Rólur fyrir fatlaða

Eins og svo oft áður þá renndi ég yfir það sem er að gerast í lífi netvina með morgunkaffinu og rakst þá á mynd sem tekin var í almenningsgarði í útlöndum og það sem vanti forvitni mína voru leiktækin, rólur sem hannaðar voru þannig að fólk gat notað þær í hjólastólum og gleði þeirra sem voru að róla.
Mín fyrsta hugsun var þegar ég sá þetta var " af hverju í ósköpunum hefur mér aldrei dottið þetta í hug?" og svo póstaði ég þessu áfram á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Sveitarfélög eiga fjölmörg leikssvæði og hef ég aldrei séð svona rólu eða annað sem sérstaklega er ætlað fötluðum. Ef þið vitið af slíkum stöðum hér á landi vinsamlegast látið mig vita því mig dreymir um svona leiktæki í Mosfellsbæ og mun leggja til að við sýnum gott fordæmi og komum upp líku eða slíkum leiktækjum í okkar yndislega fjölskylduvæna bæjarfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband