Einkavædd löggæsla í miðborginni

24-7-2002-6067

Það stóð ekki á hugmyndasmiðum véfrétta í dag þegar farið var að tala um að einkavæða ætti löggæsluna í miðborginni. Ég heyrði nokkra grípa þetta á lofti og tala um einkavædda löggæslu en svo heyrði ég viðtal við Stefán Eiríksson lögreglustjóra þar sem hann sagði frá því að þetta væri enn allt á umræðustigi og ekki væri um að ræða dyravarðalögreglu að ræða heldur stuðning vegna ástands sem skapast vegna fjölmennis sem sækir skemmtistaði í miðborginni. 

Þetta er fín hugmynd enda eru skemmtistaðir opnir lengur en áður var og oft skapast verslunarmannahelgar ástand um helgar. Ég fagna nýjum hugmyndum í þessa veru og er ljóst að foreldrarölt breytir miklu í hverfum sem það er virkt og eru það ekki síst unglingarnir sem þakka fyrir nærveru foreldranna.


mbl.is Rætt við einkaaðila um öryggisgæslu í miðborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Vona bara að þá sem ráðnir eru fá sama þjálfunin og lögreglunni.

Paul Nikolov, 5.6.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það bara hreinlega verður að gera eitthvað í þessum löggæslumálum áður en allt fer til andsk. ferlegt þetta agaleysi og sú skoðun að allt eigi að vera opið út í það óendanlega. Smá boð og bönn skemma engan.  Sólarkveðja frá Aey.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband