Blómaþorpið í Keflavík
3.5.2007 | 09:18
Ef þið viljið gefa eitthvað alveg sérstakt þá skulið þið endilega fara til hennar Diddu frænku minnar sem á Blómaþorpið í Keflavík.
Ég varð ekkert smá grobbin af henni stóru frænku minni þegar hún varð í öðru sæti í keppninni Blómaskreytir 2007 í Fífunni um síðustu helgi. Það er búið að vera gaman að fylgjast með henni þessum dugnaðarforki vaxa í starfi sem blómaskreytir. Fyrst keyrði hún á milli þegar hún var í Landbúnaðarskólanum og útskrifaðist svo sem blómaskreytir. Nú hún er líka með námskeið út um allt og man ég þegar hún var með námskeiðið á Siglufirði og sló heldur betur í gegn. Hún notar nefnilega það sem náttúran gefur eins og hún segir sjálf og hefur unnið fullt af verðlaunum fyrir glæsilegt handbragð og frumlegheit.
Blómaþorpið hennar Diddu er öðruvísi og skemmtileg vinnustofa sem sérhæfir sig í nútímalegum, sérstökum, árstíðabundnum og stílhreinum skreytingum fyrir einstaklinga og fyrirtæki og fara skreytingar eftir árstíð og blómaframboði hverju sinni. Hún gerir skreytingar sem hæfa öllum tækifærum: ráðstefnur, sýningar, þemadagar, árshátíðir, hanastél, brúðkaup, skírn og jarðarfarir og svo er hún líka með svona hefðbundnar skreytingar í boði.
Hér er auglýsing sem ég fann frá Blómaþorpinu
Blómaþorpið býður ýmsar nýjungar sem eru til hagræðingar fyrir viðskiptavini okkar. Eftirfarandi eru nokkrar nýjungar sem Blómaþorpið býður upp á og mun leysa ýmis vandamál sem almennt fylgja blómakaupum fyrirtækja og þar af leiðandi sparar þeim tíma, peninga og fyrirhöfn :
- Við sækjum og sendum til fyrirtækja
- Við höldum undirskrifuðum kortum á lager frá föstum viðskiptavinum
- Við afhendum blómasendingar með persónulegum hætti
- Við sjáum um kaup á gjöfum, sé þess óskað að þær fylgi blómaskreytingu.
- Við höldum utan um afmælislista starfsmanna fyrirtækja
- Við leggjum umfram allt áherslu á fagmennsku og trausta þjónustu
Ásdís Vilborg Pálsdóttir
Blómaþorpið Túngötu 10
230 Keflavík
Sími 8957105
blomatorpid@simnet.is
Til hamingju með þetta allt frænka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Herdís, ég kíki við hjá henni þegar ég á leið um næst. Þetta er ábyggilega í blóðinu (genunum). Listaspíran og blómakonan hún mamma þín á ábyggilega "litlu tána" á Diddu.
Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.