Bloggvinir og jafnréttismál
19.3.2007 | 11:24
Dagur 1. kæru bloggvinir
Það er mjög sérstakt fyrir mig sem nú ætti að vera búin að fara í tímana mína í háskólanum og komin í vinnuna að liggja á mánudagsmorgni uppi í rúmi og hafa ekki leyfi til að gera neitt annað en að hlusta á útvarpið og blogga .....og það samkvæmt læknisráði (hann reyndar nefndi ekki bloggið sérstaklega). Þeir sem þekkja mig vel vita að ég nærist á því að lesa fréttir, hlusta á fréttir og skrifa og því væri þetta draumastaðan ..... en við sjáum hvernig málin þróast og hvort 6 vikna daglegt blogg færir mér fleiri eða færri bloggvini.
En að máli dagsins.
Í morgunþætti Heimis og Kollu á Bylgjunni var verið að tala um jafnrétti og kynjakvóta. Ég verð alltaf jafnhissa á þessari umræðu og hef margoft skrifað um þetta mál, enda kona með mjög sterka réttlætiskennd. Ég held að bæði kynin þurfi að viðurkenna að munur er á kynjunum, við konur þurfum að trúa því sjálfar að við getum gert allt það sem við viljum gera og gildir það sama um karla. Það dylst engum sem les söguna að konur hafa haft á brattann að sækja í jafnréttismálum, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hafa rannsóknir sýnt að hér á landi er enn nokkuð í land í launamálum. Ég hef oft velt þessu máli fyrir mér. Hvað er það í okkar samfélagi og viðhorfum til starfa sem veldur þessu, gæti verið að launaleyndin hefði einhver áhrif? Mikið var rætt um það í tengslum við jafnréttisfrumvarpið um daginn og voru m.a. rök Vilhjálms Egilssonar hjá SA og fleirum sem sögðu að ef launaleynd yrði afnumin færi allr í bál og brand. Það myndi leiða til þess að allir lækkuðu í launum og ekki væri lengur hægt að umbuna góðum starfsmönnum bíddu . ætti þetta ekki einmitt að leiða til hins gagnstæða? Í það minnsta kaupi ég ekki þessi rök. Ég sé samt það samt í hendi mér að kostar meiri vinnu fyrir yfirmenn fyrirtækja, af hvaða kyni sem þeir kunna að vera. Þeir verða að vita upp á hár fyrir hvað verið er að umbuna og þurfa náttúrulega að standa og falla með sínum ákvörðunum. Hin rökin um að þetta leiði til lélegs mórals á vinnustöðum þá hef ég líka skoðun á því. Ég tel að það verði klárlega aukin meðvitund meðal starfsmanna um árangustengingu í starfi sem leiði til samkeppni, en við sem höfum púlað í bónus í frystihúsi vitum að þannig er hægt að auka framleiðni og fólk veit þá hvað það er sem skilar fleiri krónum í launaumslagið ... hver vill það ekki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.