Herdís Sigurjónsdóttir hćttir í bćjarstjórn um áramótin eftir rúm 14 ára setu
Ćtlar ađ helga líf sitt hamfaramálum
Herdís Sigurjónsdóttir bćjarfulltrúi hefur tekiđ ţá ákvörđun ađ hćtta störfum nú ţegar eitt og hálft ár er eftir af kjörtímabilinu. Hún mun óska lausnar fljótlega og hćtta um áramótin.
Já, ţađ er rétt ađ ţessi ákvörđun er tekin nokkuđ skyndilega. Ég hef veriđ ađ vinna ađ hamfaramálum frá ţví ađ ég byrjađi ađ vinna hjá Rauđa krossinum seint á síđustu öld. Síđan fór ég í háskóla og tók meistaranám í umhverfis- og auđlindafrćđum. Fjallađi meistaraverkefniđ um hlutverk sveitarfélaga á neyđartímum. Útskrifađist frá HÍ 2009 og hóf ţá strax störf hjá VSÓ Ráđgjöf og m.a. viđ ađ gera neyđaráćtlanir međ sveitarfélögum og fyrirtćkjum. Ég fór svo í námsleyfi ţađan um síđustu áramót ţví ég er einnig í doktorsnámi í opinberri stjórnsýslu, en međ áherslu á hamfarastjórnun.
Ég er vissulega á krossgötum. Mér bauđst ađ starfa hjá VSÓ Ráđgjöf, sem er frábćr vinnustađur. Ţađ eru spennandi verkefni á döfinni og eins er mér veitt svigrúm til ađ sinna ţeim rannsóknarverkefnum sem ég hef veriđ ađ starfa ađ hér heima og erlendis og ađ ljúka viđ doktorsnám mitt sem fjallar um hamfaramál. Ţangađ stefnir hugurinn og ţví valdi ég ţá leiđ.
Besti skóli sem ég hef veriđ í
Ég hef starfađ ađ bćjarmálum í Mosfellsbć í ţriđjung ćvi minnar eđa 14 og hálft ár. Ég tók sćti á lista Sjálfstćđisflokksins áriđ 1998, ţá í 3. sćti, og tók í framhaldi sćti í í bćjarstjórn. Ég sé ekki eftir ţví og hefur ţetta veriđ besti skóli sem ég hef veriđ í. Ég hef gaman ađ ţví ađ umgangast fólk og gefa af mér og fyrir slíkt fólk eru bćjarmálin og ţátttaka í pólitík og félagsstörfum yfir höfuđ skemmtileg. Ég hef eignast kćra vini og kunningja í öllum flokkum og einnig međal ţeirra sem starfa innan bćjarfélagsins og utan.
Ţegar ég lćt af störfum um áramótin kemur Kolbrún Ţorsteinsdóttir varabćjarfulltrúi inn í minn stađ, hún er mikil kjarnakona og mun klárlega láta til sín taka.
Ţegar ég velti ţví fyrir mér ţá er ţetta trúlega sá besti skóli sem hćgt er ađ hugsa sér fyrir hamfaramálin. Ađ ţekkja innviđi og skipulag samfélaga frá öllum hliđum, hlutverk kjörinna fulltrúa og embćttismanna í ţjónustu og samskiptum viđ borganana. Samskipti ríkis og sveitarfélaga, hlutverk félagasamtaka og samfélagslega mikilvćgra fyrirtćkja. Allt ţetta er lykillinn ađ velgengni og samhćfingu ţegar kemur ađ stođ viđ fólk eftir hamfarir eđa önnur samfélagsleg áföll.
Kalla Krikaskóla fjórđa barniđ mitt
Hvađ stendur uppúr eftir öll ţessi ár?
Ég hef alltaf haft áhuga á samfélagsmálum og ţegar ég byrjađi var ég búin ađ vera í foreldrafélögum skóla- og grunnskóla svo auđvitađ var ţađ framtíđ barnanna minna sem ýtti mér út í ţátttöku. Ég er búin ađ starfa mikiđ í umhverfismálum og er ţessi grćna sjálfstćđiskona og er stolt af ţví. Eftir ađ sjálfstćđisflokkurinn komst aftur í meirihluta áriđ 2002 tók ég viđ fjölskyldunefndinni og hafa öldrunarmálin veriđ mér hugleikin. Ţađ var náttúrulega óţolandi ađ okkar fólk ţurfti ađ senda í hreppaflutningum um allt land. Ég verđ ađ segja ađ ţađ er góđ tilfinning í dag ađ ganga fram hjá byggingarstađ ţar sem veriđ er ađ reisa hjúkrunarheimili.
Ég fyllist líka alltaf stolti ţegar ég tala um skólana okkar og erum viđ heppin ađ eiga svo öflugt og frjótt skólafólk. Ég ćtla ekki ađ eigna mér neitt, enda ađeins eitt púsl í skólasamfélaginu, en mikiđ óskaplega var gaman ađ vera formađur frćđslunefndar og ég tala nú ekki um ţeirrar nefndar sem valdi stefnu og skólahús fyrir Krikaskóla. Ég kalla Krikaskóla reyndar stundum fjórđa barniđ mitt.
Verulega tekiđ til í fjármálum
Pólitíkin hefur ekki alltaf veriđ tóm hamingja og voru fyrstu árin erfiđ eftir ađ viđ Sjálfstćđismenn tókum viđ meirihluta, tókum viđ verulega til í fjármálunum og stóđ Ragnheiđur Ríkharđsdóttir ţáverandi bćjarstjóri sig frábćrlega í ţeim málum. Ţađ var rétt fariđ ađ rofa til ţegar fjármálakreppan skall á heiminum og okkur í Mosfellsbć líka. Viđ brugđumst skjótt viđ og settum saman Ráđgjafatorg, samráđsvettvang ţeirra í samfélaginu sem vinna ađ velferđ fólks bćđi innan bćjarkerfisins og eins ytri samstarfsađila s.s. Rauđa krossins, kirkjunnar, heilsugćslunnar. Sá samráđsvettvangur er enn virkur, enda ekki séđ fyrir endann á ţeim málum ennţá og er ég ekki hress međ ađgerđir ríksstjórnarinnar á ţeim tíma sem liđinn er frá hruni.
Ég er líka stolt af ţví ađ hafa tekiđ ţátt í ţví sem formađur bćjarráđs ađ fá alla flokka ađ borđum til ađ vinna saman ađ ţví ađ taka á málum eftir hrun. Viđ unnum öll saman sem eitt, sem var ađ mínu mati farsćlt, enda okkar sameiginlega verkefni ađ leita bestu leiđa og sleppa pólitísku karpi. Sá tími er liđinn. Viđ reyndar buđum öllum flokkum upp á samstarf eftir síđustu kosningar, en ţađ var ekki áhugi hjá Samfylkingu og Íbúahreyfingunni ađ fara í ţá vegferđ ađ úr varđ ađ viđ héldum áfram samstarfi viđ Vinstri grćn, ţrátt fyrir ađ Sjálfstćđisflokkurinn sé međ hreinan meirihluta. Ţađ samstarf hefur veriđ farsćlt.
Hćtti međ brosi á vör
Ţađ er náttúrulega dásamlegt ađ búa í Mosfellsbć og ala hér upp börn. Ţađ hafa veriđ forréttindi ađ taka ţátt í uppbyggingu samfélagsins. Ţegar ég byrjađi í pólitíkinni ţá bjuggu hér um 4000 manns, nú erum viđ tćplega 9000 og uppbyggingu langt frá ţví ađ vera lokiđ.
Ég hćtti međ bros á vör, enda ađ fara inn í skemmtilega tíma, en samt vissulega međ söknuđi, enda hef ég lagt mig fram um ađ setja hjartađ í ţađ sem ég tek ađ mér. Framtíđina sér enginn fyrir en ég ber ţá von í brjósti ađ ég hafi náđ ađ gera gagn og bćta samfélagiđ okkar hér í Mosfellsbć og ţakka öllum ţeim fjölmörgu sem ég hef starfađ međ og átt samskipti viđ á ţessum tíma fyrir allt og allt, segir Herdís ađ lokum.
Viđtal sem birtist í Mosfellingi, bćjarblađi Mosfellinga 29. nóvember 2012
Viđtal í Mosfellingi 29. nóvember 2012
Ćtlar ađ helga líf sitt hamfaramálun
Herdís Sigurjónsdóttir hćttir í bćjarstjórn Mosfellsbćjar eftir rúmlega 14 ára setu
Umfjöllun á mbl.is frá 29. nóvember 2012
Pólitíkin góđur skóli fyrir hamfaramál
Umfjöllun dv.is frá29. nóvember 2012
Herdís hćttir til ađ snúa sér ađ hamförum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2013 kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju međ ţetta og gangi ţér vel á nýjum vettvangi, ţú ert frábćr í öllu sem ţú tekur ţér fyrir hendur, um ţađ er ég fullviss.
Ásdís Sigurđardóttir, 29.11.2012 kl. 12:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.