Prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi

Nú er rétt rúm vika í prófkjör Sjálfstæðismanna í kjördæminu mínu, Suðvesturkjördæmi. Nú sem endra nær eru margir frambærilegir frambjóðendur sem taka þátt í prófkjörinu, alls 12 manns, fjórar konur og átta karlar.

Ég var að skoða leiðbeiningar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins xd.is um framkvæmd prófkjörsins og ákvað að skella þeim hér inn, svona ef framkvæmdin væri eitthvað að vefjast fyrir fólki.

Kjósa skal 7 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 7 fyrir framan nöfn þeirra frambjóðenda sem viðkomandi vill styðja. 1 fyrir framan nafn þess sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, 2 fyrir framan þann sem hann vill að hljóti annað sætið og þannig koll af kolli uns kosnir hafa verið 7 frambjóðendur. Hér er sýnishorn af kjörseðlinum.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í aðdraganda prófkjöranna.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir prófkjörið í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi fer fram í Valhöll alla virka daga milli klukkan 9 og 17 fram að prófkjörsdeginum.

Kjörstaðir
Kjörstaðir verða opnir frá kl. 9-18 laugardaginn 14. mars.
Álftanes: Nýja Vallarhúsið við Breiðumýri.
Garðabær: Sjálfstæðisheimilið að Garðatorgi 7.
Hafnarfjörður: Víðistaðaskóli.
Kópavogur: Sjálfstæðisheimilið að Hliðarsmára 19.
Mosfellsbær: Sjálfstæðisheimilið að Háholti 23.
Seltjarnarnes: Sjálfstæðisheimilið að Austurströnd 3.

Þátttökuskilyrði og skráning nýrra kjósenda

Til að geta kosið í prófkjörum flokksins þarf að hafa náð 16 ára aldri og vera flokksbundinn sjálfstæðismaður.

Þeir sem eru ekki skráðir í flokkinn en vilja taka þátt, geta skráð sig og fá þá kosningarétt í prófkjörinu í sínu kjördæmi.

  • Þeir sem eru 18 ára og eldri og hafa kosningarétt í Alþingiskosningunum geta skráð sig í flokkinn á kjördag (þar sem kosið er) og fá við það kosningarétt.
  • Þeir sem eru á aldrinum 16-18 ára verða að hafa skráð sig í flokkinn fyrir kjördag (hægt er að skrá sig á www.xd.is).

Nánari upplýsingar um frambjóðendur og fyrirkomulag prófkjörsins er hægt að sjá á www.profkjör.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Þetta verður erfiður dagur hjá sjálfstæðismönnum þega atkvæði hafa verið talin. Ég er nokkuð viss um að höfnunin verði mikil. forystumenn falli og skjaldsveinarnir líka.

Njörður Helgason, 14.3.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband