Mosfellingar fá bláa endurvinnslutunnu
11.4.2012 | 19:33
Mosfellsbær setur umhverfismál í öndvegi og hefur sett sér áætlun um sjálfbært samfélag. Í stefnunni eru markmið um að auka umhverfisvitund íbúa og hvetja til aukinnar flokkunar og endurnýtingar og verður bláum endurvinnslutunnum dreift til allra heimila í Mosfellsbæ í upphafi sumars.
Í dag er tæpum 130 tonnum af úrgangi komið til förgunar frá Mosfellsbæ mánaðarlega. Árlega losar hver Mosfellingur sig við um 180 kíló af heimilisúrgangi sem gerir um 1.500 tonn á ársgrundvelli sem fer til urðunar. Með upptöku blárrar endurvinnslutunnu við hvert heimili er stefnt að auka endurvinnslu og draga úr urðun um þriðjung, enda er urðun úrgangs ekki góður kostur, hvorki umhverfislega né fjárhagslega.
Í nýju tunnuna má setja allan pappírs og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur. Einnig sléttur pappír (t.d. umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottaefni). Bylgjupappi (t.d. pitsukassar og pappakassa), eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa.
Í Mosfellsbæ kostar umsýsla sorpamála hvert heimili 21.500 á ári, eða 1.792 krónur á mánuði. Innifalið í gjaldinu er m.a. 240 lítra svört tunna sem losuð er á 10 daga fresti og önnur 240 lítra blá tunna sem losuð er á 28 daga fresti. Rekstur grenndargáma og endurvinnslusvöðva og urðun í Álfsnesi á því sem ekki fer til endurvinnslu og endurnýtingar.
Um 8% heimila í Mosfellsbæ með tvær gráar tunnur eða fleiri eða 231 heimili af 2935 og hafa þessir aðilar nú kost á því að skila annarri svörtu tunnunni og draga þannig verulega úr kostnaði sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.