Skemmtiferðaskip og æfingar
6.4.2007 | 08:01
Það virðist sem vel hafi gengið að rýma skipið eftir strandið. Það skiptir mikil máli að starfsfólkið um borð í svona skipum sé vel þjálfað í viðbrögðum við að aðstoða ferþegar við rýmingar, líkt og flugþjónar og flugfreyjur háloftanna.
Ég man þegar ég vann á Norrænu þá voru haldnar vikulega æfingar. Flautan baulaði og þurftum við þá að fara upp á dekk og mæta í okkar bát. En áður var búið að setja upp skema um það hvaða starfsmenn færu saman á hvaða björgunarbát og síðan var róterandi hvað viðkomandi starfsmaður gerði í björgunarbátnum í hverri viku.
Aldrei reyndi á þessa "allir í bátana" þekkingu mína á meðan ég vann þarna um borð sem betur fer. En þessi reynsla kom sér ágætlega seinna þegar ég var farin að vinna að hópslysaáætlun vegna ferjuslyss og viðbragða í landi. Móttöku á slösuðum, óslösuðum, flutningur, upplýsingagjöf, sameining fjölskyldna, sálrænn stuðningur og fleira. En hér á landi er að aukast straumur skemmtiferðaskipa og því mikilvægt fyrir almannavarnanefndir og aðra viðbragðsaðila að hafa gert slíkt skipulag til að samhæfa viðbrögð alla viðbragðsaðila. Það er vissulega mikilvægt fyrir fólk að kunni vel til verka hvað þeirra eigin störf snertir, en reynslan hefur kennt mér að ekki skiptir minna máli að hafa góða þekkingu á hlutverki annarra viðbragðsaðila í kerfinu og góða viðbragðsáætlun þar sem búið er að tryggja góða samæfingu þess kerfis sem fyrir hendi er á hverjum stað.
1600 farþegar fluttir frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Og núna er skipið sokkið. Tveggja farþega (feðgina) saknað. Búið að handtaka skipstjórann og nokkra aðra yfirmenn.
Hlynur Þór Magnússon, 6.4.2007 kl. 08:15
Æi en ömurlegt, þetta voru ekki góðar fréttir. Ég ætla að vona að þessi feðgin hafi orðið viðskila við hópinn og gefi sig fram, en ekki lítur það vel út.
Herdís Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.