sveitarfélaga til ađ setja siđareglur fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur í sveitarfélaginu í maí 2009. Í frétt á netsíđu Kópavogs segir m.a. um máliđ:  "Markmiđiđ međ siđareglunum er ađ skilgreina ţađ hátterni sem ćtlast er til af bćjarfulltrúum og stjórnendum í störfum ţeirra fyrir Kópavogsbć og upplýsa íbúa um ţćr kröfur sem gerđar eru til ţeirra. Samkvćmt siđareglunum ber ţeim m.a. ađ gćta almannahagsmuna og starfa fyrir opnum tjöldum á málefnalegum forsendum. Ţeir mega hvorki hvetja eđa ađstođa kjörinn fulltrúa eđa starfsmann Kópavogsbćjar viđ ađ brjóta reglurnar né beita réttindum eđa ađstöđu sem fylgja embćtti ţeirra í ţágu einkahagsmuna sinna eđa annarra. Jafnframt eru ákvćđi í siđareglunum um gjafir og fríđindi, hagsmunaárekstra, ábyrgđ í fjármálum og ţjónustu viđ almenning. "

Sveitarstjórnarmenn starfa m.a. á grundvelli lsveitarstjórnarlaga og hefur Mosfellsbćr samţykktir fyrir störf ţeirra. Ég er engu ađ síđur fylgjandi gerđ siđaregna fyrir kjörna fulltrúa og höfum viđ rćtt um gera slíkra reglur í Mosfellsbć. Á sínum tíma var ákveđiđ ađ hinkra eftir sniđmáti eđa leiđbeiningum frá lýđrćđishópi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem talađ var um ađ ćtti ađ leggja fram á ţessu ári.

Nú er búiđ ađ kynna tillögur lýđrćđishópsins sem taka til mála í bráđ og lengd og líkt og fram kom ţá eru siđareglur eru safn leiđbeininga um rétta breytni og veita leiđsögn um hvernig bregđast skuli viđ ţegar siđferđileg álitamál koma upp í starfi. Ţćr hvetja ţannig til faglegra vinnubragđa og draga úr vandkvćđum viđ matskenndar ákvarđanir og auka traust á stjórnsýslu og stjórnmálum.


Borgarar taka málin í sínar hendur

Nćrţjónusta er ţjónusta viđ íbúa, í ţeirra heimabyggđ, í ţeirra ţágu. Ég hef velt slíkri ţjónustu töluvert fyrir mér á liđnum, bćđi varđandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í tengslum viđ yfirfćrslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem og í tengslum viđ efnahagshruniđ og niđurskurđartillögur ríkis og sveitarfélaga á ţjónustu. Sveitarfélög sinna meirihluta nćrţjónustunnar heima í hérađi, en einnig eru ýmsar ríkisstofnanir á vegum ríkisins í heimabyggđ s.s. heilbrigđisţjónusta, löggćsla og kirkjan.

Ákvarđanir um skerđingu á ţjónstu geta valdiđ miklum usla og höfum viđ séđ nokkuđ af slíkum mótmćlum ađ undanförnu. Krafa um niđurskurđ á sjúkrahúsum hafa valdiđ harđvítugum deilum líkt og ég upplifđi ţegar ég var á Siglufirđi um daginn vegna uppsagnar yfirlćknis á sjúkrahúsinu í Fjallabyggđ. Um var ađ rćđa uppsögn yfirlćknis sem ţjónađ hefur byggđarlaginu í áratugi og fór sú ákvörđun illa í heimamenn. Ţeir tóku til sinna ráđa og mótmćltu harđlega. Sátt náđist og fyrri ákvörđun var breytt, yfirlćknirinn verđur áfram ađ vinna í ţágu íbúanna. 

Fleiri slík mál hafa sést ađ undanförnu. Mótmćlendur frá Reyđarfirđi mótmćltu međ búsáhöldum á Egilsstöđum og kröfđust ţess ađ fá yfirlćknirinn sinn til starfa. Ekki var ţađ vegna samdráttar heldur vegna kćru um meint misferli međ fjármuni stofnunarinnar. Eitthvađ er búiđ ađ vandrćđast međ kćruna og hafa hin ýmsu embćtti komist ađ ţví ađ máliđ sé ekki saknćmi. Fólkiđ sćtti sig ekki viđ ţetta lengur og mćtti međ potta, lúđra og skilti og krafđist réttlćtis og ţess ađ hann.

Ég ćtla ekki ađ taka afstöđu í ţessum máli varđandi sóknarprestinn á Selfossi, en ţađ eru margir ađrir sem hafa gert ţađ. Fyrst voru ţađ kćrendur, kirkjan setti hann í frí, dómstólar dćmdu hann saklausan, íbúar mótmćlti, biskup fćrđi hann til í starfi, presturinn endursendi biskupi bréfiđ og hélt fund međ stuđningsmönnum sínum sem ályktađi og vildi fá hann til starfa og núna eru íbúar búnir ađ mótmćla harđlega.

Ţađ er greinilegt ađ borgarar eru mun virkari í ţví ađ sýna afstöđu sína en áđur. Ţađ er ţannig ţegar ţjónusta fćrist nćr, ţá verđur hún persónulegri, enda kölluđ nćrţjónusta.


mbl.is Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimsfaraldur inflúensu

Mér varđ hugsađ til ţess ţegar ég lá međ svínaflensuna í síđustu viku hvađ stutt er síđan ég var nokkuđ viss um ađ kominn vćri heimsfaraldur. 

Ţann 29. apríl sl. skrifađi ég blogg "Svínaflensan lögđ af stađ í leiđangur".

Svínainflúensan virđist vera lögđ í hann um heiminn. Góđu fréttirnar eru ţćr ađ til eru lyf sem virka á svínaflensuna, ólíkt fuglaflensunni sem óttast var ađ breiddist út og búiđ er ađ fylgjast međ á liđnum árum. 

Ţađ eru mörg lönd sem hafa viđbúnađ og viđbragđsáćtlanir til ađ bregđast viđ farandi og er Ísland eitt ţeirra. Ég tók ţátt í mótun ţeirrar áćtlunar ţegar ég vann hjá Rauđa krossinum og fylgir ţví mikiđ öryggi fólgiđ í ţví ađ vita af ţví ađ ađilar eru búnir ađ móta samhćfingu og samstarf ef til faraldurs kemur. En ţetta er ţó viđráđanlegri stofn og er ég ţví bara nokkuđ björt yfir ástandinu og óttast ekki ađ heilbrigđisyfirvöld og almannavarnir ráđi ekki viđ verkefniđ ef til ţess kemur.

Hér eru frekari upplýsingar um pestina http://www.influensa.is/"

Á síđustu öld gengu ţrír heimsfaraldrar inflúensu yfir; sá fyrsti var nefndur spánska veikin 1918-1919,  nćsti heimsfaraldur sem fékk heitiđ Asíuinflúensan gekk yfir 1957-1958,  sá síđasti árin 1968-1969 var kenndur viđ Hong Kong. Ţegar fuglaflensan fór ađ ganga var taliđ mögulegt ađ H5N1 fuglainflúensan gćti orsakađ nćsta heimsfaraldur inflúensu međ stökkbreytingu eđa samruna, en ţađ reyndist verđa H1N1 sem nú gengur eins og eldur í sinu um landiđ ţessa dagana.

Á vef Landlćknis sá ég ađ ţann 11. október 2009 höfđu alls 323 einstaklingar greinst međ inflúensu A(H1N1)v 2009 á Íslandi sem stađfest var á veirufrćđideild Landspítala. Ţar af voru 171 karlar og 152 konur. Tilfelli hafa nú greinst hjá fólki međ búsetu á öllum sóttvarnaumdćmum.

Síđastliđnar tvćr vikur má sjá mikla aukningu á tilfellum sem stađfest eru međ sýnatöku ţrátt fyrir tilmćli frá ţví um miđjan ágúst (viku 33) um ađ dregiđ skyldi úr sýnatöku, sjá mynd 4. Samtímis fjölgađi sýnum sem send eru í rannsókn  og endurspeglar ţađ ađ líkindum aukinn fjölda inflúensutilfella í samfélaginu. Hlutfall sýna sem reyndust jákvćđ fyrir inflúensu A(H1N1)v 2009 hćkkađi einnig mikiđ síđustu tvćr vikur (sjá mynd 5) og má ţví álykta ađ ţeir sem fá einkenni inflúensu núna séu mjög líklega međ inflúensu A(H1N1)v 2009.

Ţetta er algjörlega í samrćmi viđ ţađ sem mađur sér í kring um sig. Mjög margir eru veikir og nú er bóluefniđ komiđ til landsins og um ađ gera fyrir ţá sem ekki ţegar hafa veikst ađ láta bólusetja sig.

m3_11_10_09

m2_11_10_09

m5_11_10_09


mbl.is Byrjađ ađ bólusetja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar ég veiktist af H1N1

DSC03941

Síđasta vika er ein af ţessum vikum sem ég á örugglega eftir ađ muna um ókomna tíđ, sem vikuna sem ég lá veik vegna H1N1, eđa svínaflensu eins og pestin er nefnd í daglegu tali manna á milli.

Ţađ eru mikil veikindi um allt og greinilegt ađ hér er inflúensufaraldur. Fyrir helgina voru yfir 20% barna í grunnskóla krakkanna minna veik og fjöldi kennara. Eins voru margir veikir í framhaldsskólanum hjá minni elstu. 

Viđ vorum ţrjú hundveik hérna heima alla síđustu viku, ég Sćdís Erla og Sturla Sćr. Ásdís var bara svona hálfveik og lá okkur til samlćtis hluta vikunnar, ţannig ađ einkennin eru greinilega eitthvađ misjöfn. Elli minn hefur trúlega fengiđ pestina seinnipart sumars, en ţá var hann međ pest sem lýsti sér eins og ţessi sem viđ hin fengum.

Pestin byrjađi međ höfuđverk og slappleika. Ég fór á Esjuna međ Hafdísi Rut vinkonu minni á laugardaginn fyrir viku síđan og var ađ vísu ekki alveg ađ ná ţví af hverju ég var svona rosalega móđ og svitnađi ótrúlega og fannst ég alveg í ömurlegu formi. En svo á sunnudeginum kom í ljós ađ trúlega var ţetta ekki dagsformiđ, eđa ekki eingöngu ađ minnsta kosti heldur trúlega pestin. Ţá var ég búin ađ vera međ ţennan höfuđverkinn í nokkra daga. Viđ Sturla fengum svo hita, beinverki og lungnakvef. Ţađ sem var ólíkt venjulegri inflúensu voru verkirnir sem viđ fengum í lungun, eđa brjósthimnuna og svona í gegnum okkur. Svo fengum viđ líka rosalega verki í bakiđ, eđa í allt brjóstbakiđ og vorum međ mikiđ ofurnćmi í húđinni. Eins fengum viđ verki í augun og náđum ekki fókus ţegar viđ vorum verst og virđist sem slímhimnan í augunum hafi heldur betur fengiđ pest.

Rúmri viku eftir ađ viđ veiktumst er Sturla Sćr enn međ hita og liggur heima. Viđ Sćdís Erla erum komnar á ról, hún eftir tćpar tvćr vikur og ég eftir rúma viku. En viđ förum varlega.

Ástćđa ţess ađ ég óskađi eftir sýnatöku er sú ađ ég er međ ofnćmi og get ekki látiđ bólusetja mig. En líkt og Haraldur sóttvarnalćknir sagđi í síđustu viku eru flestir ţeirra sem eru međ inflúensulík einkenni sýktir af H1N1, svo ég var nokkuđ viss. En ţađ var ágćtt ađ fá ţetta stađfest í dag.

Fyrir fólk sem er sćmilega hraust er H1N1 ekki ekkert til ađ hrćđast. Ţađ er mikilvćgast ađ drekka vel, reyna ađ nćrast og taka verkjalyf til ađ lćkka hita og slá á verstu verkina. Ţađ er verst fyrir ţá sem eru veikir fyrir ađ fá svona sýkingu og sjálfsagt mál fyrir ţá sem geta ađ láta bólusetja sig. Ţví fagna ég ţví ađ búiđ sé ađ flýta bólusetningum.

Ţar sem ég starfa m.a. viđ ađ gera viđbragđsáćtlanir viđ heimsfaraldri inflúensu, voru vinir mínir ađ grínast međ ađ ţetta vćri vissulega ein leiđ til ađ taka vinnuna međ sér heim ....

 


mbl.is 15 ţúsund skammtar á fimmtudag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Persónukjör - verđur ţađ prufukeyrt í sveitarstjórnarkosningunum á nćsta ári?

Ríkisstjórnin samţykkti í júní frumvörp dómsmálaráđherra um persónukjör í alţingis- og sveitarstjórnarkosningum og voru ţau send stjórnarţingflokkunum til afgreiđslu. Ég sá á málalista ríkisstjórnarinnar ađ ţetta mál er eitt af forgangsmálunum, og stefnt er ađ ţví ađ máliđ verđi afgreitt á haustţinginu. Enda var Steingrímur J. búinn ađ segja ađ hann vildi prufukeyra ţađ á sveitarstjórnarkosningunum, okkur sveitarstjórnarmönnum til mikillar hrellingar, enda hefur verulega skort á kynningu og umrćđu um máliđ.

Persónukjörskerfiđ sem er til umfjöllunar er ađ írskri fyrirmynd. Međ ţessum breytingum er hvorki hróflađ viđ listakosningu né hlutfallskosningakerfinu hér á landi og eftir sem áđur getur kjósandinn ađeins valiđ einn stjórnmálaflokk.

Ţar er lagt til ađ kjörseđillinn verđi tvískiptur. Efri hluti frambođslistans er órađađur. Eru nöfn ţeirra sem bođnir eru fram til persónukjörs rađađ í stafrófsröđ en varpa skal hlutkesti um hver skuli vera efstur. Kjósandinn getur rađađ frambjóđendum ţess lista sem ţeir merkja viđ, í ţá röđ sem ţeir vilja á svipađan hátt og tíđkast í prófkjörum.

Neđri hluta  listans skipa frambjóđendur sem bođnir eru fram međ sama hćtti og viđ ţekkjum. Geta stjórnmálaflokkar ráđiđ međ hvađa hćtti ţeir rađa listanum. Ţeir geta notađ prófkjör, forval, uppstillingu eđa hvađa leiđ sem ţeir kjósa. Fjöldi frambjóđenda getur veriđ breytilegur, allt frá ţví ađ engir séu bođnir fram í hin röđuđu sćti til ţess ađ sćtin séu fullmönnuđ.

Persónukjöriđ og röđun kjósandans á efri hluta listans hefur ţví áhrif á ţađ hvađa frambjóđendur hreppa ţau sćti sem listinn fćr í viđkomandi sveitarstjórn, en neđri hluti listans er í raun ađeins leiđbeinandi fyrir kjósandann.  Einnig sá ég ađ yfirstikanir eins og viđ ţekkjum í dag munu ekki gilda lengur.

Ţrátt fyrir ađ ţetta mál sé á dagskrá á haustţingi sýnist mér sveitarstjórnarmenn ekki ganga út frá ţví ađ ţađ verđi samţykkt fyrir kosningar nćsta vor. Persónulega sé ég ţađ sem ókost ađ hafi ekki oddvita í kosningabaráttunni, enda heyrist mér líka fólk vera ađ fara hefđbundnar leiđir í vali á lista eins og áđur og verđur fyrsta prófkjöriđ hjá Sjálfstćđisflokknum á Seltjarnarnesi haldiđ í byrjun nóvember.

Ekki hef ég á móti lýđrćđisumbótum og síđur ţví ađ kjósendur hafi meira ađ segja um röđun á listum, en ég sé ţađ bara ekki gerast međ ţessum breytingum. Ég er verulega hugsi yfir ţessum bođuđu breytingum sem mér finnst ekki hafa fengiđ nćgilega umfjöllun eđa umrćđu í samfélaginu.

Er núverandi kosningakerfi svo slćmt? Er gjörsamlega ómögulegt fyrir fólk ađ hafa áhrif á röđun fólks á lista? Er kosningaţátttaka slćm? Svariđ er nei og sýnist mér ţetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar ţví miđur fyrst og fremst vera til ađ breyta, breytinganna vegna. Af hverju var til dćmis ekki valiđ ađ ganga alla leiđ og leyfa kjósendum ađ velja á listann sinn fólk úr öllum flokkum?

Ég fór til Bandaríkjanna í sumar og var veriđ ađ kjósa til borgarstjórnar og rćddi ég kosningar viđ marga heimamenn og setti mig inn í málefnin og las leiđbeiningarnar fyrir ţá sem ćtluđu ađ kjósa. Um var ađ rćđa töluvert flókiđ ferli, enda var lítill áhugi og kosningaţátttaka drćm. Ég vona ađ ţróunin verđi ekki svona hérna á Íslandi. Hér klćđa flestir sig upp og mćta á kjörstađ og kjósa ţann flokk og fólk sem ţađ treystir til ađ vinna fyrir sig og međ sér ađ framförum í samfélaginu á hverjum tíma.

Hvernig sem međferđin verđur á persónukjörsfrumvarpinu á Alţingi ţá vona ég ađ okkur auđnist ađ hafa kosningar á Íslandi ţannig ađ kerfiđ verđi ekki svo flókiđ ađ fólk treysti sér ekki til ađ kjósa og eins hitt ađ fólk sjái tilganginn í ţví ađ kjósa.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband