Samkvæmisleikurinn, hver verður ráðherra?
20.5.2007 | 22:04
Ég get ekki neitað því að hugurinn hefur oft leitað til Þingvalla undanfarna daga. Ég verð líka að viðurkenna að ég er ekki alveg búin að venjast þessari mynd af þeim Geir og Ingibjörgu Sólrúnu, en það gerist örugglega með tímanum.
Samkvæmisleikurinn, hver verðu ráðherra? er mikið spilaður þessa dagana. Litið er til efstu manna í kjördæmum, þeirra sem hlutu góða kosningu, landsbyggðarsjónarmiða, en að mínu mati er alveg ljóst að ekki verður kynjahlutfallið jafnt í Þingvallarstjórninni. Ég sá eina færslu þar sem búið var að taka saman atkvæðamagn að baki þingmanna og ef við lítum 10 efstu hjá Sjálfstæðisflokknum þá er staðan þessi (þessir feitletruðu eru fyrstu þingmenn sinna kjördæma):
- 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 19.307 Suðvestur
- 2. Geir H. Haarde 13.841 Reykjavík Suður
- 3. Guðlaugur Þór Þórðarson 12.760 Reykjavík Norður
- 4. Bjarni Benediktsson9.654 Suðvestur
- 5. Árni M. Mathiesen 9.120 Suður
- 6. Björn Bjarnason 6.921 Reykjavík Suður
- 7. Kristján Þór Júlíusson 6.522 Norðaustur
- 8. Ármann Kr. Ólafsson 6.436 Suðvestur
- 9. Guðfinna S. Bjarnadóttir 6.380 Reykjavík Norður
- 10. Sturla Böðvarsson5.199 Norðvestur
Hér er sami listi fyrir Samfylkinguna og eru þessir feitletruðu oddvitar sinna kjördæma.
- Gunnar Svavarsson (S)12.845 Suðvestur
- Össur Skarphéðinsson (S)10.248 Reykjavík Norður
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)10.233 Reykjavík Suður
- Björgvin G. Sigurðsson (S) 6.783 Suður
- Katrín Júlíusdóttir (S) 6.423
- Jóhanna Sigurðardóttir (S) 5.124
- Ágúst Ólafur Ágústsson (S) 5.117
- Kristján L. Möller (S) 4.840 Norðaustur
- Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) 4.282
- Guðbjartur Hannesson (S) 3.793 Norðvestur
Hvernig lítur ykkar drauma Þingvallastjórn út?
Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Setti á síðuna hjá mér lista yfir þá sem ég taldi líklegast að fengju hvaða ráðuneyti, miðað við að ráðuneytum yrði ekki fækkað. Það er nú samt kannski ekki óska stjórn enda væru miklu fleiri framsóknarmenn í henni heldur en líklegt getur talist að verði í næstu stjórn
Ágúst Dalkvist, 20.5.2007 kl. 22:18
Ég tek undir það með þér að maður er ekki alveg farinn að venjast því að Geir og Ingibjörg séu eitt "team" en það kemur örugglega með tímanum.
Með ráðherraskiptinguna þá er þetta mín spá:
Geir, Þorgerður, Árni M, Einar K, Björn og Kristján Þór frá Sjálfstæðisflokki og Ingibjörg, Ágúst Ólafur, Össur, Jóhanna, Þórunn Sveinbjarnar og Björgvin G. Sigurðsson.
Björg K. Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:20
Verður spennandi að sjá hvað kemur. Þori engu að spá en vona það besta.
Vilborg Traustadóttir, 21.5.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.