Árið 2012 - annáll fjölskyldunnar í Rituhöfða 4 í Mosfellsbæ

Þessi annáll er skrifaður þegar daginn var farið að lengja aftur, í Mosfellsbænum að þessu sinni, en ekki á Siglufirði eins og mörg undanfarin jól þar sem amma á Sigló er í Ameríku og Lady í góðu yfirlæti hér hjá okkur í Rituhöfðanum.  Skrifin voru í erfiðara lagi þetta árið þar sem bloggskrif voru dræm og myndatökur í lágmarki og verður sko tekið á því á nýja árinu.

Árið 2012 var viðburðarríkt líkt og fyrri ár hjá Rituhöfðafjölskylduni og skiptust á skin og skúrir.

Árið var okkur fjölskyldunni erfitt því litli engillinn okkar og gullmolinn sem ritað var um í síðasta annál Gabríel Reynir sonur Ragga Freys og Söndru dó 21. júní, aðeins eins og hálfs árs. Ekki fannst nein skýring á andlátinu, en hefur honum eflaust verið ætlað stórt hlutverk á öðrum stað litla karlinum okkar.

Gabríel Reynir

Rapport af Rituhöfðafjölskyldunni

Elli vinnur hjá Verkfræðistofunni Eflu og var mikið að vinna í álverinu á Reyðarfirði þetta árið. Ál er orðið Ella mál því hann er nú kominn í verkefni í álverinu á Grundartanga sem einnig eru að stækka spennuvirkin eins og í hinu álverinu. Auk álverastækkunum sinnir hann öðrum verkefnum bæði hér heima og í Noregi.

Elli hjólar daglega í vinnuna og er heldur lukkulegur með nýja samgöngustíginn meðfram Vesturlandsveginum og hefur hann farið í marga laaaaaaaanga hjólatúra, enda karlinn kominn á alvöru reiðhjól og m.a. að Ingólfsfjalli með Eflu og gengu þau svo yfir fjallið þegar að var komið. Hann tók þátt í sjötindahlaupinu í Mosfellsbæ og gekk á flest öll fjöll í nágrenni Reyðarfjarðar þegar hann var að vinna þar og hjólaði sem brjálaður væri um austfirska þjóðvegi.

Hann tók frí í Kiwanis fyrri part ársins vegna fjarvinnu, en kom til baka í haust og er líka farinn að sprikla aftur með UMFUS strákunum.

EFLU hjólatúr

166512_3784494364711_240436019_n

Elli tryggði fjölskyldunni jólarjúpur sem fyrr og voru þær skotnar víðsvegar um landið og gengu veiðitúrarnir mis vel. Fóru þeir Fjeldstedbræður m.a. Norður í land, nánar tiltekið í landi Mela og eftir langan dag, mikið frost og vont veður fékkst eitt kvikindi og heldur mamman að það hafi verið sú sem var svo vel skotin að hún endaði sem sósusoð. Aðrar voru skotnar á Austurlandi og bragðaðist jólamaturinn vel.

Siggi Valur

60928_303597929760837_1404369578_n

481439_10200148345577457_1466987446_n

Herdís hóf árið í námsleyfi frá VSÓ Ráðgjöf og var ætlunin að nýta tímann vel til  doktorsritgerðarsmíða, en áfram var unnið að rannsóknarverkefnum og var eitt þeirra Umferð á hættu og neyðattímum sem var kynnt á ráðstefnu Vegagerðarinnar í haust og fékk það einnig umfjöllun í fjölmiðlum sem var ánægjulegt. Um verkefnið. Kynning á verkefninu. Áfram verður haldið með verkefnið á nýja árinu.

Doktorsnámið hefur sóst heldur seint að mati þeirrar óþolinmóðu þrátt fyrir námsleyfið. Tók Rituhöfðamamman því þá stóri ákvörðun að hætta í bæjarstjórn  um áramótin, eftir fjórtán og hálfs árs setu. Enn er stefnt að því að ljúka doktorsnámi árið 2014, eða í það minnsta fyrir fimmtugt, sem gefur örlítið rýmri tíma.

Hamfaradísin sótti um að komast á hamfaranámskeið til Iwate háskóla í Japan um þær miklu hamfarir sem urðu þar í landi í mars árið 2011, þar sem um 20.000 manns lést eftir jarðskjálfta og flóðbylgjur. Var hún var valin úr hópi umsækjenda frá HÍ og var eini vestræni þátttakandinn. Það var mikil lífsreynsla að fara um hamfarasvæðin og fá tækifæri til að ræða við fólk og mun það verða nýtt í doktorsnáminu. Var tekið viðtal í morgunútvarpinu á Rás 2 eftir að heim var komið, þegar ár var liðið frá hamförunum. Viðtal á Rás 2.

420728_3181736536142_93784967_n

DSC03511

Nokkur blogg um Japansferðina.

Börn í hamförum - afleiðingar hamfara í Japan 2011- 1 hluti

Kizuna International Seminar Iwate University Japan,

Rikuzentakata í Japan 51 viku eftir hamfarirnar 11. mars 2011

Það kom flóðbylgja, bærinn þinn Rikuzentakata er horfinn

Það kom flóðbylgja, bærinn þinn Rikuzentakata er horfinn - seinni hluti

Eins og þeir sem þekkja til vita þá á frúin oft erfitt með að segja nei og þá sérstaklega ef það hefur með eitthvað nýtt og spennandi að gera. Því var jáið auðsótt þegar um að verða sérlegur alþjóðatengill Iwate háskóla á Íslandi, vegna námskeiðs um hreina orku sem halda átti á Íslandi um haustið. Var haldið að verkefnið væri að vera nk. „mamma“ nemenda, en kom síðar í ljós að embættið fól í sér að skipuleggja og halda námskeiðið frá A-Ö. Ermar voru brettar upp og námskeiðið haldið með stæl í september og komu fjórir japanskir nemendur frá Iwate háskóla. Þar sem hin sérlega umsjónarkona var nýkomin úr brjósklosaðgerð komu þeir Raggi Freyr og Elli sterkir inn í akstur bæði um Suðurnes og Suðurland. Síðasta kvöldið var umsjónarkonunni boðið aftur til Japans á næsta ári og er klárlega orðin besti vinur Japans og verður annað námskeið líklega haldið á næsta ári.

229217_4229788456785_18169191_n

424719_272765959510701_892019231_n

Þar sem frumburðurinn Ásdís var fjallkonan í Mosfellsbæ á 17. júní var gaman að hátíðarræðan var haldin af mömmunni þetta árið og skartaði fjölskyldan þjóðhátíðarbúningum í tilefni dagsins. Hátíðarræðuna heyrðu þó fáir af tæknilegum orsökum og skemmti mamman sér bara nokkuð vel yfir eirðarleysi fólks undir ræðuhöldunum, en ræðan var af ásettu ráði bæði löng og innihaldsrík.

Líkt og fram hefur komið í fyrri annálum hefur gamla verið sérlegur styrktarfélagi í World Class, enda hefur þeim ekki veitt af styrk á krepputímum. Á haustdögum hrökk sú gamla af Þyrnirósarsvefni liðinna ára, enda kostaði sá svefn brjósklosaðgerð í sumarlok. Búið er að endurræsa kerfið og setja stefnuna á bezta form um fimmtugt og er Sigrúnu granna náttúrulega komin í málið, enda þarf klárlega nágrannavörslu í svona mega uppbyggingu og líka góðan stuðning frá Orkuhúsinu og góðu stígakerfi Mosfellsbæjar í einstöku umhverfi. 

Nokkuð var um ferðalög og auk Japansferðar í febrúar var hin árlega heilsusystraferð farin til Póllands í maí og var hún algjörlega frábær eins og þær fyrri og tókum við Kristín og Vilborg að þessu sinni nokkra daga í hinni yndislegu borg Gdansk og nutum lífsins áður en heim var haldið.

IMG_0215

156180_10200106977983391_974281244_n

Á vordögum var einnig haldið í maraþonferð um Norðurlönd til að skoða lausnir í úrgangsmálum. Þátttaka í Evrópuverkefni um öruggara samfélag fól í sér vinnufund og ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi í október. Nokkrum dögum eftir heimferð var haldið til Bandaríkjanna. Bæði til Seattle og Orlando á ráðstefnu sérfræðinga í hamfaramálum. Góð ráðstefna og var jafnframt fyrsta FEMA (almannavarnir Bandaríkjanna) námskeiðið tekið, um hlutverk staðbundinna stjórnvalda í almannavörnum.

542773_4465061698469_1254871525_n

541241_4410902544524_876554347_n

Ásdís Magnea Fjeldsted er nú orðin tvítug og blómstrar sem aldrei fyrr. Hún var Fjallkona í Mosfellsbæ á 17. júní og stóð sig með sóma og var stolt okkar allra.

asdis og sturla

292577_3816712090134_1768963095_n

Ásdís Magnea er búin að taka á því þetta árið og gengur upp um allt, dansar með Háskóladansinum og tekur á því í World Class fyrir allan peninginn. Hún er búin að vinna á Hlein, sambýli fyrir fatlaða á Reykjalundi og er nýfarin að vinna hjá Mosfellsbæ sem persónulegur ráðgjafi.

547159_3992266495895_1164031799_n

Ásdís flutti sig frá Borgarholtsskóla á félagsfræðibraut í Framhalsskólann í Mosfellsbæ sem á vel við hana og stendur hún sig vel. Áður en Ásdís ákvað að flytja sig milli skóla var hún þó kosin ritari Stjórnar nemendafélags Borgarholtsskóla eftir mikla kosningabaráttu og dimmiteraði með félögum sínum.

Stísa er sem fyrr að prófa sig áfram með hárgreiðslur og hárlengdir líkt og myndir annálsins sýna. Hún tók sér frí frá söngnáminu í haust og leiklistinni líka, en hver veit hvað næstu ár bera í skauti sér hjá listaspírunni. Hún fékk þó útrás fyrir listræna hæfileika og gerði upp herbergið sitt og fékk aðstoð Steinunnar vinkonu sinnar við veggskreytingar. Fór hún til Englands með Steinunni vinkonu sinni sem flutti til Englands og skemmtu þær sér heldur betur og er ÁMEF búin að panta sér ferð til Englands til vinkonu sinnar í febrúar til að sækja hana.

486574_251131148340849_1282545152_n

524328_252538334866797_306746927_n

Sturla Sær Fjelsted er orðinn sautján ára, kominn með bílpróf og er loksins farinn að brosa eftir að hann losnaði við spangirnar eftir tæplega átta ára meðferð hjá Sæmundi Páls.

Hann er á öðru ári í Menntaskólanum við Sund og er alsæll menntskælingur og tekur virkan þátt í félagslífinu.

600068_291042724349691_1685770073_n

419481_4229840778093_2024496508_n

Stulli hefur unnið í Fiskbúðinni Mos hjá Sigga og Stjána síðustu sumur og steikir fiskibollur með skóla. Þau stórtíðindi áttu sér stað þegar hann komst LOKSINS á mynd með þeim Sigga og Stjána í Mosfellingi. Stór stund það!

Picture1

486536_4382699491731_1949581242_n

Sturla fór með vinum sínum á Fiskidagana miklu á Dalvík í ágúst og skemmtu þau sér hið besta. Við fjölskyldan skelltum okkur dagspart frá Siglufirði á Dalvík þrátt fyrir brjósklosvesen mömmunnar og Jóhann líka sem var í stuttu stoppi á leið um Evrópu. Við vorum að leita að Sturlu á tjaldstæðinu og þegar við fundum hann gekk eldhress og skælbrosandi  vinkona hans á móti okkur og kynnti sig. „Hæ ég heiti Rósa og ég er kærastan hans Stulla“. Sturla sagði okkur seinna að Rósa væri ekki kærastan hans, en hún Rósa hefur þá greinilega tekið Secretið á þetta því hér er hún hjá okkur eða hann á Kjalarnesinu hjá þeim Sigga og Ingu (já spáið í það, annað sett af Sigga og Ingu í fjölskyldunni J).  En Rósa María Hansen passar svo vel inn í Rituhöfðaklanið að við höfum varla tekið eftir því að hún bættist við. Vertu velkomin í hópinn elsku Rósa okkar <3

539783_286512151469415_1345403001_n 

Fröken Sædís Erla Erlendsdóttir varð níu ára í október og er alltaf jafn glöð og hress og á margar góðar vinkonur sem hún leikur mikið við. Enn er hún eitthvað að efast um tilvist jólasveinsins, en veit þó að þeir fá ekkert í skóinn sem ekki trúa og því er hún ekkert að ræða þetta of mikið og setti stígvélið sitt út í glugga þetta árið.

409416_4660663948403_260473907_n

Sædís tekur þátt í drekaskátunum af lífi og sál. Hún æfir frjálsar, vinnur strákana í píptestunum. Hún færði meira að segja rök fyrir háhæluðum jólaskóm með því að Hlynur frjálsíþróttaþjálfari hefði sagt að ef hún væri dugleg að ganga á táberginu þá myndi hún hlaupa hraðar, við verðum að sjá hvort þetta reynist rétt á næsta ári.

484524_3977612792551_203478388_n 

Sædís Erla er farin að velta fyrir sér Fjeldstednafninu af alvöru þar sem bæði eldri systkini hennar eru búin að taka það upp. Mamman er alltaf að segja henni að hún geti líka verið Herdísardóttir, sem þeirri „stuttu“ þykir alveg fráleitt.

Af bónusbarninu okkar henni Sirrý er það að frétta að þau Óli Natan búa á Aðalgötu 14 á Siglufirði með Bellu sína og útskrifaðist Sirrý okkar sem stúdent frá Framhaldsskólanum á Tröllaskaga.

579404_3534111743950_951930832_n

Skvísý okkar er alltaf jafn yndisleg og njóta þær Sigló Lady sín vel þegar hin síðarnefnda hefur verið í pössun hjá okkur, eða við erum á Siglufirði. Skvísý tók þó ástfóstri við önd sem Lady fékk í jólagjöf og höldum við að hún fari bráðum að mjólka svo vel hugsar hún um „hvolpinn“ sinn.

207878_4675576401205_2094049703_n

Pólitík og Mosfellsbær

Eins og áður sagði tók bæjarfulltrúinn á heimilinu ákvörðun um að hætta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í lok árs og tekur Kolbrún Þorsteinsdóttir sæti í bæjarstjórn þann 1. janúar 2013. Ákvörðunin var tekin hratt og örugglega og verður áhersla lögð á að klára doktorsnám og byggja upp ráðgjafarþjónustu í neyðarstjórnun hjá VSÓ Ráðgjöf. Mosfellingur var fyrstu með fréttirnar eins og svo oft áður J. Á sama lauk störfum í nefnt sem starfandi hefur verið sl. tvö ár á vegum forsætisráðuneytisins, sem hefur unnið að því að móta verklagsreglur vegna tjónamála eftir náttúruhamfarir. Verður eflaust sérkennilegt að ná öðrum takti eftir tæp 15 ár í bæjarmálunum, en efast enginn um að auðvelt verði að fylla upp í tómarúmið.

16004_4594761620886_2096112403_n

sidasta_hamarshoggid

Prófkjör vegna Alþingiskosninga eru í gangi og aðstoðaði gamla settið Ragnheiði Ríkarðsdóttur sem flaug inn í annað sæti í Kraganum, nema hvað!! Kom mamman einnig aðeins að prófkjöri Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Reykjavík sem kom mjög sterk inn í oddvitasætið og mun klárlega láta til sín taka á Alþingi með á næstu árum.

604168_4515336235301_449868724_n

522287_10151257543072145_539237452_n 

Sturla Sær tók þá þátt í prófkjöri í fyrsta sinn og verður orðinn átján í næstu kosningum og fær því einnig að kjósa til Alþingis.

Framundan er kosningaár, landsfundur Sjálfstæðisflokksins í febrúar og svo kosningar til Alþingis í apríl nk. Á aukaaðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ í lok árs bauð fráfarandi bæjarfulltrúi sig fram í stjórn félagsins og mun því taka virkan þátt í starfinu. Eins situr hún í stjórn Allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins sem kosið var til í fyrsta sinn á árinu og því verður ekki skortur útrás í pólitíkinni.   

483466_118173621680427_1799311319_n 

Áfram fjölgar í Mosfellsbænum og er íbúafjöldi nú að nálgast 9000. Varð Mosfellsbær 25 ára 9. ágúst og var afmælisdagskrá allt árið til að fagna þeim áfanga. Var m.a. tekið viðtal við Herdísi formann bæjarráðs í Sveitarstjórnarmálum vegna afmælisins. Á árinu var mikil gleði yfir bláum tunnum sem komið var á hver heimili til að auka flokkun og eykst flokkun jafnt og þétt. 

þótti okkur afar skemmtilegt að ísbíllinn er farinn að venja komu sína í Rituhöfðann og var alltaf verslað við hann þegar við urðum hans vör.

Blaar tunnur í Mosfellsbae

66546_4293782896606_374130950_n

Örfréttir af stórfjölskyldunni

Jóhann og Shirley hafa það fínt í Seattle og er alltaf jafn gaman þegar Jóhann lætur sjá sig á klakanum kalda, sem gerist nokkrum sinnum á ári, okkur öllum til ánægju og yndisauka. Sarah og Cory keyptu sér nýtt hús skammt frá Jóhanni og eiga þau von á nýjum erfingja á nýja árinu og verður Emma þá stóra systir.

534629_4457424347540_1215085335_n

543025_4457422547495_1795910896_n

Kristín og Jóhann Pétur eru bæði í háskóla og náði Jóhann þeim merka áfanga á árinu að verða 21 og hélt upp á það með 21 skoti og lýsti því yfir daginn eftir að hann ætlaði ALDREI aftur að drekka J

Johann Petur 21 years

Kristin and baby brother Russell

Amma á Sigló unir sér vel á Laugarveginum og bjó Kristín þar hluta úr ári og amma Binna í sumar. Gallerí Sigló fékk nýtt lúkk á árinu og eru þær alltaf jafn duglegar og gaman að koma við. Fór amma til Ameríku í lok árs eins og áður sagði og nýtur þar lífsins með Jóhannsleggnum og Emmu vinkonu sinni. Amma er orðin tölvukerling og fékk sér meira að segja iPad, sem hefur komið sér vel í Skypesamskipti við okkur hin. Best þótti ömmu að sleppa við jarðskjálftahrinuna sem var fyrir utan sem var syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi og mældust töluvert margir jarðskjálftar yfir 4 á Richter.

560612_10150832594327343_455916632_n

Frést hefur að þær frænkur Ásdís Magnea og Kristín Stórfrænka lesi Nonnabækurnar af kappi og séu búnar að skrá sig í félag Nonnavina og plani ferð í Nonnahús á Akureyri næsta sumar.

Kristín býr á Siglufirði, á Aðalgötunni og stundar nám við Framhaldskólann á Tröllaskaga og er metnaðurinn svo mikill að tíurnar eru hættar að duga J. Tekur hún gullfallegar myndir og gladdi okkur fjölskylduna með fallegum Hólshyrnumyndum um jólin. Hún hefur tekið þátt í ljósmyndasýningum á árinu og er ljóst að hún mun láta mun meira til sín taka á þessum vettvangi í framtíðinni.

holshyrnan_kristin

312974_10150962852712343_930940423_n

Þórður Matthías flutti úr Grindavík þegar hann tók við nýjum veitingarstað í Keiluhöllinni í Egilshöll og búa þau Sigga og Haraldur í höfuðborginni.

255344_10150962852257343_1311517919_n

Sigurjón Veigar stundar sjóinn og njóta þau Halla, strákarnir og hundarnir Bronco og Bjalla Sól lífsins í Vogunum.

149632_4293785896681_888455816_n

403512_4586036562765_1750966683_n

Raggi Freyr býr í Grindavík og vinnur í sjoppu sem Doddi keypti nýlega í Njarðvík. Siggi er að fara í flugvirkjanám í Grikklands og gæti meira en verið að heimsókn í Rituhöfðann í lok árs hafi orðið til þess að Thelma færi að gera eitthvað nýtt og spennandi á nýja árinu.

385619_3554241928544_1915533011_n

422311_10150966737312343_851013527_n

Amma Binna dansar, prjónar og heklar sem óð og rak hún veitingarstaðinn Harbour House Café á Siglufirði ásamt Kristínu síðasta sumar og er líka komin með iPad og Facebook.

425971_4293786256690_418301317_n

167424_10150852979197343_961505013_n

Siggi og Inga Rósa eru spræk og líka Einar Kristján. Birna María sem leikur eins og engill með Skólahljómsveitinni og er fjölskyldan farin að stunda vatnasport. Siggi varð fertugur 10. nóvember og var mikið húllum hæ á Hvíta Riddaranum í tilefni áfangans. Fiskbúðin Mos sem enginn Mosfellingur getur hugsað sér að vera án gengur vel vinnur amma Binna þar og Sturla líka eins og áður sagði.

533433_10150862568167343_450305421_n

526490_137760343030995_1214455104_n

Ætt- og vinarækni fjölskyldunnar var í meðallagi þetta árið og var ættarmót Fjeldstedfjölskyldunnar  meira að segja haldið á Logalandi í júní. Var góð mæting og mikið fjör og þótti Sturluleggnum einna skemmtilegast í bingóinu, þar sem við rökuðum inn vinningum og harðneitum að það hafi neitt með það að gera að Elli og Rúnar voru stjórnendur.

553649_3957936660660_1809594738_n

aettarmot2012

Á leiðinni heim af ættarmótinu tókum við spontant ákvörðun um að heimsækja þau Steinunni Steinars og Georg í sveitina. Mikið óskaplega var það gaman og ekki síst því Steinunn lýsti því alltaf yfir að hún ætlaði að búa í sveit og ljóst er að þar á hún heima. Eftir að Sædís Erla (sem er NB I love it typa) var búin að fara á hestbak, ná í svínin út í móa og leika við kettlinga og hunda, leystu þau okkur út með eggjum frá sínum hamingjusömum hænum og öndum. Næst verður amma á Sigló klárlega tekin með í Borgarfjörðinn til að skoða garðinn flotta og taka út rósirnar og hitta vini sína Vilborgu og Steinar.

314723_3958694399603_164080970_n

487763_3958696159647_1661588095_n

Nokkrar óvæntar og skemmtilegar fjölskylduhátíðir voru haldnar og má segja að helgin með Hallfríðarbörnum á Siglufirði standi upp úr. Tóku þau Guðrún, Pétur, Þóra og Margét og Co sig saman og héldu á Siglufjörð um verslunarmannahelgina og skemmtum við okkur fram á rauða nótt, þvílíkt fjör!! Einnig komu frænkur okkar þær Stefanía María Pétursdóttir og Haffí ásamt fjölskyldum við á Harbour kaffi og áttum við saman yndislega samverustund í dásamlegu veðri.

376217_4025968041402_413069122_n

558180_10150907217762343_750175500_n

Nokkuð var um ferðaflandur á árinu. Árleg páskaferð á Siglufjörð. Árshátíðarferð með góðum vinnufélögum VSÓ til Ísafjarðar var farin í apríl. Algjörlega frábær ferð í alla staði. Gerðum við nokkrar tilraunir til heimsókna á Ísafirði í árshátíðarferðinni með VSÓ, en virtist sem allir sem við þekktum hafi tekið sig saman og farið í hópferð út bænum þá helgina. Fékk bæjarstjórinn meira að segja símtal og honum „hótuð“ yfirtaka úr eigin síma frá bæjarskrifstofunni.

VSO Radgjof_Isafjordur

Má segja að það hafi verið Siglufjarðarþema í sumar og dvaldi mamman þar löngum stundum með Sædísi Erlu sem meira að segja fór á reiðnámskeið hjá Herdísi á Sigló. Hittum við marga á Sigló og var ekki óalgengt að slegið væri uppi kaffiboði á Harbour hjá þeim Kristínu og ömmu Binnu. En einnig var farið í styttri ferðir eins og hina árlegu menningarhátíð í Leyni 2012, sem var farin þrátt fyrir að mamman væri að bíða eftir brjósklosaðgerð.

272346_10151227603232652_845148894_o

277845_10151110634662422_632453323_o

Rituhöfðahjónin fóru ásamt ömmu á Sigló til Seattle í október, en amman var að fara í nokkurra mánaða dvöl í Ameríkunni. Samvera, kleinubakstur og góður matur var þema daganna okkar og var gaman að Kristín og Jóhann Pétur gátu komið í helgarfrí úr skólanum. Var líka gaman að fá tækifæri til að koma í nýja húsið þerra Söru og Corys og fara á fótboltaæfingu með Emmu, sem gerist nú ekki á hverjum degi.

543025_4457422547495_1795910896_n

295826_4457418547395_601757016_n

Elli fékk þó fleiri daga í Seattle þar sem hann varð eftir á meðan hamfaramamman skellti sér á vit hamfarabræðra og systra í Orlando. Nýtti hann m.a. tímann til að fara á andaveiðar með Jóhanni og var bráðin boðuð með góðri lyst. Var frekar skondið að þegar Elli var að gera að öndunum á bryggjunni hjá Jóhanni syntu forvitnar endur ítrekað fram hjá og hefði verið auðvelt að ná sér í fleiri endur, en stóðst Elli þó mátið (segir hann í það minnsta).

427850_4778982558560_1770256856_n

409158_4421117839900_509396098_n

Haldið var októberfest í Rituhöfðanum fyrir afmælisbörn októbermánaðar þau Sædís Erlu, Ella og Ásdís Magneu. Er ljóst að þessi fjölskylduhátíð verður endurtekin og Ástu frænku boðið á næsta ári.

552399_4293783856630_180172640_n 

Í einni af fjölmörgu Efluhátíðum ársins ákváðu þær Ásta frænka og Herdís að hittast við leiði Kristjáns afa og Erlu ömmu á afmæli Erlu þann 15. desember. Var staðið við það (nema hvað!!) og afmælisöngurinn sunginn með kakói í bolla. Frábær stund og vonandi árleg og á eflaust eftir að bætast í afkomendahópinn á næstu árum.

15des2012 

Eins og alltaf mættu heimsóknir til vina og ættingja vissulega vera fleiri, en hver veit hvað nýtt ár ber í skauti sér. Í þessu sambandi má vissulega þakka fyrir að fá tækifæri til að fylgjast með fólkinu sínu á Facebook.

Skátafjölskyldan í Rituhöfða 4 stendur nú undir nafni því þau stórtíðindi áttu sér stað að fimmti og síðasti skátinn í fjölskyldunni var vígður á árinu jólafundi Mosverja 18. desember. Sannaðist að skátar eru ávallt viðbúnir og fljótir að taka ákvarðanir þegar bæjarfulltrúinn Herdís var að fara að sinna sínu síðasta embættisverki og halda fyrirlestur fyrir skátana. Komu þau Rituhöfða Skáta Dagga og Gunni Atla skátamömmunni skemmtilega á óvart með vígslunni. Fyrstu viðbrögð hins verðandi skáta voru NEI þegar Gunni spurði hvort hún kynni skátaheitið, en annað kom á daginn enda búin að lifa með skátunum sínum árum saman. Var þetta dásamleg stund og hver veit nema hún sé síðasti skátinn sem hlaut vígslu á hinu mikla skátaafmælisári 2012, eða á 100 ára afmæli Skátanna á Íslandi og 50 ára afmæli Mosverja.

  154726_302021836585113_668366981_n

12624_301819023272061_1766174421_n

Rituhöfðinn Rokkar eins og fyrri ár, en eitthvað er okkur farið að förlast því ekki var haldið villt skreytipartý fyrir jólin, spurning hvort við erum orðin of gömul hmmm eða hvort það var snjóleysi um að kenna og lítilli jólastemmningu. En mamman testaði þó 40 daga jólavodkann hjá Önnu Ólöfu, en ekki náðist að prófa 7 daga vodkann Sigrúnar grönnu þetta árið. Enn bíður rótsterkt rjóma Tallinn í skápnum á 4 eftir heimsókn granna, en af reynslu liðinna ára að við grönnurnar látum það ekki skemmast.

Þema götugrillsins í sumar var Ólympíuleikarnir og skemmtum okkur vel og lengi og var um tíma spáð í að keppa bæði í ólympíuleikum fatlaðra og ófatlaðra, en ekki náðist næg þátttaka í síðarnefnda flokkinn, en Rituhöfðamamman á fjögur komst ekki einu sinni að rásmarkinu og því var Viddi krýndur meistari í hjólastórarallýinu. Þau Gilli og Ásta voru meira að segja svo huffleg við okkur að byggja við húsið sitt til að við gætum grillað inni sem kom sér vel þar sem veðrið var ekkert sérstakt, en trúlega verður sú viðbygging þó komin með annað hlutverk í næsta götugrilli, en skúrinn verður áfram á sínum stað. Er mikil tilhlökkun í götunni því Raggi og Anna Ólöf eru búin að byggja útihátíðarpall við húsið sitt og hlakkar Rituhöfðamamman mest til að rifja upp Atlavíkurdjammið á nýja pallinum með Austfirðingunum næsta sumar og spurning hvort Stuðmenn og Grýlurnar mæti líka.

DSC08123

Rituhöfðinn ætlar að vinna umhverfisverðlaunin 2013, fallegasta gatan (secretið sko), en höfum við stefnt að þessu leynt og ljóst í mörg ár. Var það nefnt af dómnefndinni síðasta sumar að jeppinn hans Palla hafi helst valdið því að við fengum ekki verðlaunin í ár, en viti menn Kári blessaður blés honum (smá ýkjur, bara parti af honum) yfir í næstu götu í einum af fjölmörgum fellibyljum haustsins og er hann nú kominn í viðgerð í skúrinn og því ætti hann ekki að hafa áhrif á umhverfisverðlaunin næsta sumar.

Gleðilegt ár kæru vinir

Við Rituhöfðafjölskyldan á fjögur endum árið á því að styrkja Björgunarsveitina okkar og vonum að þið gerið það sama því við vitum jú aldrei hvenær við þurfum á hjálp þeirra að halda.

Kærar þakkir fyrir fyrir samverustundir á liðnu ári og vonumst við til að hitta ykkur hress og kát á hinu frábæra ári 2013. 205353_3883715445176_414560514_n560612_10150832594327343_455916632_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt ár elsku vinkona, þær gerast ekki mikið flottari en þú, ungu konurnar í dag :)  gangi þér allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2013 kl. 18:31

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það vottar fyrir ættarstolti að sjá myndarlega fjallkonu Mosfellsbæjar.  Gleðilegt ár.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2013 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband