Siðfræðiritgerð - Virkjanaframkvæmdir í sveitinn hennar ömmu II

Hér er annar biti út ritgerðinni sem ég skrifaði um ömmu mína og Skeiðsfossvirkjun.

Það hafði margt breyst í Haganesvík í Fljótum á þeim árum sem liðin voru frá því að amma mín Herdís Þorsteinsdóttir fæddist þar 30. ágúst 1893. Þegar hún fæddist voru konur ekki með kosningarétt, en hún lifði það að kjósa, fara í skóla, læra fatasaum og vinna fyrir sér sem sýsluskrifari. Hún hefur verið einstök hún amma mín, hún fór um allar trissur og tók myndir. Hún tók margar myndir úti í náttúrunni og naut þess ríða út á hestinum sínum Molda, um sveitina sína, sem hún þekkti svo vel og unni. Þegar hún fæddist bjuggu nærri allir í torfbæjum og þá voru engir togarar, en sá fyrsti kom svo til landsins árið sem hún fermdist. Ekki óraði hana fyrir því á þeirri stundu að báðir synir hennar yrðu sjómenn, stýrimenn og skipstjórar og frumburður hennar Þorsteinn færi fyrir borð og drukknaði í vondu veðri á togara úti á sjó hálfri öld síðar. Það var um áratug eftir að búið var að virkja Skeiðsfoss og afi Jóhann Pétur byggði veitingaskálann í Haganesvík. En náttúran gefur og náttúran tekur og amma vissi það.

Hver skyldu viðhorf landsmanna annars hafa verið gagnvart virkjanaframkvæmdunum við Skeiðsfoss í Fljótunum á þessum tíma? Þeirra heimamanna sem unnu að því árum saman að virkjunin yrði að veruleika. Þeirra sem byggðu virkjunina. Þeirra sem seldu landið sitt undir lónið og svo þeirra íbúa og verksmiðjueigenda sem notuðu raforkuna. Ætli aðrir Íslendingar hafi vitað af þessari framkvæmd. Skyldu viðhorf allra hafa verið mannhverf eða getur verið að einhverjum hafi þótt náttúran sjálf hafi eitthvert gildi í sjálfri sér, alveg óháð hagsmunum mannanna. Ætli fólk ekki velt náttúrunni fyrir sér yfir höfuð nema í þeim tilgangi að hægt væri að virkja landsvæðið? Ég tel víst viðhorf þessa fólks til náttúrunnar hafi verið jafn misjöfn og mennirnir voru margir og ekki ólíklegt að fólk hafi greint á um í einhverju atriðum í þessum samskiptum manns og náttúru við virkjunarframkvæmdirnar við Skeiðsfoss.

 

Hvernig haldið þið að viðhorf fólks hafi verið til þessa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég held að fólk hafi fyrst og fremst glaðst yfir því að geta nýtt sér náttúruna til að bæta lífsgæðin. Það var erfitt að vera til í gamla daga og allar framfarir vel þegnar. Það er ekki fyrr en fólk hefur allt af öllu að það byrjar að tala um landvernd og friðun. Ef rafmagn yrði skammtað er ég hrædd um að margur mundi verða fljótur að henda landverndarsjónarmiðum fyrir róða.  Annars gaman að heyra frá þér.

Kveðja í Mosó.   Mistletoe 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 00:18

2 identicon

Gaman að fylgjast með....þú ert svo dugleg elsku vinkona, duglegri en þú gerir þér grein fyrir

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband