Börn í hamförum - afleiðingar hamfara í Japan 2011- 1 hluti

skolaborn

Börn og ungmenni eru hluti samfélagsins og verða þau fyrir áföllum eins og aðrir komi til hamfara líkt og í Japan í fyrra þar sem jarðskjálftar, flóðbylgjur og kjarnorkuslys orsökuðu þær verstu hamfarir sem Japanir hafa þurft að takast á við.

Þar sem ég hef verið að vinna viðbragðsáætlanir með sveitarfélögum þar sem sérstaklega er tekið á þessum þætti langaði mig til að vita hvernig staðið hefði verið að þessum málum  á þeim hamfarasvæðum sem ég fór um  í Japan.

Það ánægjulega er að skoðun mín leiddi í ljós margt mjög jákvætt, sem var ljós í myrkrinu ef svo má segja og ýmislegt sem við getum lært af hér heima.

Hér eru sögur af skólabörnum. Jarðskjálftinn stóri reið yfir kl.14:46 á föstudegi þegar flest börn voru enn í skóla.

Daiich junior high_

Í Taro Daiichi grunnskólanum-eldri deild. Fyrst kom jarðskjálftinn og brugðust allir rétt við. Þá leit starfsmaður til sjávar og sá hvítfrussandi öldu við sjóndeildarhring og kallaði „FLÓÐBYLGJA, RÝMING!"

15 kennarar og 122 nemendur klifu brekkuna bak við skólann og björguðu sér. 70 nemendur misstu heimili  sitt og allir innanstokksmunir og gögn í skólanum eyðilögðust.

okiara_primary school_ofunato

Okirai grunnskóli-yngri deild. Það var nýbúið að gera brú svo hægt væri að rýma út á aðalgötuna. Hún kom sér vel við rýminguna því enginn slasaðist eða lést eftir hamfarirnar og allir komust út sem hefði verið erfitt þar sem skólinn var á efri hæð. Eldri börnin leiddu þau yngri og allir fóru hljóðlega á áfangastað efst í brekkunni.

okirai_primary_school_bruin

Það jákvæða var að starfsfólk og nemendur voru búin að æfa viðbrögð og því gekk rýming vel fyrir sig. Það létust þó nemendur sem voru veik heima, eða foreldrar voru búin að sækja í skólann. Búið er að breyta reglum og geta foreldrar ekki lengur sótt börnin í skólann þegar búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun.

tsunami_prevention_card_tarodaiichiPS Flóðbylgju forvarnaleikur í grunnskóla

Hlutfall látinna skólabarna og þeirra sem enn saknað er í 11 borgum og bæjum Iwate er 36 af 20.152 eða 0,18% af heildarfjölda nemenda í grunnskólum héraðsins. Í tveimur bæjum sem fóru mjög illa var hlutfallið hærra. Í Otsuchi var hlutfallið 11,29% og Rikuzentakata 9,26%.

Ég mun skrifa fleiri frásagnir um börn og hamfarir á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband