Dásamlegt veður á Siglufirði

Hólshyrnan í stereó 

Hér á Siglufirði er búið að vera dásamlegt veður í dag, frekar kalt en bjart og fallegt. Bærinn iðar af lífi og er greinlegt að mikill fjöldi fólks hefur ákveðið að verja páskafríinu á Siglufirði þetta árið. 

 

Elli tók daginn snemma og var kominn í Skarðið á skíði upp úr kl. 10 á flottasta skíðasvæði á landinu. Ég fór hins vegar með Sædísi Erlu og afa í fyrsta "útivistartúrinn" minn á fjörðinn með Lucy og Mola. Við keyrðum á fjörðinn og hleyptum hundunum út úr bílnum á hundasvæðinu og gengum í kring í góða veðrinu. Það var greinilega margt í fjallinu og sáum við líka golfara spila á golfvellinum, frekar kuldalegt, en sem sagt enn einir páskarnir þar sem hægt er að vera bæði á skíðum og í golfi. Síðan fengum við okkur bryggjurúnt sem er ómissandi þegar maður kemur á Sigló.

Núna er Elli með allt liðið í sundi og því tími til að blogga pínulítið og setja inn páskamyndir á 123.is. Ég ætla að reyna að hvíla mig líka pínulítið og safna kröftum fyrir tónleikana með karlakórnum í Bátahúsinu í kvöld.


mbl.is Frost um nær allt land en spáð hlýnandi veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Æðislegar myndir. Sé að það er Túngata þarna eins og á Húsavík, ég bjó í Túngötu 5,Hú. Ég á frændfólk sem bjó á Sigló. Þura 12 barna var oft sagt, hún átti svo mörg börn, Sigurjón sonur hennar er jafngamall mér. Þekktirði þau.??  Góða skemmtun

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman hjá ykkur.  Maður fær bara fiðring!   

Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já frábært á Sigló.. En varðandi Þuru frænku þína þá er Óttar "litli" yngsti jafn gamall mér .

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband