Upphaf kosningabaráttunnar

IMG_3282

 

 

 

 

 

Ég hlakka mikið til landsfundarins sem hefst á morgun, 37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins og ber hann yfirskriftina   Nýjir tímar - á traustum grunni. Þetta eru skemmtilegar samkomur og hittir maður góða félaga og vini frá öllum landshornum. Ég var búin að taka að mér formennsku í einum starfshópnum, en hætti svo við þegar ég fann að ég var ekki búin að ná mér nægjanlega vel. En vonandi tekst mér nú samt að taka þátt í vinnunni, því á landsfundinum er tækifærið til að koma sínum skoðunum á framfæri og móta stefnu flokksins.

Það er ljóst að landsfundardrög Sjálfstæðisflokksins hafa litað frétta- og bloggheima frá því þau litu dagsins ljós. Það var virkilega áhugvert að sjá fundinn með forystumönnum flokkanna í Kastljósi í vikunni, en þar voru foringjarnir spurðir út í stefnu sinna flokka út frá landsdrögunum Sjálfstæðisflokksins. Það vita samt allir sem setið hafa landsfundina að drögin taka oft töluverðum breytingum á fundinum sjálfum. Það verður svo sannarlega gaman að takast á um málin, enda oft eru skiptar skoðanir og annað óeðlilegt í þessum fjölmenna flokki. En að lokum munum við samþykkja stefnuna og þá hefst kosningabaráttan fyrir alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég skil vel tilhlökkun þina, því að konan mín, Kristín I. Hallgrímsson, var um árabil (nær við bjuggum í Borgarnesi) fulltrúi á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.Ég fékk stundum að fljóta með reyndar einu sinni sem fullgildur fulltrúi með atkvæðisrétti. Það var bara dálítið gaman að prófa þetta einu sinni.

Með bloggvina kveðju, KPG

Kristján P. Gudmundsson, 11.4.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

..... er grátandi heima núna yfir því að komast ekki

...... en vonandi gefst mér bara tækifæri til þess seinna

Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Hefði virkilega viljað geta verið með ykkur Mosfellingum þessa dagana   en á maður ekki að láta fermingarundirbúning og slíkt ganga fyrir pólitíkinni

Guðmundur H. Bragason, 11.4.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Karl Tómasson

Jú auðvitað Gummi minn lætur þú fermingarundirbúninginn ganga fyrir.

Karl Tómasson, 11.4.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Góða skemmtun bloggvinkona, hlakka til að heyra útkomuna eftir helgina. Ég ætla sjálf að skreppa í vorið í Skotlandi

Jóhanna Fríða Dalkvist, 11.4.2007 kl. 16:14

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég þakka, ég mun skemmta mér vel og þið verðið bara að koma með mér í anda og þá sérstaklega þú Kalli minn , ég er að hugsa um að fara í umhverfishópinn ..... og það verður svo sannarlega gaman að byrja baráttuna eftir landsfundinn

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, þú ætlar í umhverfishópinn. Mér líst vel á það, því að þar þarf að hafa gott fólk, sem er með góða jarðtengingu en jafnframt víðsýnt. Gangi þer vel og góða skemmtun.

Með bloggvinar kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband