Kosningastríð í Evrópu

Eiríkur Hauks

Það er skoðun margra að breyta verði kosningakerfinu í evrópsku söngvakeppninni. Ég sagði sjálf að við kæmumst ekki upp úr undankeppninni fyrr en kerfinu yrði breytt. En viti menn svo var það víst málið að Eiríkur Hauks og strákarnir voru aðeins nokkrum atvæðum frá uppgöngu, þannig að kannski eigum við raunhæfa möguleika á að komast upp.

En þetta er greinilega bæði háalvarlegt og hápólitískt mál, komið á breska þingið og farið að skaða samskipti milli íbúa í Evrópu. En ég verð nú samt að segja að það hefur nú ekki bara verið kosningafyrirkomulagið sem varð til þess að breska lagið komst ekki lengra í keppninni... það var bara ekkert sérstakt. En ég er hjartanlega sammála Sigmari um að það hefði snarlagast ef Jónsi flugþjónn no. 1 hefði tekið þátt í þessu söngatriði Whistling.

Hvernig ætli færi nú með fiskinn í lögsögu okkar litla Íslands ef við gengjum í ESB, ef kosningakerfið í Evróvisjón er farið að valda nágrannastríði milli landa í Evrópu ?


mbl.is Breskur þingmaður krefst þess að Evróvisjón-kosningunni verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband