Nýliðun í þingmannaliðinu
18.3.2007 | 13:37
Í nótt lauk 133. löggjafarþingi og þingfundum frestað fram á sumar, eða fram yfir þingkosningar sem fara fram 12.maí næstkomandi.
Fjölmargir þingmenn voru kvaddir að þessu sinni og því ljóst að margir nýliðar verði í þingmannahópnum eftir kosningar. Að baki þessa fóks sem nú senn hættir liggja mörg þingmál og ráðherradómur þar á meðal er fyrsti umhverfisráðherra okkar sjálfstæðismanna, hún Sigríður Anna Þórðardóttir sem vann að mörgum góðum málum í umhverfisráðuneytinu, sem sum hver eru að verða að veruleika núna. Margir eiga líka örugglega eftir að sakna Halldórs Blöndal, sem er dáður í sínu kjördæmi og fylgdi málum fast eftir.
Það hafa mörg mál verið afgreidd á þessu þingi og mörg orðið að lögum á liðum dögum. Ég var að vona að ný lög um almannavarir litu dagsins ljós, en munu þau bíða haustsins og vonandi mun Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra verða sá sem fylgir því máli eftir. Það var skondið að fylgjast með alþingi í gær .... stjórnarandstöðuþingmenn kepptust við að vera með skoðanir á þeim málum sem biðu atkvæðagreiðslu.. í þeim eina tilgangi að geta komist að í umræðunni og lýst því yfir að kominn væri tími til að hvíla ríkisstjórnina og þegar þau næðu völdum yrði nú tekið á málunum með öðrum hætti en nú er gert og barnafólk, sjúkir, fátækir, atvinnulausir, aldraðir.......... bara öll íslenska þjóðin aftur átt glaðan dag ...right...ég velti því nú bara fyrir mér hvað það tæki vinsti menn langan tíma að koma ríkisskútunni á hliðina ef þeir næðu völdum.
Nú fer kosningabaráttan að hefjast fyrir alvöru og senn kemur í ljós hvaða kosningamál verða efst á baugi (með litlu B-i). Það verður líf og fjör í baráttunni í Kraganum. Í dag eru 5 sjálfstæðisþingmenn og eru aðeins tveir af þeim fimm sem eru í dag sem halda áfram og því mikil nýliðun. Í næstu kosningum verður einum þingmanni bætt við í Kraganum og spái ég því að það verði sjötti sjálfstæðisþingmaðurinn og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Ef ég reynist sannspá þá geta þeir sem lýst hafa yfir áhyggjum sínum af skoðanaleysi alþingismanna og lognmollu á alþingi andað léttar.
Fundum Alþingis frestað fram á sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Athugasemdir
Ragnheiður er alveg frábær og á fullt erindi á þingið. Megið þið missa hana úr bæjarstjórastólnum ? Hlakka til að sjá hana í þingsölum.
Vilborg Traustadóttir, 19.3.2007 kl. 00:12
ÞAð er ekki ofsögum sagt, að það sindri af andlegum steðja hennar og víst, að undan neistum þaðan mun svíða á skinni andstæðinga okkar Sjálfstæðismanna.
Hún er mjög góð viðbót við þingflokk okkar, fulltrúi okkar ,,venjuloegu" brauðstritara.
Kveðjur
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 19.3.2007 kl. 08:24
já heldur betur, hún er búin að gera frábæra hluti sem bæjarstjóri í Mosfellsbænum og vildi ég náttúrulega hafa hana áfram þar .... en í þessu máli verður maður að hugsa um hagsmuni heildarinnar
Herdís Sigurjónsdóttir, 19.3.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.