Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Mun hætta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um áramótin og helga líf mitt hamfaramálum

Herdís Sigurjónsdóttir hættir í bæjarstjórn um áramótin eftir rúm 14 ára setu

Ætlar að helga líf sitt hamfaramálum

Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum nú þegar eitt og hálft ár er eftir af kjörtímabilinu. Hún mun óska lausnar fljótlega og hætta um áramótin.

„Já, það er rétt að þessi ákvörðun er  tekin nokkuð skyndilega. Ég hef verið að vinna að hamfaramálum frá því að ég byrjaði að vinna hjá Rauða krossinum seint á síðustu öld. Síðan fór ég í háskóla og tók meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum. Fjallaði meistaraverkefnið um hlutverk sveitarfélaga á neyðartímum. Útskrifaðist frá HÍ 2009 og hóf þá strax störf hjá VSÓ Ráðgjöf og m.a. við að gera neyðaráætlanir með sveitarfélögum og fyrirtækjum. Ég fór svo í námsleyfi  þaðan um síðustu áramót því ég er einnig í doktorsnámi í opinberri stjórnsýslu, en með áherslu á hamfarastjórnun.

Ég er vissulega á krossgötum. Mér bauðst að starfa hjá VSÓ Ráðgjöf, sem er frábær vinnustaður. Það eru spennandi verkefni á döfinni og eins er mér veitt svigrúm til að sinna þeim rannsóknarverkefnum sem ég hef verið að starfa að hér heima og erlendis og að ljúka við doktorsnám mitt sem fjallar um hamfaramál. Þangað stefnir hugurinn og því valdi ég þá leið.

Besti skóli sem ég hef verið í

Ég hef starfað að bæjarmálum í Mosfellsbæ í þriðjung ævi minnar eða 14 og hálft ár. Ég tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 1998, þá í 3. sæti, og tók í framhaldi sæti í í bæjarstjórn. Ég sé ekki eftir því og hefur þetta verið besti skóli sem ég hef verið í. Ég hef gaman að því að umgangast fólk og gefa af mér og fyrir slíkt fólk eru bæjarmálin og þátttaka í pólitík og félagsstörfum yfir höfuð skemmtileg. Ég hef eignast kæra vini og kunningja í öllum flokkum og einnig meðal þeirra sem starfa innan bæjarfélagsins og utan.  

Þegar ég læt af störfum um áramótin kemur Kolbrún Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi inn í minn stað, hún er mikil kjarnakona og mun klárlega láta til sín taka.

Þegar ég velti því fyrir mér þá er þetta trúlega sá besti skóli sem hægt er að hugsa sér fyrir hamfaramálin. Að þekkja innviði og skipulag samfélaga frá öllum hliðum, hlutverk kjörinna fulltrúa og embættismanna í þjónustu og samskiptum við borganana. Samskipti ríkis og sveitarfélaga, hlutverk félagasamtaka og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja. Allt þetta er lykillinn að velgengni og samhæfingu þegar kemur að stoð við fólk eftir hamfarir eða önnur samfélagsleg áföll.

Kalla Krikaskóla fjórða barnið mitt

Hvað stendur uppúr eftir öll þessi ár?

Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og þegar ég byrjaði var ég búin að vera í foreldrafélögum skóla- og grunnskóla svo auðvitað var það framtíð barnanna minna sem ýtti mér út í þátttöku. Ég er búin að starfa mikið í umhverfismálum og er þessi græna sjálfstæðiskona og er stolt af því. Eftir að sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta árið 2002 tók ég við fjölskyldunefndinni og hafa öldrunarmálin verið mér hugleikin. Það var náttúrulega óþolandi að okkar fólk þurfti að senda í hreppaflutningum um allt land. Ég verð að segja að það er góð tilfinning í dag að ganga fram hjá byggingarstað þar sem verið er að reisa hjúkrunarheimili.

Ég fyllist líka alltaf stolti þegar ég tala um skólana okkar og erum við heppin að eiga svo öflugt og frjótt skólafólk. Ég ætla ekki að eigna mér neitt, enda aðeins eitt púsl í skólasamfélaginu, en mikið óskaplega var gaman að vera formaður fræðslunefndar og ég tala nú ekki um þeirrar nefndar sem valdi stefnu og skólahús fyrir Krikaskóla. Ég kalla Krikaskóla reyndar stundum fjórða barnið mitt.

Verulega tekið til í fjármálum

Pólitíkin hefur ekki alltaf verið tóm hamingja og voru fyrstu árin erfið eftir að við Sjálfstæðismenn tókum við meirihluta, tókum við verulega til í fjármálunum og stóð Ragnheiður Ríkharðsdóttir þáverandi bæjarstjóri sig frábærlega í þeim málum. Það var rétt farið að rofa til þegar fjármálakreppan skall á heiminum og okkur í Mosfellsbæ líka. Við brugðumst skjótt við og settum saman Ráðgjafatorg, samráðsvettvang þeirra í samfélaginu sem vinna að velferð fólks bæði innan bæjarkerfisins og eins ytri samstarfsaðila s.s. Rauða krossins, kirkjunnar, heilsugæslunnar. Sá samráðsvettvangur er enn virkur, enda ekki séð fyrir endann á þeim málum ennþá og er ég ekki hress með aðgerðir ríksstjórnarinnar á þeim tíma sem liðinn er frá hruni. 

Ég er líka stolt af því að hafa tekið þátt í því sem formaður bæjarráðs að fá alla flokka að borðum til að vinna saman að því að taka á málum eftir hrun. Við unnum öll saman sem eitt, sem var að mínu mati farsælt, enda okkar sameiginlega verkefni að leita bestu leiða og sleppa pólitísku karpi. Sá tími er liðinn. Við reyndar buðum öllum flokkum upp á samstarf eftir síðustu kosningar, en það var ekki áhugi hjá Samfylkingu og Íbúahreyfingunni að fara í þá vegferð að úr varð að við héldum áfram samstarfi við Vinstri græn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé með hreinan meirihluta. Það samstarf hefur verið farsælt.

Hætti með brosi á vör

Það er náttúrulega dásamlegt að búa í Mosfellsbæ og ala hér upp börn. Það hafa verið forréttindi að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Þegar ég byrjaði í pólitíkinni þá bjuggu hér um 4000 manns, nú erum við tæplega 9000 og uppbyggingu langt frá því að vera lokið. 

Ég hætti með bros á vör, enda að fara inn í skemmtilega tíma, en samt vissulega með söknuði, enda hef ég lagt mig fram um að setja hjartað í það sem ég tek að mér. Framtíðina sér enginn fyrir en ég ber þá von í brjósti að ég hafi náð að gera gagn og bæta samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ og þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með og átt samskipti við á þessum tíma fyrir allt og allt,“ segir Herdís að lokum.

Viðtal sem birtist í Mosfellingi, bæjarblaði Mosfellinga 29. nóvember 2012

22436_230153114805_3037082_n.jpg

22436_223135909805_979159_n.jpg

22436_223135889805_1727570_n.jpg

22436_230144249805_36508_n.jpg

17336_214559479805_4898321_n.jpg

22436_223135874805_5742053_n.jpg

17336_214566409805_5081387_n.jpg

22436_223135864805_2997393_n.jpg

  22436_230168264805_3757640_n.jpg

3350_1139170753274_4484205_n.jpg

22436_230160139805_3688642_n.jpg

17336_214566399805_7582585_n.jpg

                                                           

Viðtal í Mosfellingi 29. nóvember 2012

Ætlar að helga líf sitt hamfaramálun

Herdís Sigurjónsdóttir hættir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eftir rúmlega 14 ára setu

Umfjöllun á mbl.is frá 29. nóvember 2012

Pólitíkin góður skóli fyrir hamfaramál

Umfjöllun dv.is frá29. nóvember 2012

Herdís hættir til að snúa sér að hamförum

Hættir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og ætlar að eyða meiri tíma í rannsóknir á hamfaramálum.

Áskorun til uppbyggingar - Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun

Var að koma af fréttamannafundi um átak Mosfellsbæjar í sölu atvinnulóða. Þar voru fulltrúar Mosfellsbæjar og Ístaks að kynna fyrsta flokks atvinnulóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar.

Hér má sjá nánari upplýsingar um þau svæði sem um ræðir.

desjamyri.png

 

 

 

 

 

 

Féttatilkynning vegna málsins:

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti valkostur þeirra sem eru með uppbyggingu í huga. Bærinn mun einnig bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna og sanngjarna skilmála. Þetta er í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slík kjör.

„Það er von okkar að með því að koma á móts við atvinnurekendur og fjárfesta með þessum hætti muni hjól atvinnulífsins fara að snúast og að áframhaldandi uppbygging í bænum komi íbúum Mosfellsbæjar til góða,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.+

Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar við Sunnukrika sem er nýtt svæði undir atvinnustarfsemi í hjarta Mosfellsbæjar og liggur við Vesturlandsveg. Hins vegar á athafnasvæði við Desjamýri í útjaðri bæjarins næst höfuðborginni.

Átta þúsund fermetrar – 2,5 milljarðar
Í Mosfellsbæ stendur nú þegar yfir mikil uppbygging. Fjórar stórar byggingarframkvæmdir eru nú í gangi. 30 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu við Langatanga og þar verður hafin starfsemi á næsta ári. Verið er að innrétta Þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Eirhamra og verður hún einnig tekin í notkun á næsta ári. Bygging framhaldsskóla við Háholt er í fullum gangi og áætlað er að húsið verði tilbúið snemma á árinu 2014. Íþróttahús undir fimleika og bardagaíþróttir á íþróttasvæðinu við Varmá er í útboðsferli og munu framkvæmdir hefjast af fullum krafti eftir áramótin. Þessar framkvæmdir eru samtals ríflega 8 þúsund fermetrar og áætlað er að fjárfesting við þær nemi um 2,5 milljörðum króna.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012
Sjá nánar: www.mos.is
Aldís Stefánsdóttir
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, Mosfellsbæ
Sími . 525 6708/691 1254 email, aldis@mos.is


Að treysta fólki - to trust or not to trust

679865_4493359525897_1299940964_o.jpg

Regla númer eitt er að tala ekki illa um fólk og eins legg ég mig fram um að segja ekki neitt um fólk sem ég get ekki sagt beint við viðkomandi. Regla númer tvö er svo að treysta fólki, alveg þangað til annað kemur í ljós. Hef svo sem oft brennt mig á þessu, en held mig við það eigu að síður enda tilgangslaust að eyða tíma og orku í að vantreysta öllum og öllu í kring um mig. Það er bara ekki ég.

Í lok október sl. fór ég á hamfararáðstefnu í Ameríku, með 2000 hamfarasérfræðingum. Ég var með lítið japanskt kortaveski sem hafði að geyma kreditkort og fullt af mikilvægum tengslaupplýsingum. Þessu veski týndi ég alveg sjálf, enda alltaf með fullt fang af dóti og því auðvelt fyrir lítið fallegt silkiveski að lauma sér úr töskunni. Ég sagði við fólk að ég væri alveg slök, ég væri bara alveg viss um að ég fengi það aftur. Þarna væri nú einu sinni hópur fólks sem milljónir manna um allan heim þyrftu að treysta á á neyðartímum. Ef ekki væri hægt að treysta þeim, þá hverjum?

Í morgun fékk ég veskið mitt fallega með öllu í, nema hvað.  Já sem ég segi ... eigið góðan dag :)

The english version

Rule number one is to say only things about someone that I can say directly to the person. Rule number two is to trust people. I have often burned myself, as we say in Icelandic, but I am not going to waste my time and energy to distrust everybody and everything around me. That is just not in me.

Last month I was at an IAEM Disaster conference in Orlando Florida, with 2000 disaster experts. In my bag I had little Japanese wallet, with a credit card and some other things. This wallet I lost, all by myself, and no wonder because I always have a bag full of stuff and therefore it was easy for little beautiful silk wallet to sneak out of the bag, under the table.
When I found out I had lost it I told some people that I was quite sure I would get it back.  People all over the world had to rely on this group of people in case of disasters and other emergencies.

Today I got my little wallet, with everything in it of course.  So I say … ... have a great day :)


Rýming um Reykjanesbraut - Umferð á hættu- og neyðartímum

Verkefnið Umferð á hættu- og neyðartímum á var kynnt á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu 9. nóvember 2012

Umferð á hættu- og neyðartímum
Fyrsti hluti – rýming Suðurnesja um Reykjanesbraut
Herdís Sigurjónsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ Ráðgjöf kynna.

Ágrip:

Framtíðin er óskrifað blað og erfitt að segja til um náttúruhamfarir eða aðrar ógnir við samfélagslegt öryggi. Því er mikilvægt að nýta hermilíkön til að auðvelda skipuleggjendum að sjá til fyrir hvað gæti mögulega gerst og til að hægt sé að skipuleggja viðbrögð og samhæfingu aðgerða og útbúa viðbragðsáætlanir byggðar á þeim niðurstöðum.

VSÓ Ráðgjöf hafði frumkvæði að verkefninu Umferð á hættu- og neyðartímum sem hefur það markmið að auka öryggi fólks á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu við rýmingar á hættu- og neyðartímum. Verkefnið hlaut styrk Rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar. Samstarfsaðilar eru þeir aðilar sem hafa lagalega ábyrgð á þessum málum sem eru auk Vegagerðarinnar, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnanefndir Grindavíkur, Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins og lögregluembættin á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Búið er að ljúka fyrsta áfanga verkefnisins sem lýtur að gerð hermunarlíkans fyrir Reykjanesbraut. Niðurstöður sýna helstu flöskuhálsa í vegakerfinu sem nýtast til að ákvarða hvar umferðarstjórnunar er þörf. Mislægu gatnamótin á Reykjanesbraut reyndust mjög vel við rýmingu og er því talið ráðlegt að leggja áherslu á beina flóttaumferð inn á mislæg gatnamót þar sem þau eru til staðar.
Var hermilíkan af flóttaumferð á Reykjanesbraut kynnt á fundi með almannavarnanefndum á Suðurnesjum 13. apríl sl. Kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum að gagnsemi hermilíkansins sé augljóst og fagnaði hún því að lagt hefði verið í vinnu við ð herma rýmingu Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins í framhaldinu. Þannig sé hægt að samhæfa iðbrögð allra aðila og auka líkur á því að umferð gangi áfallalaust fyrir sig komi til rýmingar svæðisins.

Markmið verkefnisins var að auka öryggi fólks á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu við rýmingar á hættu- og neyðartímum, bæði samfélagslegs- og umferðarlegs eðlis. Með verkefninu er jafnframt verið ð uppfylla lagalega skyldu opinberra aðila s.s. laga um almannavarnir nr. 82/2008, vegalög nr. 80/2008 og lögreglulög nr. 90/1996. Fyrri rannsóknir og umferðarlíkön sem unnin hafa verið af VSÓ
Ráðgjöf eru styrkur fyrir verkefnið, sem reynsla og þekking samstarfsaðila.

Framkvæmdin fólst í því að útbúa hermunarlíkan til að kanna afkastagetu Reykjanesbrautar við rýmingu Suðurnesja og möguleika á forgangsakstri við þær aðstæður. Markviss upplýsingagjöf til almennings um stöðu mála er mikilvæg við þessar aðstæður, ekki síst til þeirra sem eru úti í umferðinni og var talin þörf á að skoða hvernig best væri að standa að þeim þætti sérstaklega.
Umferðarhermunar forritið TransModeler var notað til að herma umferð á Reykjanesbraut að afleggjara við álverið í Straumsvík þar sem í skipulagi almannavarna er gert ráð fyrir lokun á svæðinu.

Notuð var raunstaða umferðar- og skipulagsmála í dag. Þar kemur fram afkastageta gatnamannvirkja og hvar helstu flöskuhálsar eru ef til rýmingar Suðurnesja kæmi.
Notaðar voru tvær sviðsmyndir við gerð hermilíkansins:
1. Rýming Suðurnesja um Reykjanesbraut þar sem nýttar yrðu sömu akstursstefnur og eru í dag.
2. Rýming Suðurnesja um Reykjanesbraut þar sem akstursstefnum væri breytt á Reykjanesbraut og allar akreinar brautarinnar nýttar til rýmingar í sömu átt.
    
Í forsendum var gert ráð fyrir þremur einstaklingum í bíl. Íbúatölur voru notaðar til að áætla fjölda bíla em þyrfti að rýma og þéttleiki byggðar var notaður til að ákvarða hversu margir bílar myndu nota hver gatnamót. Gert var ráð fyrir að rýma um 1.500 bíla frá Keflavíkurflugvelli og að Suðurstrandarvegur væri ófær.

Niðurstöður sýndu að rýmingartími fyrir öll Suðurnesin fyrir sviðsmynd 1 voru þrjár klukkustundir og 18 mínútur, en tvær klukkustundir og 24 mínútur fyrir sviðsmynd 2. Rýmingin tæki því talsvert styttri ef allar akgreinar Reykjanesbrautar yrðu nýttar til rýmingar í sömu átt, það skal þó hafa í huga að gera þarf ráð fyrir forgangsakstri í báðar áttir inn og út af svæðinu og því væri slík rýming óraunhæf, auk þess sem umferðaröryggi væri ógnað þar sem um frávik frá réttri akstursstefnu væri að ræða.

Líkanið sýndi einnig helstu flöskuhálsa í vegakerfinu sem nýst getur til að ákvarða hvar umferðarstjórnunar er þörf og hvar gæti verið heppilegt aðnota umferðarlokanir til að stýra umferð. Mislægu gatnamótin á Reykjanesbraut reyndust mjög vel í báðum sviðsmyndum og því ráðlegt að leggja áherslu á að stjórna umferð þannig að henni sé beint inn á mislæg gatnamót þar sem þau eru til staðar.

Hvað varðar upplýsingagjöf til almennings á hættu- og neyðartímum hefur mikil framþróun átt sér stað  liðnum árum. Hlutverk útvarpsstöðva er ótvírætt og ber öllum útvarpsstöðvum skv. útvarpslögum að enda út þær tilkynningar sem almannavarnir óska eftir til að veita almenningi upplýsingar þegar þörf er á. Neyðarlínan er að taka í notkun „Cell Brodcasting System" sem gerir það kleift að senda skilaboð á alla farsíma sem eru tengdir þeim sendum sem valdir eru. Þannig verður hægt að koma eiðbeiningum og boðum til íbúa og ferðamanna á hættusvæðum á fleiri tungumálum en íslensku. innig er verið að vinna að 1-1-2 smáforriti („app") fyrir snjallsíma. Þeir sem hafa slíkt forrit í síma ínum munu geta sent aðstoðarbeiðni til 1-1-2 ásamt staðsetningu.

Niðurstöður verkefnisins geta nýst sem partur rýmingaráætlunar fyrir svæðið vegna mismunandi áfalla, fjölda vegfarenda, umferðarstjórnunar og vegakerfis. Hermilíkanið getur jafnframt nýst við skipulagsvinnu ríkis og sveitarfélaga.

Hér eru kynntar niðurstöður fyrsta hluta verkefnisins. Næstu skref verkefnisins Umferð á hættu- og neyðartímum felast í því að tengja hermilíkan Reykjanesbrautar við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og leita leiða til að koma umferð í gegnum höfuðborgarsvæðið á skjótan og öruggann hátt. Ætlunin er að meta afkastagetu vegakerfisins með notkun Suðurstrandavegar, Ofanbyggðavegar, Sundabrautar ða annarra framtíðarvegatenginga á svæðinu. Leitað verður eftir aðkomu sveitarfélaga og annarra agsmunaaðila við vinnuna.

Ánægja samstarfsaðila með árangur verkefnisins og gagnsemi hermilíkansins sem er mikilvæg þar sem um er að ræða þá aðila sem bera ábyrgð á þessum málum. Verið er að útbúa verkfæri sem skipuleggjendur geta nýtt við gerð heildstæðrar rýmingaráætlunar fyrir Suðurnes og höfuðborgarsvæðið, en veitir það ekki síður möguleika á að útbúa álíka hermilíkön fyrir önnur þéttbýlissvæði til að auka öryggi íbúa þeirra svæða með sama hætti.

Hér er kynningin á verkefninu af ráðstefnu Vegagerðarinnar

Hér er hlekkur inn á frétt í kvöldfréttum RÚV 19. nóvember 2012 um verkefnið

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband