Að treysta fólki - to trust or not to trust
20.11.2012 | 12:38
Regla númer eitt er að tala ekki illa um fólk og eins legg ég mig fram um að segja ekki neitt um fólk sem ég get ekki sagt beint við viðkomandi. Regla númer tvö er svo að treysta fólki, alveg þangað til annað kemur í ljós. Hef svo sem oft brennt mig á þessu, en held mig við það eigu að síður enda tilgangslaust að eyða tíma og orku í að vantreysta öllum og öllu í kring um mig. Það er bara ekki ég.
Í lok október sl. fór ég á hamfararáðstefnu í Ameríku, með 2000 hamfarasérfræðingum. Ég var með lítið japanskt kortaveski sem hafði að geyma kreditkort og fullt af mikilvægum tengslaupplýsingum. Þessu veski týndi ég alveg sjálf, enda alltaf með fullt fang af dóti og því auðvelt fyrir lítið fallegt silkiveski að lauma sér úr töskunni. Ég sagði við fólk að ég væri alveg slök, ég væri bara alveg viss um að ég fengi það aftur. Þarna væri nú einu sinni hópur fólks sem milljónir manna um allan heim þyrftu að treysta á á neyðartímum. Ef ekki væri hægt að treysta þeim, þá hverjum?
Í morgun fékk ég veskið mitt fallega með öllu í, nema hvað. Já sem ég segi ... eigið góðan dag :)
The english version
Rule number one is to say only things about someone that I can say directly to the person. Rule number two is to trust people. I have often burned myself, as we say in Icelandic, but I am not going to waste my time and energy to distrust everybody and everything around me. That is just not in me.
Last month I was at an IAEM Disaster conference in Orlando Florida, with 2000 disaster experts. In my bag I had little Japanese wallet, with a credit card and some other things. This wallet I lost, all by myself, and no wonder because I always have a bag full of stuff and therefore it was easy for little beautiful silk wallet to sneak out of the bag, under the table.
When I found out I had lost it I told some people that I was quite sure I would get it back. People all over the world had to rely on this group of people in case of disasters and other emergencies.
Today I got my little wallet, with everything in it of course. So I say ... have a great day :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
Frábært, maður á aldrei að missa trúna á mannfólkið. Mér fannst þú flott í sjónvarpinu í gær, glæsileg hreint út sagt. Kær kveðja á þig og þína
Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2012 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.