Áskorun til uppbyggingar - Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun
28.11.2012 | 14:59
Var að koma af fréttamannafundi um átak Mosfellsbæjar í sölu atvinnulóða. Þar voru fulltrúar Mosfellsbæjar og Ístaks að kynna fyrsta flokks atvinnulóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar.
Hér má sjá nánari upplýsingar um þau svæði sem um ræðir.
Féttatilkynning vegna málsins:
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti valkostur þeirra sem eru með uppbyggingu í huga. Bærinn mun einnig bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna og sanngjarna skilmála. Þetta er í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slík kjör.
Það er von okkar að með því að koma á móts við atvinnurekendur og fjárfesta með þessum hætti muni hjól atvinnulífsins fara að snúast og að áframhaldandi uppbygging í bænum komi íbúum Mosfellsbæjar til góða, segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.+
Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar við Sunnukrika sem er nýtt svæði undir atvinnustarfsemi í hjarta Mosfellsbæjar og liggur við Vesturlandsveg. Hins vegar á athafnasvæði við Desjamýri í útjaðri bæjarins næst höfuðborginni.
Átta þúsund fermetrar 2,5 milljarðar
Í Mosfellsbæ stendur nú þegar yfir mikil uppbygging. Fjórar stórar byggingarframkvæmdir eru nú í gangi. 30 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu við Langatanga og þar verður hafin starfsemi á næsta ári. Verið er að innrétta Þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Eirhamra og verður hún einnig tekin í notkun á næsta ári. Bygging framhaldsskóla við Háholt er í fullum gangi og áætlað er að húsið verði tilbúið snemma á árinu 2014. Íþróttahús undir fimleika og bardagaíþróttir á íþróttasvæðinu við Varmá er í útboðsferli og munu framkvæmdir hefjast af fullum krafti eftir áramótin. Þessar framkvæmdir eru samtals ríflega 8 þúsund fermetrar og áætlað er að fjárfesting við þær nemi um 2,5 milljörðum króna.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012
Sjá nánar: www.mos.is
Aldís Stefánsdóttir
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, Mosfellsbæ
Sími . 525 6708/691 1254 email, aldis@mos.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.