130 milljón króna tekjuafgangur Mosfellsbæjar

Mynd_0265331

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2006 var kynntur á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og verður reikningurinn tekinn til seinni umræðu í bæjarstjórn þann 23. maí.

Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2006 gekk mjög vel og umtalsvert betur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 130 mkr eða um 68 mkr. betri en áætlað var. Veltufé frá rekstri var 531 mkr eða 16,5% sem er með því hæsta sem gerist meðal sveitarfélagana á landinu og handbært fé frá rekstri var 636 mkr. Eiginfjárhlutfall A og B hluta var 33% og hefur hækkað úr 25% frá árinu 2002 en sé einungis litið til A hluta var eiginfjárhlutfall 30% og hefur hækkað úr 15% frá árinu 2002.

Sköttum og þjónustugjöldum er stillt í hóf og er Mosfellsbær með eitt lægsta útsvar á höfuðborgarsvæðinu 12,94%, auk þess sem fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði voru lækkaðir úr 0,360% í 0,225% að meðtöldum afslætti. Frá síðastliðnu hausti hefur 5 ára börnum verið veitt 8 klst endurgjaldslaus vistun á leikskólum.

Mikil uppbygging átti sér stað í sveitarfélaginu á árinu og námu fjárfestingar 510 mkr. og bar þar hæst nýjan gervigrasvöll að Varmá, stækkun Lágafellsskóla og stækkun leikskólans Huldubergs. Þrátt fyrir þetta tók bærinn engin lán á árinu og skuldir við lánastofnanir lækkuðu.  Íbúum fjölgaði um 344 eða um 4,8% og voru 7.501 þann 1. desember. Á árinu voru gerðir samningar um byggingu um 1.400 íbúða í Leirvogstungu og í Helgafellslandi sem tryggja að kostnaður sveitarfélagsins við byggingu grunn- og leikskóla á þessum svæðum verður mun minni. Áætlanir gera ráð fyrir að íbúar verði tæplega 11 þúsund í árslok 2010.

Ársreikning bæjarsjóðs Mosfellsbæjar er hægt að nálgast hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður rekstur. Villi getur fengið punkta svo Reykjavík verði jafn góð næst, en þá verða þeir líka lausir við áhrif R listans.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ók gegn um Mosó í kvöld.  Mikil uppbygging í gangi!!!

Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband