Offita, taktu hana alvarlega...léttu á hjarta þínu

Ég var á biðstofu í gær og greip bæklingfrá Hjartavernd og las. Þar eru ágætis upplýsingar um ýmislegt um aukna áhættu á hjartasjúkdómum af sökum offitu og hér eru nokkrar staðreyndir. 

Þeir sem fitna borða ekki endilega meira en þeir mjóu, þeir borða bara meira en þeir þurfa.

Íslendingar eru að þyngjast og á tímabilinu 1968 - 2002 og höfum við þyngst að meðaltali um 4 kíló þegar búið er að taka tillit til hækkandi meðalhæðar.

Ný íslensk rannsókn sýnir að 9 ára íslensk börn hafa þyngst verulega umfram það sem þau hafa stækkað á undanförnum áratugum. Samkvæmt rannsókninni eru tæp 20% níu ára skólabarna of þung og 5% of feit.

Helstu fylgikvillar offitu sem eru þekktir: Kransæðasjúkdómar, sykursýki II, háþrýstingur, röskun á blóðfitu, mæði, heilablóðfall, gallsteinar, svefntruflanir, kæfisvefn, krabbamein í ristli, brjóstakrabbamein eftir tíðarhvörf og slitgigt í hnjám og fleira og fleira

Safnast þegar saman kemur. Þrjár til fjórar kexkökur fimm kvöld í viku í sex mánuði gera 16 þúsund kaloríur og umbreytast þær skv. lögmálum eðlisfræðinnar í tvö kíló af forðafitu.

Leið að grennast eðlilega í sátt við líkama og sál er að velja EMMin þrjú: Rétta Máltíðarmunstrið, rétta Magnið og rétta Matinn.

  • M1 borða reglulega
  • M2 Skammtalisti í bæklingnum, en mátíð
  • M3 Fjölbreytt fæði án óþarfa fitu og sykurs

Að lokum:

  • Sleppið ekki aðalmáltíðum
  • Njóttu matarins
  • Hollur matur getur verið ljúffengur
  • Kynnið ykkur t.d. matreiðslubækurnar Af bestu lyst I og II
  • Drekkið meira vatn
  • Hreyfið ykkur daglega
  • Forðist skammtímalausnir
  • Reiknið út ykkar eigið BMI (kg/m2)
  • Ef BMI er yfir 30 er mælt með læknisskoðun

mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Offitumál barna er grafalvarlegt mál. Ég hef ávalt komið inn á þetta á námskeiðum mínum og hvað hægt sé að gera til að sporna við því að vandinn yfir höfuð verði til. Hér koma nokkrar glærur sem ég nota gjarnan við fræðsluna:

1. Offituvandi er sérlega alvarlegur  á aldrinum 5-14 ára en á því aldursskeiði er sjálfsmyndin mest í mótun.

Feit börn eru:
Útsettari fyrir neikvæðum athugasemdum frá umhverfinu.
Í áhættuhópi þeirra barna sem er strítt og lögð í einelti.

2. Barn sem á við offituvanda að stíða kemur því oft út í lífið með:
Brotna sjálfsmynd
Félagslegt óöryggi
Með tilfinningalega vanlíðan s.s. þunglyndi.

3. Brotin sjálfsmynd og tilfinning um minnimáttarkennd getur valdið ævilangri vanlíðan og hefur oftar en ekki neikvæð áhrif á samskipti við aðra.

4. Offituvandi barna er viðkvæm umræða af ótta við að:
 
Særa barnið sem á við vandann að stríða
Það bregðist við með því að grípa til örþrifaráða s.s. að byrja að svelta sig

5. Hvað geta foreldrar gert:

Verið sjálf góðar fyrirmyndir
Vera meðvituð um matarinnkaupin t.d hvað matvörur eru óhollar en eru jafnvel auglýstar sem væru þær hollar
Sjá til þess að barnið fái næga hreyfingu

Kolbrún Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Brattur

... úpps ekki veit ég hvað er rétt í þessu... einhver sagði mér í heita pottinum um daginn að það væri óhollt að drekka mikið vatn... rannsóknir sýna að hafragrautur er óhollur... finnur maður það bara ekki á sjálum sér hvað er best hmm, kaffi fer t.d. illa í mig, en ekki te... súkkulaði er helv... gott... en eitthvað verður maður slappur af því, a.m.k. andlega...

Brattur, 20.7.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Karl Tómasson

Jæja mín kæra.

Það er þungu fargi af mér létt. Lentur og einnig í sæmilegri kjörþyngd.

Sonur þinn er bara bókstaflega eins og Sídan eða Zenedin Zedan eða hvernig sem það er skrifað á myndinni. Flott mynd af kappanum ykkar. Greinilega með takktana á hreinu eins og pabbinn.

Karl Tómasson, 20.7.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þess vegna er ég að fara til Póllands....AFTUR.... með stóru....

Vilborg Traustadóttir, 21.7.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl hálfnafan flökkudýr.  Takk fyrir þetta innlegg. Ég kem reyndar vel út. Er nú komin heim á Selfoss og býst ekki við að ferðast mikið meira í sumar. Sonur minn og tengdad. í Cph. koma 3 ágúst svo nú verður maður bara slakur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 13:29

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég er líka að hægja á, verð í ferðstraffi næstu 3 vikurnar...verð að vera heima og get ekki farið lengra en 30 mín frá samhæfingarstöð almannavarna ..en ég vinn þá bara því mun meira.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.7.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband