Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Frambjóðandi í Mosfellsbæ í fimmta sinn

10269099_10152475518924260_3570857457244938533_o

Ég er að taka þátt í minni fimmtu kosningabaráttu í Mosfellsbænum, sem frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Í þetta sinn er ég í heiðurssætinu, sem ég tel mikinn heiður. Ég steig út úr bæjarstjórn fyrir um einu og hálfu ári vegna annarra starfa, en ég hafði setið í bæjarstjórn í fjórtán og hálft ár. Ekki það að áhuginn á bæjarmálunum væri farinn að dvína, heldur skoti mig tíma. Ég eins og flestir sveitarstjórnarmenn var í fullu starfi með bæjarstjórninni og að auki í doktorsnámi. Með því að hætta gaf ég líka Kollu eldhuga Þorsteinsdóttur tækifæri til að setjast í bæjarstjórn og sé ekki eftir því.

Í öll skiptin sem ég hef tekið þátt í kosningabaráttu með sjálfstæðismönnum hefur mikið verið lagt í mótun stefnuskrár og var svo einnig nú. Við höfum leitað til mjög margra og gefið íbúum kost á að koma og hafa áhrif á stefnumálin óháð flokksskírteini. Við höfum í öll skiptin farið í vinnubúðir og unnið hörðum höndum að því að leggja lokahönd á pakkann. Reiknað út og farið yfir hvort málin væru raunhæf. Þegar stefnuskráin hefur verið tilbúin hafa frambjóðendur reimt á sig gönguskóna og arkað um allan bæ, bankað upp á og spjallað við bæjarbúa og afhent stefnuskrána. Við hringjum líka í bæjarbúa því það er mikilvægt og tökum á móti fólki á kosningaskrifstofunni.

1797434_256734687829772_1170509252_n

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbær er eini flokkurinn í bænum sem fór prófkjörsleiðina fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú. Ég var sannfærð um að það væri rétta leiðin og hef ég ekki skipt um skoðun hvað það varðar. 15 einstaklingar gáfu kost á sér og þakka ég fyrir að það var búið að fjölga bæjarfulltrúum úr 7 í 9 því annars hefðum við Svala og Gréta Salóme ekki fengið að vera með J. En að öllu gamni slepptu þá hefðu ekki allir þeir sem gáfu kost á sér í prófkjörinu náð inn á listann. Í þessum 15 manna hópi hafði hver einasti frambjóðandi velt fyrir sér hvort hann vildi vera með, safnað undirskriftum, barist fyrir sætinu sínu í prófkjörsbaráttu og svo tekið ákvörðun um að halda áfram þrátt fyrir að ná ekki endilega því sæti sem stefnan hafði verið sett á. 100% skuldbinding.

Ég hef ekki tekið eins virkan þátt í þessari kosningabaráttu og áður þegar ég sat forystusæti, eðlilega. En ég er alsæl í heiðursætinu, númer átján í liði þar sem hver maður skiptir máli. Jákvæðni og baráttugleði er það sem einkennt hefur síðustu vikur og hafa þeir sem meiri reynslu hafa leiðbeint þeim sem eru að byrja. Vinnustaðaheimsóknir eru ekki eins stífar og voru þegar ég byrjaði í lok síðustu aldar þar sem allir þurftu að vera með háalvarlegar framboðsræður og uppistand. Allt er léttara og skemmtilegra og snýst um að frambjóðendur kynnist bænum sínum og starfsmönnum gefist kostur á að spyrja frambjóðendur beint. Yngstu frambjóðendur sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ eru fædd 1995. Þau Karen Anna og Sturla Sær. Algjörlega frábærir einstaklingar bæði tvö og hefur verið unun að fylgjast með þeim. Þetta segi ég ekki bara af því að ég er mamma Sturlu. Þarna eru einstaklingar með raunverulegan áhuga á því að hafa áhrif í nærumhverfinu og eiga þau örugglega eftir að láta verkin tala. Já framtíðin er björt!

Ég hef reyndar nokkrar áhyggjur af því að kosningahelgin er svokölluð klemmuhelgi. Með fimmtudegi í fríi sem oft leiðir til þess að fólk tekur langa fríhelgi og fer út úr bænum. Hægt er að kjósa í Laugardalshöll frá 10-22. Við kjósum í Lágafellsskóla frá kl. 9 á kjördag, laugardaginn 31. maí nk. 

Hér má nálgast stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna og eru allir Mosfellingar velkomnir í spjall á kosningaskrifstofuna sem er við hliðina á Krónunni til að ræða kosningamálin, líka frambjóðendur annarra flokka. Lofa ég bæði kaffi og meðþví!

10370452_300648330099621_3621812578416752255_n (1) 

 

 

 

 

 

 

 

 

10367146_300649290099525_915424757990529029_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10314541_300649110099543_2971802470728241631_n

 

 

 

 

 

 

 

 

10152388_300649113432876_26740731083718458_n

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband