Börnin í fókus

img_1549

Ég hitti Önnu Ingadóttur kæra samstarfskonu mína hjá Rauða krossinum sem hefur verið í SAMAN hópnum í nokkur ár og fékk hjá henni kynningu á sumarverkefnum SAMAN hópsins 2007. Ég hengdi í mig grænt " börnin í fókus" merki sem ég hef borið alla vikuna og hafa margir spurt mig út í merkið.

Rauði þráðurinn í verkefnum sumarsins er:

Fjölskyldan saman með börnin í fókus, sýnum umhyggju í verki.

Þegar verkefnið var kynnt í vikunni tók nýi heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson þátt og ræsti herferðina og var hann barnakarlinn að vonum ánægður með störf SAMAN hópsins og ekki síst sumarverkefnin. Markmið SAMAN hópsins er að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Með jákvæðum skilaboðum er athyglinni beint að ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna og hvatt til samveru og jákvæðra samskipta fjölskyldunnar.

Ég er staðráðin í því að vera með börnin í fókus í sumar sem endra nær enda eru samverustundir fjölskyldunnar mikilvægar fyrir þroska og velferð barna. Sumarið er tími tækifæra fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman og safna góðum minningum og ætlum við Rituhöfðafjölskyldan ekki að klikka á því og er búið að plana ýmsar skemmtilegar ferðir í sumar.

Í sumar er SAMAN-hópurinn með eftirfarandi hvatningarorð til foreldra:

  • Vitum hvar börnin okkar eru og með hverjum
  • Virðum útivistartímann
  • Kaupum ekki áfengi fyrir yngri en 20 ára
  • Setjum tímamörk á tölvunotkun
  • Leyfum ekki eftirlitslaus partý eða útilegur

Gleðilegt sumar kæru bloggvinir með börnin, barnabörnin og barnabörnin í fókus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð hálfnafna. Ég er mjög svo hrifin af þessu verkefni, eins og öllu sem tekur á velferð barna, ekki veitir af að hamra nóg á þessu. Skemmtu þér með sjöllum um helgina og ég vona að veðrið verð gott

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Karl Tómasson

Gleðilegt sumar sömuleiðis Herdís mín.

Ekki efast ég um samviskusemi  þína gagnvart börnunum þínum. Samverustundir með foreldrum eru dýrmætar fyrir börnin.

Ég bið að heilsa bassaleikaranum nú er fjölskyldan á leið í ferðalag og V onandi  verður   G aman.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 8.6.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Karl Tómasson

Ásdís talar um hér að ofan að vonandi verði veðrið gott.

Þarna hefði hún getað stytt textann og sagt: VG = veðrið gott

Ég tala um að vonandi verði gaman: VG = vonandi gaman.

Þið stöllur getið haft þetta í huga.

Karl Tómasson, 8.6.2007 kl. 12:32

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er ekki erfitt fyrir ömmu eins og mig að hafa börnin í fókus.  Þvílíkir prinsar!  Segi eins og Stjáni Hauks (frá Sigló) "ef ég hefði vitað hvað þetta yrði gaman með barnabörnin þá hefði ég bara sleppt börnunum og skellt mér beint í barnabörnin"!!!!

Vilborg Traustadóttir, 8.6.2007 kl. 15:26

5 identicon

Herdís mín, ég veit að börnin verða í fókus í sumar hjá ykkur hjónum, eins og ávallt

Við höfum oft verið kölluð forvitnustum, ströngustu, leiðinlegustu og ég veit ekki hvað foreldrar for ever !!!!  Samt erum við flottustu og bestu foreldrar í heimi...eða oftast..... og þegar maður heyrir það þá veit maður að maður hefur gert rétt.

Ég þoli ekki foreldra sem sífellt eru í vinsældarleik við börnin, þora ekki að segja nei við þau eða taka afstöðu sem þeim ekki líkar. Margir afsaka sig og segja, ja, ég vil bara vera vinur þeirra.  Halló!!!

Verum vinir þeirra með því  okkar að fylgja því sem hjartað okkar segir að sé rétt....ekki það sem aðrir vilja að við segjum og gerum. Þegar ég þarf að taka eða þurfti að taka ákvarðanir um eitthvað sem ég vissi að þeim líkaði ekki þá segði ég alltaf við þau að ég gerði þetta af því að mér þætti svo mikið, mikið vænt um þau

 Áfram SAMAN !

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband