Morgunblaðið segir söguna

gamla_forsidan

Ég sat í morgun við eldhúsboðið og las nýja sunnudagsblaðið, sem ber aldurinn vel, þrátt fyrir háan aldur, en það var stofnað 1913 og er því 95 ára. Þetta var því 300 tölublaðið af 96. árgangi.

Ekki ætla ég að fjalla um fréttir dagsins, en á forsíðunni voru m.a. myndir af James Bond, Páli Óskari og Kolbrúnu Halldórs og yfir síðuna var skrifað "Óvissa, reiði og kvíði" sem er vissulega áætis lýsing á Íslandi í dag. En ég fór þá að velta því fyrir mér hvað dagblöðin eru í raun dýrmæt heimild. Þarna er verið að segja fréttir, bæði innlendar og erlendar, fréttir af pólitík, út atvinnulífunu og af daglegu lífi fólks. Fjöldi minningargreina og aðsent efni fólks sem vill láta skoðanir sína í ljós.

Þegar ég er að undibúa afmælisræður þá fer ég oft í gamla mogga í gagnasafninu og skoða hvað var í blaðinu daginn sem afmælisbarnið fæddist. Hvaða fréttir voru á forsíðunni? Hvað kostaði blaðið og hvað var verið að auglýsa á þeim tíma? Þá getur maður séð hvað samfélagið hefur breyst á þeim tíma frá því að viðkomandi fæddist. Ég gerði þetta síðast þegar ég var að undirbúa afmælisræðu föður míns sem varð áttræður í byrjun september. Daginn sem hann fæddist var mogginn bara fjórar síður og kostaði 5 aura, en síðan eru liðin rúm 80 ár.

En það er ljóst að eftir 50 ár, þegar fjármálakreppan ekki eins fersk í minni manna og börnin sem fæðast á Íslandi í dag halda upp á fimmtugsafmælið verður gott að hafa gagnasafnið. Að fletta upp á mogga dagsins í dag 2. nóvember 2008, að vísu er blaðið nú upp á 88 síður, sem krefst örlítið meiri heimildarvinnu en þá verður heimildarleit örugglega líka orðin einfaldari og mogginn ekki lengur gefinn úr á pappír heldur sjálfsagt einhverjum tölvuskjáþynnum. Þá verður hægt að sjá að hér á landi var mikil óvissa, reiði og kvíði, að olíuvinnsla átti að hefjast á Drekasvæðinu 2018 og James Bond var þá að bjarga heiminum í 22. skipti, hvorki meira né minna.


mbl.is Andlit blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg grein hjá þér og hagnýti moggans, ég lærði að lesa á sínum tíma á moggann, amma keypti alltaf blaðið og ég byrjaði á feitletruðu línunum. Kannski lagði það grunninn að skoðun minni þó svo ég muni alls ekki hvað ég las í den.  Kær kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband