Við búum á Íslandi

Ágætt hjá Hjálmari Forna að bregðast við þessum ummælum og umræðu um málið að undanförnu. Það er langt síðan ég sætti mig við það að muna aldrei ná því að fólk hafi þessa sýn á málið, að þeir sem elska fólk af öðru kyni séu óæðri og ég tali nú ekki um þegar vitað sé í biblíuna um að þeir hinir sömu muni rotna í helvíti.

Við búum á Íslandi og er ég stolt af því hvernig við höfum verið að jafna rétt samkynhneigðra hér á landi. Ég hef ég alltaf verið fylgjandi því að þeir fái að gifta sig í kirkju af vígðum prestum ef þau vilja og hafi rétt til að ættleiða, eignast börn og lifa lífinu lifandi eins og gagnkynhneigðir. Það má ekki gleyma því hvað er óhugnarlega stutt síðan svartir voru óæðri þeim hvítu og gildir það viðhorf enn í sumum samfélögum. Ekki þarf heldur að fjölyrða um fordóma í garð múslima eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 og né heldur um flæði útlendinga milli landa og rétt þeirra til atvinnu í hinu nýja landi.

Það er allt í lagi að hafa skoðanir sem við hvert og eitt tjáum með mismunandi hætti. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og verðum við sem uppalendur og fyrirmyndir barnanna okkar og þeirra sem við umgöngumst, í hvaða stöðu sem við erum í samfélaginu að hafa í huga. Hjálmar svarar þessu ummælum og skoðunum fullum hálsi og af æðruleysii, en eflaust er ekki svo um alla.


mbl.is Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband