Ég fæ hroll

429917B

Þetta er nauðsynleg könnun sem Landsbjörg og fleiri gera árlega og hristir vonandi upp í þeim sem ekki nota réttan öryggisbúnað fyrir börn sín í bílnum.

Í könnuninni sem var gerð við 58 leikskóla víðs vegar um alndið var búnaður 1944 barna skoðaður og kom í ljós að 24 börn sátu fyrir framan öryggispúða, 86 eða 9,4% voru eingöngu í bílbeltum og 4,4% voru algerlega óvarin og þar að leiðandi í lífshættu á meðan á akstri stóð. Það er mjög mikilvægt að foreldrar hafi í huga að börn sem ekki hafa náð 150 cm hæð mega aldrei sitja í sæti með virkan öryggispúða því ef hann springur út getur hann verið þeim banvænn.

Ég hélt í alvöru að svona væri liðið en árlega fær maður vitneskju um að svo sé ekki.

Í umferðarlögum segir að ökumaður beri fulla ábyrgð á því að farþegar yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Geri hann það ekki má hann búast við að verða sektaður af lögreglu og að brot hans verði skráð í ökuferilsskrá. Sektin nemur 10.000 kr. á hvert barn sem er laust í bílnum.

 


mbl.is Börn í lífshættu vegna skorts á öryggi í bifreiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ekki gott mál.  Stendur vonandi til bóta.

Vilborg Traustadóttir, 7.6.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Karl Tómasson

V onandi verður G aman í ferðinni.

Karl Tómasson, 8.6.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, það veitir ekki af að huga vel að þessum þætti barnaöryggis í umferðinni. Svíar eru mjög strangir, hvað þetta varðar, og ég varð að hafa mig allan við til að komast hjá gagnrýni sonar míns og eiginkonu (!), þegar þau neyddust til að láta mig aka (konan gleymdi ökuskírteini sínu heima, vá!), en ég ók honum til vinnu og börnunum í skólann. Þetta fór allt vel, enda er ég góður ökumaður miðað við aldur!

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband