Komin heim af Ströndunum, rammgöldrótt og eldspræk

partur af Sigló Group

Ferðin okkar á Strandirnar með gullhjónunum mömmu og pabba var einu orði sagt, fullkomin. 

Ég ætla að dæla inn ferðalýsingum í pörtum og er ég að taka saman myndirnar til að ég geti útbúið myndaalbúm til að sýna, en ég veit að margir bíða spenntir og læt ég nokkrar með í kvöld, en albúm á morgun.

mamma og pabbi í Kjörvogi

Það var ótrúlega gaman að fara um Strandirnar með ættarlauknum honum pabba. Það var þó alveg sérstaklega gaman að koma í fjöruna í Kjörvogi, þar sem langamma Herdís og Þorsteinn langafi bjuggu í tugi ára. Við fréttum þar að frændi okkar (hann Halli frændi Gísla sem býr á Akureyri) hefði verið á þessum slóðum nokkrum dögum fyrr og var súrt að missa af honum.

Ég hélt að vísu að hún stóra systir mín Kristín (sem fékk millinafnið Steinunn í ferðinni) yrði eftir í fjörunni í Kjörvogi, því hún var hún búin að taka saman grjót sem hún ætlaði að flytja með sér í Grindavíkur, svo við fjölskyldan gætum notið þess að ganga um á Kjörvogsgrjóti í skrúðgarði þeirra hjóna. Doddi mágur neitaði að sækja það á bílnum, en hún var grjóthörð á þessu og grjótið er komið til Grindavíkur.

Gullveislan

Það var líka gaman þegar föstudagurinn þrettándi rann loksins upp og meira að segja fullt tungl. Heil 50 ár liðin frá því að mamma og pabbi giftu sig á Siglufirði í sól og blíðu líkt og var hjá okkur á Ströndunum. Við fórum öll út að borða á Hótel Djúpuvík um kvöldið og áttum saman ógleymanlega stund og héldum svo áfram að skemmta okkur í Skjaldarbjarnarvík, húsinu þeirra Vilborgar og Geirs.

En eins og ég sagði þá er þetta bara byrjunin og hér koma tvær myndir til viðbótar úr ferðinni.

Stóra og Litla Systurnar Stóra og Litla frá Kjörvogi

Úti að  Sædís Erla fór oft úr að "ganga með köttinn

Annars þarf ég að fara að skoða betur ættina hennar mömmu. Því þegar ég kom heim þá beið mín bréf frá Birni Péturssyni frænda mínum með disklingi sem hefur að geyma ættartölu þeirra mömmu...spennandi verkefni framundan þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æðislegar myndir...er að lesa mig í gegn um bloggin eftir að ég kom heim í gær....Sædís Erla var dugleg með kettina....Og það var gaman að hafa allan hópinn í 30 fermetra húsinu plús auðvitað fellihýsinu ykkar sem er kannski 30 fermetrar?????

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband