Svínaflensusýkingin sem olli Akureyarveikinni eða ME/CFS (Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome)

Ég fékk svínaflensusýkingu (H1N1) í október 2009 og hef ekki jafnað mig síðan. Ég vissi reyndar ekki hvað var að mér fyrr en fyrir rúmu ári, þegar ég var greind með hina svokölluðu Akureyrarveiki - Akureyri disease morbus Akureyriensis - Íslandsveiki - Iceland disease. 

Í dag er sjúkdómurinn kallaður  ME/CFS (Myalgic Encephalomyelitis/Chronic Fatigue Syndrome. Á íslensku er enn talað um síþreyta eða síþreytufár, sem er að mínu mati mjög villandi heiti þar sem örmögnun er einungis eitt af einkennum)  ... Svo má ekki gleyma því að í gamla daga þá var þetta náttúrulega allt saman flokkað sem móðursýki. 

Við veiktumst öll hér í Rituhöfða 4 og margir í kring um okkur, en ég var sú eina sem endaði með ME. Ég fann gamalt blogg frá svínaflensutímanum 2009, á þeim tíma sem ég hafði enn orku til að blogga reglulega.

Fram að þessu hef ég ekki fundið neitt sem tengir sjúkdóminn beint við H1N1 svínaflensu, en í morgun las ég vísindagrein frá Noregi sem birt var árið 2015. Þar segir að það sé meiri fylgni milli svínaflensusýkingar og ME/CFS, en bólusetningar við H1N1 og sama sjúkdóms. Ég hef svo sem alltaf vitað hvað ræsti þessi veikinda hjá mér, en ég leyni því ekki að þetta var samt gott að lesa.

Þessu vildi ég bara deila með ykkur og henti meira að segja í blogg á kosningardegi. Ástæðan er sú að ég er viss um að það eru fleiri þarna úti sem hafa ekki jafnað sig að fullu eftir svínaflensuna um árið. Leitin að ástæðu veikindanna tók mig langan tíma og mögulega get ég hjálpað einhverjum. Hér er hægt að sjá einkennin.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband