Gleðileg jól, Merry Christmas, Frohe Weihnachten, Gleðilig jól, Hyvää joulua, Joyeux Noël, Buon Natale, Glædelig jul, Feliz Navidad, God jul

Gleðileg jól, Merry Christmas, Frohe Weihnachten, Gleðilig jól, Hyvää joulua, Joyeux Noël, Buon Natale, Glædelig jul, Feliz Navidad, God jul *¨*.¸¸

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær. Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár. Kærar þakkir fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða. Annáll Rituhöfðaliðsins verður settur inn um áramótin.

Merry Christmas and happy new year dear friends and family. May the holidays refresh your spirit and bring you new inspiration and happiness.

CIMG5166

CIMG5162


Lífsreglur sem ekki eru kenndar í skólum - Rules for Students

Ég rakst á góðar lífsreglur tileinkaðar Bill Gates á Facebook, sem hann var sagður kenna unglingum í gagnfræðaskólum í Bandaríkjunum, sem ég vona að sé rétt. Reglur sem þau muni ekki læra í skólanum. Að vísu voru það 11 reglur.

Svo sá ég á netinu að reglurnar voru upphaflega 14 og fyrst setttar fram í bók eftir Charles Sykes sem hann kallaði "Dumbing Down America".

Lífsreglur

Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er slétt sama um sjálfsálit þitt, álíka og skólakerfinu. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig. Það er kannski skjokkerandi en þegar útblásið sjálfálit og raunveruleikinn hittast, kvarta krakkar yfir því að eitthvað sé óréttlátt (sjá reglu eitt).

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla, maður verður nefnilega að vinna fyrir því að verða yfirmaður.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú ferð að vinna og færð yfirmann.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er alls ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar hlutunum, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinlegir. Þau urðu svona af því að borga fyrir uppeldi þitt og skólagöngu, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þínir farið í að bjarga  regnskógunum og leysa heimsmálin, reyndu þá að taka til í herberginu þínu.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur. Þannig er það ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki eiga frí öll sumur og jól. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum frítíma!

Regla 10: Sjónvarp er ekki raunveruleiki. Í raunveruleikanum þarf fólk virkilega að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það er ekki ólíklegt að þú þyrftir að vinna hjá einhverjum af þeim í framtíðinni. THAT'S LIFE!

Rule No. 12:   Það er ekki svalt að reykja. Næst þegar þú ert á rúntinum og sérð 11 ára krakka með filterinn í munninum. Þannig lítur þú út fyrir þeim sem eru yfir tvítugt.

Rule No. 13:   Þú ert ekki ódauðlegur. Ef þú heldur að lifa hrattt og deyja ungur sé rómantískt og fallegt hefur þú auglóslega ekki komið að fálega þínum við lofthita.

Rule No. 14:   Njóttu á meðan þú getur. Foreldrar þínir geta verið óþolandi, skólinn ömurlegur og lífið glatað. En dag einn muntu átta þig á því hvað þú áttir það gott sem barn. Kannski þú ættir bara að byrja núna. Njóttu!

Rules for Students

These rules were put forth by Charles Sykes in his book "Dumbing Down America". They have floated through the Internet being attributed to Bill Gates. Most often they appear with 11 rules leaving off three that the original author had written.

Rule No. 1:   Life is not fair. Get used to it. The average teen-ager uses the phrase "It's not fair" 8.6 times a day. You got it from your parents, who said it so often you decided they must be the most idealistic generation ever. When they started hearing it from their own kids, they realized Rule No. 1.

Rule No. 2:   The real world won't care as much about your self-esteem as much as your school does. It'll expect you to accomplish something before you feel good about yourself. This may come as a shock. Usually, when inflated self-esteem meets reality, kids complain that it's not fair. (See Rule No. 1)

Rule No. 3:   Sorry, you won't make $40,000 a year right out of high school. And you won't be a vice president or have a car phone either. You may even have to wear a uniform that doesn't have a Gap label.

Rule No. 4:   If you think your teacher is tough, wait 'til you get a boss. He doesn't have tenure, so he tends to be a bit edgier. When you screw up, he's not going to ask you how you feel about it.

Rule No. 5:   Flipping burgers is not beneath your dignity. Your grandparents had a different word for burger flipping. They called it opportunity. They weren't embarrassed making minimum wage either. They would have been embarrassed to sit around talking about Kurt Cobain all weekend.

Rule No. 6:   It's not your parents' fault. If you screw up, you are responsible. This is the flip side of "It's my life," and "You're not the boss of me," and other eloquent proclamations of your generation. When you turn 18, it's on your dime. Don't whine about it, or you'll sound like a baby boomer.

Rule No. 7:   Before you were born your parents weren't as boring as they are now. They got that way paying your bills, cleaning up your room and listening to you tell them how idealistic you are. And by the way, before you save the rain forest from the blood-sucking parasites of your parents' generation, try delousing the closet in your bedroom.

Rule No. 8:   Your school may have done away with winners and losers. Life hasn't. In some schools, they'll give you as many times as you want to get the right answer. Failing grades have been abolished and class valedictorians scrapped, lest anyone's feelings be hurt. Effort is as important as results. This, of course, bears not the slightest resemblance to anything in real life. (See Rule No. 1, Rule No. 2 and Rule No. 4.)

Rule No. 9:   Life is not divided into semesters, and you don't get summers off. Not even Easter break. They expect you to show up every day. For eight hours. And you don't get a new life every 10 weeks. It just goes on and on. While we're at it, very few jobs are interested in fostering your self-expression or helping you find yourself. Fewer still lead to self-realization. (See Rule No. 1 and Rule No. 2.)

Rule No. 10:   Television is not real life. Your life is not a sitcom. Your problems will not all be solved in 30 minutes, minus time for commercials. In real life, people actually have to leave the coffee shop to go to jobs. Your friends will not be as perky or pliable as Jennifer Aniston.

Rule No. 11:   Be nice to nerds. You may end up working for them. We all could.

Rule No. 12:   Smoking does not make you look cool. It makes you look moronic. Next time you're out cruising, watch an 11-year-old with a butt in his mouth. That's what you look like to anyone over 20. Ditto for "expressing yourself" with purple hair and/or pierced body parts.

Rule No. 13:   You are not immortal. (See Rule No. 12.) If you are under the impression that living fast, dying young and leaving a beautiful corpse is romantic, you obviously haven't seen one of your peers at room temperature lately.

Rule No. 14:   Enjoy this while you can. Sure parents are a pain, school's a bother, and life is depressing. But someday you'll realize how wonderful it was to be a kid. Maybe you should start now. You're welcome.

 


Mun hætta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um áramótin og helga líf mitt hamfaramálum

Herdís Sigurjónsdóttir hættir í bæjarstjórn um áramótin eftir rúm 14 ára setu

Ætlar að helga líf sitt hamfaramálum

Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum nú þegar eitt og hálft ár er eftir af kjörtímabilinu. Hún mun óska lausnar fljótlega og hætta um áramótin.

„Já, það er rétt að þessi ákvörðun er  tekin nokkuð skyndilega. Ég hef verið að vinna að hamfaramálum frá því að ég byrjaði að vinna hjá Rauða krossinum seint á síðustu öld. Síðan fór ég í háskóla og tók meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum. Fjallaði meistaraverkefnið um hlutverk sveitarfélaga á neyðartímum. Útskrifaðist frá HÍ 2009 og hóf þá strax störf hjá VSÓ Ráðgjöf og m.a. við að gera neyðaráætlanir með sveitarfélögum og fyrirtækjum. Ég fór svo í námsleyfi  þaðan um síðustu áramót því ég er einnig í doktorsnámi í opinberri stjórnsýslu, en með áherslu á hamfarastjórnun.

Ég er vissulega á krossgötum. Mér bauðst að starfa hjá VSÓ Ráðgjöf, sem er frábær vinnustaður. Það eru spennandi verkefni á döfinni og eins er mér veitt svigrúm til að sinna þeim rannsóknarverkefnum sem ég hef verið að starfa að hér heima og erlendis og að ljúka við doktorsnám mitt sem fjallar um hamfaramál. Þangað stefnir hugurinn og því valdi ég þá leið.

Besti skóli sem ég hef verið í

Ég hef starfað að bæjarmálum í Mosfellsbæ í þriðjung ævi minnar eða 14 og hálft ár. Ég tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 1998, þá í 3. sæti, og tók í framhaldi sæti í í bæjarstjórn. Ég sé ekki eftir því og hefur þetta verið besti skóli sem ég hef verið í. Ég hef gaman að því að umgangast fólk og gefa af mér og fyrir slíkt fólk eru bæjarmálin og þátttaka í pólitík og félagsstörfum yfir höfuð skemmtileg. Ég hef eignast kæra vini og kunningja í öllum flokkum og einnig meðal þeirra sem starfa innan bæjarfélagsins og utan.  

Þegar ég læt af störfum um áramótin kemur Kolbrún Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi inn í minn stað, hún er mikil kjarnakona og mun klárlega láta til sín taka.

Þegar ég velti því fyrir mér þá er þetta trúlega sá besti skóli sem hægt er að hugsa sér fyrir hamfaramálin. Að þekkja innviði og skipulag samfélaga frá öllum hliðum, hlutverk kjörinna fulltrúa og embættismanna í þjónustu og samskiptum við borganana. Samskipti ríkis og sveitarfélaga, hlutverk félagasamtaka og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja. Allt þetta er lykillinn að velgengni og samhæfingu þegar kemur að stoð við fólk eftir hamfarir eða önnur samfélagsleg áföll.

Kalla Krikaskóla fjórða barnið mitt

Hvað stendur uppúr eftir öll þessi ár?

Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og þegar ég byrjaði var ég búin að vera í foreldrafélögum skóla- og grunnskóla svo auðvitað var það framtíð barnanna minna sem ýtti mér út í þátttöku. Ég er búin að starfa mikið í umhverfismálum og er þessi græna sjálfstæðiskona og er stolt af því. Eftir að sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta árið 2002 tók ég við fjölskyldunefndinni og hafa öldrunarmálin verið mér hugleikin. Það var náttúrulega óþolandi að okkar fólk þurfti að senda í hreppaflutningum um allt land. Ég verð að segja að það er góð tilfinning í dag að ganga fram hjá byggingarstað þar sem verið er að reisa hjúkrunarheimili.

Ég fyllist líka alltaf stolti þegar ég tala um skólana okkar og erum við heppin að eiga svo öflugt og frjótt skólafólk. Ég ætla ekki að eigna mér neitt, enda aðeins eitt púsl í skólasamfélaginu, en mikið óskaplega var gaman að vera formaður fræðslunefndar og ég tala nú ekki um þeirrar nefndar sem valdi stefnu og skólahús fyrir Krikaskóla. Ég kalla Krikaskóla reyndar stundum fjórða barnið mitt.

Verulega tekið til í fjármálum

Pólitíkin hefur ekki alltaf verið tóm hamingja og voru fyrstu árin erfið eftir að við Sjálfstæðismenn tókum við meirihluta, tókum við verulega til í fjármálunum og stóð Ragnheiður Ríkharðsdóttir þáverandi bæjarstjóri sig frábærlega í þeim málum. Það var rétt farið að rofa til þegar fjármálakreppan skall á heiminum og okkur í Mosfellsbæ líka. Við brugðumst skjótt við og settum saman Ráðgjafatorg, samráðsvettvang þeirra í samfélaginu sem vinna að velferð fólks bæði innan bæjarkerfisins og eins ytri samstarfsaðila s.s. Rauða krossins, kirkjunnar, heilsugæslunnar. Sá samráðsvettvangur er enn virkur, enda ekki séð fyrir endann á þeim málum ennþá og er ég ekki hress með aðgerðir ríksstjórnarinnar á þeim tíma sem liðinn er frá hruni. 

Ég er líka stolt af því að hafa tekið þátt í því sem formaður bæjarráðs að fá alla flokka að borðum til að vinna saman að því að taka á málum eftir hrun. Við unnum öll saman sem eitt, sem var að mínu mati farsælt, enda okkar sameiginlega verkefni að leita bestu leiða og sleppa pólitísku karpi. Sá tími er liðinn. Við reyndar buðum öllum flokkum upp á samstarf eftir síðustu kosningar, en það var ekki áhugi hjá Samfylkingu og Íbúahreyfingunni að fara í þá vegferð að úr varð að við héldum áfram samstarfi við Vinstri græn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé með hreinan meirihluta. Það samstarf hefur verið farsælt.

Hætti með brosi á vör

Það er náttúrulega dásamlegt að búa í Mosfellsbæ og ala hér upp börn. Það hafa verið forréttindi að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Þegar ég byrjaði í pólitíkinni þá bjuggu hér um 4000 manns, nú erum við tæplega 9000 og uppbyggingu langt frá því að vera lokið. 

Ég hætti með bros á vör, enda að fara inn í skemmtilega tíma, en samt vissulega með söknuði, enda hef ég lagt mig fram um að setja hjartað í það sem ég tek að mér. Framtíðina sér enginn fyrir en ég ber þá von í brjósti að ég hafi náð að gera gagn og bæta samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ og þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með og átt samskipti við á þessum tíma fyrir allt og allt,“ segir Herdís að lokum.

Viðtal sem birtist í Mosfellingi, bæjarblaði Mosfellinga 29. nóvember 2012

22436_230153114805_3037082_n.jpg

22436_223135909805_979159_n.jpg

22436_223135889805_1727570_n.jpg

22436_230144249805_36508_n.jpg

17336_214559479805_4898321_n.jpg

22436_223135874805_5742053_n.jpg

17336_214566409805_5081387_n.jpg

22436_223135864805_2997393_n.jpg

  22436_230168264805_3757640_n.jpg

3350_1139170753274_4484205_n.jpg

22436_230160139805_3688642_n.jpg

17336_214566399805_7582585_n.jpg

                                                           

Viðtal í Mosfellingi 29. nóvember 2012

Ætlar að helga líf sitt hamfaramálun

Herdís Sigurjónsdóttir hættir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eftir rúmlega 14 ára setu

Umfjöllun á mbl.is frá 29. nóvember 2012

Pólitíkin góður skóli fyrir hamfaramál

Umfjöllun dv.is frá29. nóvember 2012

Herdís hættir til að snúa sér að hamförum

Hættir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og ætlar að eyða meiri tíma í rannsóknir á hamfaramálum.

Áskorun til uppbyggingar - Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun

Var að koma af fréttamannafundi um átak Mosfellsbæjar í sölu atvinnulóða. Þar voru fulltrúar Mosfellsbæjar og Ístaks að kynna fyrsta flokks atvinnulóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar.

Hér má sjá nánari upplýsingar um þau svæði sem um ræðir.

desjamyri.png

 

 

 

 

 

 

Féttatilkynning vegna málsins:

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti valkostur þeirra sem eru með uppbyggingu í huga. Bærinn mun einnig bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna og sanngjarna skilmála. Þetta er í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slík kjör.

„Það er von okkar að með því að koma á móts við atvinnurekendur og fjárfesta með þessum hætti muni hjól atvinnulífsins fara að snúast og að áframhaldandi uppbygging í bænum komi íbúum Mosfellsbæjar til góða,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.+

Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar við Sunnukrika sem er nýtt svæði undir atvinnustarfsemi í hjarta Mosfellsbæjar og liggur við Vesturlandsveg. Hins vegar á athafnasvæði við Desjamýri í útjaðri bæjarins næst höfuðborginni.

Átta þúsund fermetrar – 2,5 milljarðar
Í Mosfellsbæ stendur nú þegar yfir mikil uppbygging. Fjórar stórar byggingarframkvæmdir eru nú í gangi. 30 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu við Langatanga og þar verður hafin starfsemi á næsta ári. Verið er að innrétta Þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Eirhamra og verður hún einnig tekin í notkun á næsta ári. Bygging framhaldsskóla við Háholt er í fullum gangi og áætlað er að húsið verði tilbúið snemma á árinu 2014. Íþróttahús undir fimleika og bardagaíþróttir á íþróttasvæðinu við Varmá er í útboðsferli og munu framkvæmdir hefjast af fullum krafti eftir áramótin. Þessar framkvæmdir eru samtals ríflega 8 þúsund fermetrar og áætlað er að fjárfesting við þær nemi um 2,5 milljörðum króna.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012
Sjá nánar: www.mos.is
Aldís Stefánsdóttir
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, Mosfellsbæ
Sími . 525 6708/691 1254 email, aldis@mos.is


Að treysta fólki - to trust or not to trust

679865_4493359525897_1299940964_o.jpg

Regla númer eitt er að tala ekki illa um fólk og eins legg ég mig fram um að segja ekki neitt um fólk sem ég get ekki sagt beint við viðkomandi. Regla númer tvö er svo að treysta fólki, alveg þangað til annað kemur í ljós. Hef svo sem oft brennt mig á þessu, en held mig við það eigu að síður enda tilgangslaust að eyða tíma og orku í að vantreysta öllum og öllu í kring um mig. Það er bara ekki ég.

Í lok október sl. fór ég á hamfararáðstefnu í Ameríku, með 2000 hamfarasérfræðingum. Ég var með lítið japanskt kortaveski sem hafði að geyma kreditkort og fullt af mikilvægum tengslaupplýsingum. Þessu veski týndi ég alveg sjálf, enda alltaf með fullt fang af dóti og því auðvelt fyrir lítið fallegt silkiveski að lauma sér úr töskunni. Ég sagði við fólk að ég væri alveg slök, ég væri bara alveg viss um að ég fengi það aftur. Þarna væri nú einu sinni hópur fólks sem milljónir manna um allan heim þyrftu að treysta á á neyðartímum. Ef ekki væri hægt að treysta þeim, þá hverjum?

Í morgun fékk ég veskið mitt fallega með öllu í, nema hvað.  Já sem ég segi ... eigið góðan dag :)

The english version

Rule number one is to say only things about someone that I can say directly to the person. Rule number two is to trust people. I have often burned myself, as we say in Icelandic, but I am not going to waste my time and energy to distrust everybody and everything around me. That is just not in me.

Last month I was at an IAEM Disaster conference in Orlando Florida, with 2000 disaster experts. In my bag I had little Japanese wallet, with a credit card and some other things. This wallet I lost, all by myself, and no wonder because I always have a bag full of stuff and therefore it was easy for little beautiful silk wallet to sneak out of the bag, under the table.
When I found out I had lost it I told some people that I was quite sure I would get it back.  People all over the world had to rely on this group of people in case of disasters and other emergencies.

Today I got my little wallet, with everything in it of course.  So I say … ... have a great day :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband