Rikuzentakata í Japan 51 viku eftir hamfarirnar 11. mars 2011

DSC03532 

Það var ótrúleg lífsreynsla að fá tækifæri til að fara um hamfarasvæðin í Japan í síðustu viku, tæpu ári eftir hamfarirnar miklu í Japan í fyrra. Fyrst stórum jarðskjálftum sem komu af stað risa flóðbylgjum sem höfðu hræðilegar afleiðingar og ekki síst í fiskibænum Rikuzentakata í Iwate sem við fórum um. Það var trist að sjá nýlagðar götur og húsabrak í stórum fjöllum um allan bæ. Einstaka hús uppistandandi í miðbænum sem áður iðaði í mannlífi. Eina lífið voru þeir sem enn voru að hreinsa brakið, allir með grímur til að varna mengun og sýkingum.

Þetta er eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma og veit ég að margir eiga um sárt að binda. 16 metra háar flóðbylgjur tóku líf rúmlega 1.500 af 24.000 íbúum bæjarins og voru þar á meðal margir opinberir bæjarstarfsmenn, lögregla og slökkviliðsmenn sem komnir voru saman til að takast á við afleiðingar skjálftans þegar flóðbylgjan reið yfir. Tæplega 300 er enn saknað.

DSC03525

DSC03560

DSC03595

DSC03511

DSC03486

DSC03568


mbl.is Leita að líkum ári eftir flóðbylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband