Fjölgun hjúkrunarrýma

Gömul kona

Ég sá að það hafa verið byggð 522 hjúkrunarrými á landinum frá árinu 2001 til loka ársins 2006, en fannst mér eins og það hefði verið byggt mun minna. Síðan er áætluð fjölgun hjúkrunarrýma til ársins 2010 um 400 hjúkrunarrými í viðbót og er mikilvægt að hraða byggingu þeirra og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest. Sem sagt þá eru þetta samtals um þúsund ný hjúkrunarrými á 10 árum. 

Ég fagnaði sérstaklega þegar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið gaf vilyrði fyrir uppbyggingu 20 hjúkrunarrýma hér í Mosfellsbænum, en þetta er eina stóra sveitarfélagið sem ekki hefur neitt hjúkrunarrými innan bæjarmarkanna. Ég er líka ánægð með þá áherslu sem lögð hefur verið á að styðja fólk til að búa sem lengst heima með því að veita aukna þjónustu inn á heimilin og auka samstarf félagsþjónustu og heilsugæslu. Nú er hafinn undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilisins sem mun rísa á sama stað og öryggisíbúðir sem verið er að byggja í samstarfi við Eir og verður mikill léttir fyrir okkur öll sem hér búum að hafa loks heildstæða þjónustu fyrir aldraða í bæjarfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband