Sveitaferð Huldubergs

IMG_1170

Við Sædís Erla fórum í sveitaferð að Grjóteyri með leikskólanum hennar í dag. Það er alltaf frábær þátttaka og fjöldinn allur af rútum sem fóru með glaða krakka, foreldra og starfsfólk. Þetta eru alveg frábærar ferðir og örugglega mikil skipulagning að baki og tókst þessi alveg jafnvel og ferðin í fyrra. Allir sem vildu fengu að sjá dýrin og leika sér og þótti Sædísi Erlu laaaaaaaang skemmtilegast að gefa beljunum og keyra traktorinn og jú svo var voða gott að fá pylsuna líka. Ferðin endaði svo á grjótkasti við Meðalfellsvatn og við heimferð fengu allir sveitalitabók.

Sædís Erla að keyra traktor í sveitinni

Í þessum ferðum gefst börnunum kostur á að sjá dýrin í sveitinni og er gaman að upplifa gleðina með börnunum. Sædís Erla er mikil sveitakona og er sönn "I love it" typa og elskar að vasast í dýrunum og vaða drulluna. Hér eru nokkrar sveitamyndir og var súrt að pabbi komst ekki með okkur, en hann varð að vinna núna, en kemur bara með okkur næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Skemmtilegt.

Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Alltaf gott að vera í sveitinni

Ágúst Dalkvist, 3.5.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sveitin er það besta sem við eigum. Héðan er annars bara allt gott að frétta. Kosningastemmingin góð og allir jafna kátir. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já sammála því alltaf gaman í sveitinni.

Ágúst, hún Sædís Erla er mjög efnileg sveitakona og hver veit nema hún flytji í sveitina einn daginn  ... en mamma hennar yrði ekki til mikils gagns komin með ofnæmi fyrir flestum dýrum  og grasi,,, en kannski verður ofnæmiskerfið orðið gamalt og hætt að virka þegar Sædís Erla flytur í sveitina og þá get ég flutt með .

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.5.2007 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband